Starfsleyfi til kynningar - Reykjabúið ehf. vegna alifuglabús að Heiðarbæ 2 í Bláskógabyggð

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit m.s.br., eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) að Austurvegi 65a á Selfossi:

  • Reykjabúið ehf., kt. 581187-2549, Suður-Reykjum, 271 Mosfellsbær, vegna alifuglabús með stæði fyrir allt að 11.000 kjúklinga eða 3.300 kalkúna að Heiðarbæ 2, 806 Bláskógabyggð, sjá slóð hér.

Athugasemdum skal skilað skriflega til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Austurvegi 65a, 800 Selfoss eða á netfangið hsl@hsl.is. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 8. ágúst 2024.