Starfsleyfi til kynningar vegna alifuglabúa Reykjagarðs hf. - Þrándarlundi, Einholti og Hellatúni

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit m.s.br., eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) að Austurvegi 65 á Selfossi:

  • Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík vegna alifuglabús í Þrándarlundi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 804 Selfoss. Sjá slóð hér
  • Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík vegna alifuglabús í Hellatúni, 851 Hellu. Sjá slóð hér
  • Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík vegna alifuglabús í Einholti, Bláskógabyggð, 806 Selfoss. Sjá slóð hér

Athugasemdum skal skilað skriflega til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 6. nóvember 2020