Hollustuhættir

Árið 2017 voru 779 fyrirtæki á hollustuháttasviði auk tillfallandi eftirlits sem lendir innan sviðsins eins og húsnæðiskoðun og fyrirtækja sem einnig flokkast undir önnur svið s.s. hótel- og gistiþjónusta, grunnskólar með mötuneyti ofl.

Markmið laga um hollustuhætti er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.

Hvaða fyrirtæki?

Heilbrigðisstofnanir, hárgreiðslu- og snyrtistofur, líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, fangelsi, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar, gistiheimili, fjallaskálar, íbúðarhúsnæði, tjaldsvæði, vistheimili, dagvistarheimili, sólbaðsstofur, samkomuhús ofl.

Lög og reglugerðir

Um er að ræða eftirlit með fyrirtækjum sem falla undir reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti 

Stofnanir, fyrirtæki og önnur starfsemi sem eru starfsleyfisskyld samkvæmt reglugerðinni, hvort sem er á ábyrgð einstaklinga eða lögaðila skulu hafa gilt starfsleyfi gefið út af heilbrigðisnefnd. Óheimilt er að hefja starfsleyfisskylda starfsemi hafi starfsleyfi fyrir hana ekki verið gefið út.
Heilbrigðiseftirliti ber að kanna hvort fyrirtækin fara eftir ákvæðum laga og reglugerða. Margar reglugerðir gilda um þessi fyrirtæki. Hollustuháttareglugerðin nær þó að mestu yfir alla starfsemi er tilheyrir sviðinu. Aðrar sértækari reglugerðir gilda svo um ákveðna flokka fyrirtækja ss. veitinga – og gistihúsareglugerð, reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum ofl.

Leiðbeiningar / Fræðsla