Tímabundið starfsleyfi til kynningar - Orkuveita Reykjavíkur vegna reksturs díselrafstöðvar innan fjarsvæðis vatnsverndar á Mosfellsheiði, Sveitarfélaginu Ölfusi

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit m.s.br., eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) að Austurvegi 65a á Selfossi:

Orkuveita Reykjavíkur, kt. 5512983029, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, vegna reksturs díselrafstöðvar til að knýja sjálfvirkan radar fyrir fuglarannsóknir innan fjarsvæðis vatnsverndar á sunnanverðri Mosfellsheiði í Sveitarfélaginu Ölfusi, sjá hér.

Athugasemdum skal skilað skriflega til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Austurvegi 65a, 800 Selfoss eða á netfangið hsl@hsl.is. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 25. mars 2025.