Starfsleyfisskilyrði til kynningar

Tvö starfsleyfi voru til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Um er að ræða:

Starfsleyfisskilyrði fyrir Árvélar ehf. vegna námu í Lönguhlíð

Starfsleyfisskilyrði fyrir Landsvirkjun vegna orkuframleiðslu í Sogsvirkjunum

Starfsleyfisskilyrðin lágu frammi hjá viðkomandi sveitarfélögum ásamt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands til 18. febrúar 2016. Engar athugasemdir bárust.  Starfsleyfin hafa verið gefin út.