95. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands
95. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 9. janúar 2007, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.
Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Viktor Pálsson, Guðmundur Geir Gunnarsson og Elsa Ingjaldsdóttir.
1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
a) Starfsleyfi
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
Landgræðsla ríkisins – Gunnarsholti
|
851 Hella
|
endurnýjun
|
2
|
Vinnslustöðin hf
|
900 Vestm.eyjar
|
endurnýjun
|
3
|
Olíufélagið v/Laugarvatns
|
840 Laugarvatn
|
eigendaskipti
|
4
|
Olíufélagið v/Árness, Skeiðar- og Gnúpverjahr.
|
801 Selfoss
|
eigendaskipti
|
5
|
Olíufélagið v/Steinum, Rangárþingi Eystra
|
861 Hvolsvöllur
|
eigendaskipti
|
6
|
Olíufélagið v/Leirubakka,
|
851 Hella
|
eigendaskipti
|
7
|
Olíufélagið v/Brautarhóli, Bláskógabyggð
|
801 Selfoss
|
eigendaskipti
|
8
|
Olíufélagið v/Fossnesti, Selfoss
|
800 Selfoss
|
eigendaskipti
|
9
|
Olíufélagið v/Hveragerði
|
810 Hveragerði
|
eigendaskipti
|
10
|
Olíufélagið v/Hlíðarenda, Hvolsvelli
|
860 Hvolsvöllur
|
eigendaskipti
|
11
|
Olíufélagið v/Geysi, Bláskógabyggð
|
801 Selfoss
|
eigendaskipti
|
12
|
Olíufélagið v/Básaskersbryggju, Vestm.eyjar
|
900 Vestm.aeyjar
|
eigendaskipti
|
13
|
Olíufélagið v/Selsveg, Flúðum
|
845 Flúðir
|
eigendaskipti
|
14
|
Olíufélagið v/Klausturvegs, Kirkjubæjarklaustri
|
880 Kirkjub.klaustur
|
eigendaskipti
|
15
|
Leikskólinn Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahr.
|
801 Selfoss
|
endurnýjun
|
16
|
Eyjaís
|
900 Vestmannaeyjar
|
endurnýjun
|
17
|
Snyrtistofan Ylur
|
860 Hvolsvöllur
|
endurnýjun
|
18
|
Vatnsveita Hrunamannahrepps
|
845 Flúðir
|
endurnýjun
|
19
|
Kaupás v/Krónan Vestmannaeyjum
|
900 Vestmannaeyjar
|
endurnýjun
|
20
|
Lyf og heilsa, Þorlákshöfn
|
815 Þorlákshöfn
|
endurnýjun
|
Starfsleyfin samþykkt án athugasemda.
b) Tóbakssöluleyfi
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Tóbakssöluleyfi
|
1
|
Olíufélagið v/Hveragerði
|
810 Hveragerði
|
eigendaskipti
|
2
|
Olíufélagið v/Fossnesti
|
800 Selfoss
|
eigendaskipti
|
3
|
Kaupás v/Krónan Vestm.eyjum
|
900 Vestmannaeyjar
|
endurnýjun
|
Lagt fram til upplýsinga.
c) Flúðafiskur.
Lögð fram starfleyfisskilyrði eftir auglýsingaferli. Ein athugasemd barst. Samþykkt að gefa út starfsleyfið skv. framlögðum starfsleyfisskilyrðum. Framkvæmdastjóra falið að svara athugasemdinni.
d) Lýsi vegna lýsisvinnslu.
Lögð fram starfsleyfisskilyrði eftir auglýsingaferli. Athugasemdir bárust frá einum aðila. Samþykkt að gefa út starfsleyfið skv. framlögðum skilyrðum en þó með breytingu á grein 3.6 sem lítur að mengunarvarnarþró. Skal henni upp komið fyrir 1. október næstkomandi.
2) Gjaldskrár sveitarfélaga.
a) Gjaldskrá um fráveitu og rotþróargjald í sveitarfélaginu Ölfus fyrir árið 2007.
Samþykkt án athugasemda.
b) Gjaldskrá fyrir hreinsun og losun rotþróa í sveitarfélaginu Ölfus .
Samþykkt án athugasemda.
c) Gjaldskrá fyrir sorphirðu í sveitarfélaginu Ölfus fyrir árið 2007.
Samþykkt án athugasemda.
d) Gjaldskrá fyrir hundahald í sveitarfélaginu Ölfusi.
Samþykkt án athugasemda.
e) Gjaldskrá fyrir kattahald í sveitarfélaginu Ölfusi.
Samþykkt án athugasemda.
f) Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Rangárþingi eystra árið 2007.
Samþykkt án athugasemda.
g) Gjaldskrá fyrir kattahald í þéttbýli Rangárþings eystra 2007.
Samþykkt án athugasemda.
h) Gjaldskrá fyrir hundahald á Hvolsvelli árið 2007.
Samþykkt án athugasemda.
i) Samþykkt um fráveitur og meðhöndlun seyru í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt án athugasemda.
j) Gjaldskrá fyrir hundahald í Skaftárhreppi.
Samþykkt án athugasemda.
3) Gangur eftirlits.
a) Rekstraryfirlit
Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá rekstrarreikningi frá janúar til loka desember 2006. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur en ljóst er að fjárhagsáæltun 2006 mun standast.
b) Yfirlit vegna eftirlits 2006 og eftirlitsáætlanir 2007.
Lögð fram eftirlitsverkefni ársins 2007 í samvinnu við Umhverfisstofnun auk tölulegs yfirlits um matvælaeftirlit árið 2007. Einnig lagðar fram tölfræðilegar upplýsingar varðandi eftirlit ársins 2006 og eftirlitsáætlunar fyrir árið 2007. Elsa gerði grein fyrir helstu tölum og fór yfir gang eftirlits síðastliðið ár og gerði grein fyrir eftirlitsáætlunum þessa árs.
4) Lýsi v/fiskþurrkunar.
Lagt fram til upplýsinga bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 2. janúar sl. sent 4 aðilum sem óskuðu eftir rökstuðningi við ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurlands á útgáfu starfsleyfis Lýsis hf. vegna fiskþurrkunar. Ennfremur lagt fram bréf lögmanna Lýsis, dags. 8. janúar sl. þar sem upplýst er um gang mála hjá sveitarfélaginu varðandi leyfisveitingar til uppsetningar þvottaturna og niðursetningar á fituskilju.
5) Stjórnsýslukæra.
Meðfylgjandi stjórnsýslukæra SA vegna tilnefningar fulltrúa atvinnurekenda í nefndina ásamt drögum af svarbréfi HES. Framlengdur var frestur til 14. janúar til að svara erindinu. Framkvæmdastjóra falið að senda svarbréf HS auk frekari fylgiskjala.
6) Annað.
a) Höllin.
Lagt fram bréf, dags. 21. desember sl. frá HBB ehf sem svarbréf vegna bréfs Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 9. nóvember sl. Einnig lagður fram tölvupóstur frá Friðbirni Valtýssyni, dags. 27. desember sl. Til upplýsinga.
b) Ásheimar.
Lagt fram til upplýsinga bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 21. desember sl. er varðar afléttingu þvingunaraðgerða.
c) Ljósheimar.
Lagt fram til upplýsinga bréf Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 22. desember sl. varðandi reglubundið eftirlit með Ljósheimum. Ennfremur lagt fram bréf Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands, dags. 8. janúar sl. ásamt minnisblaði, dags. sama dag, þar sem fram koma upplýsingar um nýframkvæmdir. Framkvæmdastjóra falið að svara erindum í samræmi við umræður á fundinum.
d) MATÍS ohf.
Lagt fram til upplýsinga bréf RUST dags. 27. desember sl. þar sem rannsóknarstofa UST hættir um áramót og við tekur nýtt félag, MATÍS ohf. Við starfseminni. Við þetta mun rannsóknarkostnaður Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hækka um 35%.
e) Drög að verklagsreglum vegna fráveitu- og neysluvatnsmála.
Lagðir fram til upplýsinga minnispunktar starfsmanna um skipulagsmál. Nefndin lýsir yfir áhuga á að halda samráðsfund með skipulagsfulltrúum/nefndum á eftirlitssvæðinu og felur starfsmönnum að vinna að frekari verklagsreglum varðandi málaflokkinn.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.40
Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Sigurður Ingi Jóhannsson
Pétur Skarpéðinsson
Viktor Pálsson G
Gunnar Þorkelsson
Elsa Ingjaldsdóttir Guðmundur Geir Gunnarsson