Tímabundið starfsleyfi til kynningar - Umf. Eyrarbakka vegna jónsmessubrennu á Eyrarbakka 24. júní 2023
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit m.s.br., eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) að Austurvegi 65a á Selfossi:
- Ungmennafélag Eyrarbakka, kt. 6602694879, Eyrargötu 40, 820 Eyrarbakki, vegna brennu stærri en 100 rúmmetrar í fjörunni vestan við Hafnarbrú á Eyrarbakka þann 24. júní 2023, kl. 20:30 -23:30. Sjá slóð hér.
Athugasemdum skal skilað skriflega til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Austurvegi 65a, 800 Selfoss eða á netfangið hsl@hsl.is. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 8. júní 2023.