Starfsleyfi til kynningar - Orka náttúrunnar, Nesjavöllum - meðhöndlun á asbesti
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit m.s.br., eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) að Austurvegi 65 á Selfossi:
- Orka náttúrunnar ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, tímabundið starfsleyfi vegna meðhöndlunar á asbesti þar sem skipta á um pakkningar sem innihalda asbest í lögnum inni og úti í kringum skiljustöð jarðvarmavirkjunarinnar á Nesjavöllum, Grímsnes- og Grafningshreppi, 805 Selfoss. Sjá slóð hér
Athugasemdum skal skilað skriflega til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 6. ágúst 2021