Starfsleyfi til kynningar

Sex starfsleyfi voru til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Var um að ræða:

Starfsleyfisskilyrði fyrir Landsvirkjun vegna orkuframleiðslu í Búðarhálsstöð Ásahreppi, Búrfellsstöð Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Hrauneyjafossstöð Ásahreppi, Sigöldustöð Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Sultartangastöð Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Vatnsfellsstöð Ásahreppi.

Starfsleyfisskilyrðin lágu frammi hjá viðkomandi sveitarfélögum ásamt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands til 7. apríl 2016. Þar sem engar athugasemdir bárust innan tilskilins  tímafrests hafa umrædd starfsleyfi verið endurnýjuð til 12 ára.