Starfsleyfi til kynningar

Í samræmi við reglugerð nr. 785/1999, msbr., um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér mengun, er til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands að Austurvegi 65 á Selfossi, starfsleyfisskilyrði fyrir loðdýrabú að Snjallsteinshöfða, fyrir Eldfeld ehf.

Jafnframt liggur fyrir undanþága frá Umhverfisráðuneyti vegna fjarlægðarmarka sbr. ákvæði reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. apríl næstkomandi. Skulu athugasemdir sem berast vera skriflegar  og stílaðar á Heilbrigðisnefnd Suðurlands, Austurvegi 65, 800 Selfossi

 

Starfsleyfisskilyrðin má nálgast hér á heimasíðunni undir starfsleyfi til kynningar eða hér.