Um Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. (HSL) er rekið sameiginlega af sveitarfélögunum á Suðurlandi og hefur starfað síðan 1. janúar 1984. Núverandi skipulag var innleitt með lögum nr. 7/1998 þ.e. með einni heilbrigðisnefnd fyrir svæðið allt, en fram að því voru á svæðinu 9 heilbrigðisnefndir undir einni svæðisnefnd. Heilbrigðisnefnd Suðurlands er málsvari HSL á milli aðalfunda og framfylgir samþykktum nefndarfunda og aðalfundar. Helstu verkefni Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eru:
- Reglubundið eftirlit, leyfisveitingar, s.s. starfsleyfi, tóbakssöluleyfi og brennuleyfi.
- Sýnataka og rannsóknir á neysluvatni, matvælum og umhverfi.
- Umsagnir um veitinga- og gististaði vegna rekstrarleyfa sem sýslumenn veita.
- Umsagnir vegna skipulagsmála til skipulags- og byggingafulltrúa.
- Umsagnir vegna brennuleyfa sem sýslumenn veita.
- Vöktun loftgæða og önnur umhverfisvöktun.
- Hreinsun á lóðum og lendum
- Skráning á framkvæmd eftirlits og niðurstöðum mælinga.