90. fundargerð Heilbrigðisnefndar, 18. september 2006

90. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn mánudaginn
 

18. september 2006 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Viktor Pálsson, Guðmundur Geir Gunnarsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

Pétur Skarphéðinsson setti fund sem fulltrúi sem lengsta setu hefur haft í nefndinni. Hann gerði grein fyrir skipun í heilbrigðisnefnd og kynnti nefndarmenn.

1. Kosning formanns og varaformanns.

Pétur lýsti eftir framboði til formanns og bauð Jón sig fram. Hann var kjörinn einróma.

Jón tók við fundarstjórn og stakk upp á Gunnari Þorkelssyni sem varaformanni. Var það einróma samþykkt.

2. Starfsleyfiskilyrði fyrir Lýsi hf. vegna fiskþurrkunar.

Lögð fram drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir Lýsi hf. vegna fiskþurrkunar í Þorlákshöfn skv. bókun nefndarinnar frá 6. september sl. Í starfsleyfisskilyrðin hafa verið sett ítarleg ákvæði um lofthreinsun, innra eftirlit og aðrar mengunarvarnir.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir forsögu málsins. Almennar umræður urðu um málið.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir drögin og felur starfsmönnum að auglýsa starfsleyfisskilyrðin og vinna að málinu í samræmi við lög og reglur.

3. Starfsleyfisumsókn HBB ehf. vegna Hallarinnar, Vestmannaeyjum.

Lögð fram starfsleyfisumsókn HBB ehf. um veitingarekstur í Höllinni, Vestmannaeyjum, dags. 6. september sl.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir skoðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á fyrirhuguðum rekstri og húsnæði, þann 15. september sl.

Eftirfarandi bókað:

”Í ljósi þess að þvingunaraðgerðum Heilbrigðisnefndar Suðurlands um takmarkaðan opnunartíma í húsnæðinu hefur ekki verið aflétt, getur Heilbrigðisnefnd Suðurlands einungis fallist á að umbeðið starfsleyfi verði veitt með takmörkunum um opnunartíma til kl. 01.00 á hverju kvöldi. Ekki er hægt að aflétta þvingunaraðgerðum nefndarinnar fyrr en augljóst má vera að leyfilegum viðmiðunarmörkun um hávaða frá starfseminni hefur verið náð sbr. reglugerð nr. 933/1999 um hávaða og fyrri bókanir nefndarinnar.”

4. Önnur mál.

Ákveðið að fastir fundatímar nefndarinnar verði 1. þriðjudag í mánuði kl. 13.00.

Næsti fundur nefndarinnar ákveðinn 3. október kl. 13.00.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00.

Jón Ó. Vilhjálmsson Gunnar Þorkelsson

Pétur Skarphéðinsson Ragnhildur Hjartardóttir

Sigurður Ingi Jóhannsson Guðmundur Geir Gunnarsson

Elsa Ingjaldsdóttir Viktor Pálsson