Tilmæli til leiksskóla - leikum okkur innandyra

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vill beina þeim tilmælum til leiksskóla, skóla og annarra umsjónarmanna barna, að láta þau ekki leika sér úti meðan ástandið er eins og það er. 

Rétt er að taka fram að útivera er ekki talin almennt hættulegt en við leik utandyra þyrlast upp ryk sem er alltaf nálægt vitum lítilla barna.

Á eftirfarandi myndbandi frá Umhverfisstofnun er hægt að gera sér grein fyrir magni svifryks í lofti eftir skyggni. Viðmiðunarmörk fyrir svifryk í andrúmslofti eru 50 míkrogrömm í rúmmetra á sólarhring.