Tímabundin framlenging starfsleyfa fyrir aðveitustöðvar Rarik á Suðurlandi

Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur ákveðið að framlengja gildistíma starfsleyfa Rarik ohf., kt. 5202692669, Dverghöfða 2, 110 Reykjavík,  vegna aðveitustöðva Rarik á Suðurlandi þar til endurnýjuð starfsleyfi hafa verið gefið út, en eigi lengur en til 23. apríl nk.

Hefur nefndinni borist fullnægjandi umsóknir um endurnýjun starfsleyfis og eru starfsleyfi aðveitustöðvanna í vinnslu. Um heimild til framlengingar starfsleyfis er vísað í 4. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, m.s.br. þar sem segir:

Útgefanda starfsleyfis er heimilt að framlengja gildistíma starfsleyfis á meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, að hámarki til eins árs, hafi fullnægjandi umsókn um nýtt starfsleyfi borist útgefanda.

Um er að ræða eftirfarandi aðveitustöðvar:

  • Aðveitustöð Flúðum, Hrafnkelsstöðum, 845 Flúðir
  • Aðveitustöð Hellu, við Suðurlandsveg, 850 Hella
  • Aðveitustöð Hveragerði, Völlum, 816 Ölfus
  • Aðveitustöð Hvolsvelli, Austurvegi 16, 860 Hvolsvöllur
  • Aðveitustöð Prestbakka, 881 Kirkjubæjarklaustur
  • Aðveitustöð Reykholti, Vegholti 1, 806 Selfoss
  • Aðveitustöð Selfossi, Austurvegi 66, 800 Selfoss
  • Aðveitustöð Þorlákshöfn, Hafnarsandi 2, 815 Þorlákshöfn

Vakin er athygli á því að samkvæmt 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, er heimilt að vísa ákvörðun heilbrigðisnefndar máli þessu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fer skv. lögum nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kæra til úrskurðarnefndarinnar frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunarinnar, sbr. 5. gr. ofangreindra laga.

Frestur til að vísa málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er einn mánuður frá því kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Kæra skal vera skrifleg og undirrituð.