Starfsleyfi til kynningar

Í samræmi við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér mengun, er til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands að Austurvegi 65 á Selfossi tvö starfsleyfisskilyrði

–  Fyrir Eden ehf. v/efnistöku í Lambafelli, sveitarfélaginu Ölfusi en fyrir liggur framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins, matskýrsla og álit Skipulagsstofnunar auk þess sem gert er ráð fyrir starfseminni á skipulagi.

– Fyrir loðdýrabú að Stærri Bæ, Grimsnes- og Grafningshreppi en fyrir liggur jákvæð afstaða sveitarfélagsins og skipulags- og byggingafulltrúa uppsveita fyrir starfseminni.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 9. október næstkomandi og skulu þær vera skriflegar.

 

Starfsleyfisskilyrðin má nálgast hér á heimasíðunni undir starfsleyfi til kynningar.