Verkefni - fræðsla

Eftirlitsverkefnum heilbrigðiseftirlits er skipt gróflega upp í þrjú svið þ.e.: hollustuháttaeftirlit, matvælaeftirlit og umhverfiseftirlit. Helstu verkefni Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eru:

Reglubundið eftirlit og leyfisveitingar

Sýnataka og rannsóknir á neysluvatni, baðvatni, matvælum og umhverfi.

Umsagnir um veitinga- og gististaði vegna rekstrarleyfa og vegna tækifærisleyfa sem sýslumenn veita.

Umsagnir vegna skipulagsmála til skipulags- og byggingafulltrúa.

Umsagnir vegna brennuleyfa sem sýslumenn veita.

Umsagnir vegna flugeldaleyfa sem lögreglustjórar veita

Vöktun loftgæða og önnur umhverfisvöktun.

Hreinsun á lóðum og lendum

Skráning á framkvæmd eftirlits og niðurstöðum mælinga.