Starfsleyfisskilyrði til kynningar
Þrjú starfsleyfi voru til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Var um að ræða:
- Starfsleyfisskilyrði fyrir Nesbúegg ehf. fyrir alifuglabú í Miklholtshelli II, Flóahrepp
- Starfsleyfisskilyrði fyrir Högnastaðabúið ehf. / Flúðaegg, fyrir alifuglabú að Högnastöðum II, Hrunamannahreppi
- Starfsleyfisskilyrði fyrir Reykjagarð hf. fyrir alifuglabú í Meiri-Tungu 4, Rangárþingi ytra
Starfsleyfisskilyrðin voru til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands að Austurvegi 65 á Selfossi og á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags með fresti til að skila inn athugasemdum er til 9. júní 2016.
Starfsleyfin hafa verið gefin út þar sem engar athugasemdir bárust.