Starfsleyfi til kynningar – Flugeldasýning á Selfossi 31. júlí nk.

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit m.s.br., eru starfsleyfisskilyrði vegna brennuleyfis og flugeldasýningar til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) að Austurvegi 65 á Selfossi:

 

  • Björgunarfélag Árborgar – Árvegi 1, 800 Selfoss, vegna flugeldasýningar þann 31. júlí, sunnan við íþróttasvæðið á Selfossi, nánar tiltekið á „Stóra hól“.  – Sjá slóð hér

Athugasemdum skal skilað skriflega á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að Austurvegi 65, Selfossi. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 27. júní næstkomandi.