Starfsleyfisskilyrði eru til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun:

fyrir Reykjagarð hf. vegna alifuglabús að Jarlsstöðum, Rangárþingi ytra. Skilyrðin liggja frammi til kynningar hjá Heibrigðiseftirliti Suðurlands og  sveitarfélaginu í einn mánuð. Einnig er þau að finna á heimasíðunni hér.

Frestur til að skila inn athugasemdum við ofangreint er til 30. maí 2018. Skulu athugasemdirnar vera skriflegar og skilast á skrifstofuna að Austurvegi 65, Selfossi