Starfsleyfi til kynningar

Í samræmi við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér mengun, eru til kynningar tvö starfsleyfi, annars vegar starfsleyfisskilyrði fyrir Landsvirkjun vegna Búðarhálsstöðvar og hins vegar starfsleyfisskilyrði fyrir Bolaöldur ehf. vegna efnistöku í Bolaöldum, Ölfusi.

Starfsleyfisskilyrðin má nálgast hér á heimasíðunni undir flipanum ,,Starfsleyfi – starfsleyfi til kynningar“

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. desember næstkomandi. Athugasemdum skal skilað skriflega á skrifstofu HES að Austurvegi 65, Selfossi.