Starfsleyfi til kynningar - Pure North Recycling ehf.
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit m.s.br., eru starfsleyfisskilyrði fyrir Pure North Recycling til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) að Austurvegi 65 á Selfossi sbr bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands á fundi hennar í dag:
Endurskoðun starfsleyfis fyrir Pure North Recycling var samþykkt á fundi nefndarinnar dags. 10. apríl sl. þar sem umfang starfseminnar rúmast ekki innan starfsleyfis. Starfsleyfisskilyrði lögð fram og er samþykkt að auglýsa í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit m.s.br. Ákvörðun um útgáfu starfsleyfis verður tekin að auglýsingatíma loknum.
- Pure North Recycling ehf., Sunnumörk 4, 810 Hveragerði vegna endurnýtingar úrgangsplasts – sjá slóð hér
Athugasemdum skal skilað skriflega á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að Austurvegi 65, Selfossi. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 6. júní 2019.