Starfsleyfi til kynningar - Laufey Welcome Center, Vigg ehf. Brúnum 1, Hvolsvelli
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit m.s.br., eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) að Austurvegi 65a á Selfossi, öðru sinni þar sem málið hefur dregist á langinn og frekari gögn vantar:
- Vigg ehf., kt. 580122-0860, Skógsnesi 1, 803 Selfoss, vegna fráveitumannvirkis að Brúnum 1, 861 Hvolsvöllur, sjá slóð hér.
Athugasemdum skal skilað skriflega til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Austurvegi 65a, 800 Selfoss eða á netfangið hsl@hsl.is. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 13. febrúar 2025.