76. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 25. maí 2005
76. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
24. maí 2005 kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.
Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Pétur Skarphéðinsson, Gunnar Þorkelsson, Margrét Einarsdóttir og Elsa Ingjaldsdóttir.
Elín Björg Jónsdóttir og Bergur E. Ágústsson boðuðu forföll.
1) Fundargerð síðasta fundar – Lögð fram til samþykktar og undirskriftar.
1) Fundargerð síðasta fundar – Lögð fram til samþykktar og undirskriftar.
2) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
a) Starfsleyfi
Nr
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1 |
Nuddstofa Hörpu |
900 Vestmannaeyj |
Ný starfsemi |
2 |
Hótel Eldhestar |
810 Hveragerði |
Br. á húsnæði |
3 |
Hársnyrtistofa Hrannar |
900 Vestmannaeyj |
Ný starfsemi |
4 |
Vatnsveita f/Hrútafell, Önundarhorn og Eyvindarhóla |
861 Hvolsvöllur |
Ný starfsemi |
5 |
Vatnsból Fjallsbúið ehf. |
801 Selfoss |
Ný starfsemi |
6 |
Hótel Valhöll |
801 Selfoss |
Eigendaskipti |
7 |
Flóð og fjara ehf. – Fjöruborðið |
825 Stokkseyri |
Eigendaskipti |
8 |
Suðurlandssól |
800 Selfoss |
Br. á húsnæði |
9 |
Rauða húsið |
820 Eyrarbakka |
Br. á húsnæði |
10 |
Fosshótel ehf. v/Mosfells |
850 Hella |
Endurnýjun |
11 |
Bláhiminn ehf. v/Hólaskóga |
801 Selfoss |
Endurnýjun |
12 |
Íþróttamiðstöð Íslands KHÍ |
840 Laugarvatn |
Endurnýjun |
13 |
Olís v/Landvegamóta |
851 Hella |
Br. á húsnæði |
14 |
Hótel Klaustur |
880 Kirkjubæjarkl. |
Endurnýjun |
15 |
Olíufélagið ehf. – v/Bjarnabúð |
801 Selfoss |
Endurnýjun |
16 |
Olíufélagið ehf. – v/H-Sel |
840 Laugarvatn |
Endurnýjun |
17 |
Olíufélagið ehf. – v/versl. Árborg |
801 Selfoss |
Endurnýjun |
18 |
Olíufélagið ehf. – v/Hótel Geysi |
801 Selfoss |
Endurnýjun |
19 |
Olíufélagið ehf. – v/Leirubakka |
851 Hella |
Endurnýjun |
20 |
Sveitabúið Tungu ehf. |
801 Selfoss |
Ný starfsemi |
21 |
Töfragarðurinn |
825 Stokkseyri |
Ný starfsemi |
22 |
Tjörvar ehf. – Furðufuglar og fylgifiskar |
800 Selfoss |
Ný starfsemi |
23 |
Vilberg Kökuhús – Goðaland ehf. |
800 Selfoss |
Ný starfsemi |
24 |
Bændagisting Efstadal |
801 Selfoss |
Br. á húsnæði |
25 |
Alþýðuhúsið |
900 Vestmannaeyj |
Endurnýjun |
26 |
Reykjabúið v/Auðsholts Ölfusi |
801 Selfoss |
Ný starfsemi |
27 |
Prófasturinn, Lundinn- veitingahús |
900 Vestmannaeyj |
Endurnýjun |
Starfsleyfi nr. 1 og 3 frestað þar til afgreiðsla/umfjöllun skipulags- og bygginganefndar liggur fyrir.
Starfsleyfi nr. 4, 5, 6, 9, 20, 22, 23, og 26 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðiseftirlitsins.
Önnur starfsleyfi samþykkt án athugasemda.
i) Hnotskurn/Lýsi – Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags.
– Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 20. maí sl. til fyrirtækisins þar sem fram kemur fyrirhuguð afgreiðsla nefndarinnar á starfsleyfisumsókn fyrirtækisins. Heilbrigðisnefnd Suðurlands ítrekar að fyrirtækið skili inn tilskildum gögnum fyrir tilgreindan tíma.
b) Tóbakssöluleyfi
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1 |
Þingvellir ehf. v/Hótel Valhöll |
801 Selfoss |
Eigendaskipti |
2 |
Hellishólar |
861 Hvolsvöllur |
Eigendaskipti |
Lagt fram til kynningar
c) Samræmd starfsleyfisskilyrði HES og UST fyrir:
i) sambýli
ii) hestaleigur og reiðskóla
iii) starfsmannabúðir
iv) starfsmannabústaði
v) starfsemi með dýr
i) sambýli
ii) hestaleigur og reiðskóla
iii) starfsmannabúðir
iv) starfsmannabústaði
v) starfsemi með dýr
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að nota starfsleyfisskilyrðin á svæði sínu.
2) Gangur eftirlits.
Elsa Ingjaldsdóttir lagði fram yfirlit yfir gang reglubundins eftirlits frá síðasta fundi. Kom fram að eftirlit með fyrirtækjum er samkvæmt áætlun mánaðarins.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands lýsir yfri ánægju sinni með yfirlitið og fer fram á að fá slíkt yfirlit á hvern fund nefndarinnar auk frekari tölfræðilegra upplýsinga.
3) Undanþága Umhverfisráðherra vegna Hallarinnar – Karató.
. Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis, f.h.r., dags. 13. maí sl. þar sem Höllinni er veitt undanþága frá ákvæði um hávaðatakmarkanir skv. reglugerð nr. 933/1999 meðan á úrbótum stendur en þó eigi lengur en til 1. nóvember n.k. Undanþágan er bundin því skilyrði að forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynni tímalega og með óyggjandi hætti heilbrigðiseftirliti og nágrönnum um skemmtanir sem kunna að fara yfir leyfð viðmiðunarmörk.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands ítrekar að þrátt fyrir að undanþága ráðherra liggi fyrir er nefndin ekki að aflétta þvingunaraðgerðum heldur frestast þær einungis á meðan undanþágan er í gildi. Eftir 1. nóvember ber fyrirtækinu að leggja fram sannanir um að gerðar úrbætur fullnægi ákvæðum reglugerðarinnar og þá fyrst getur nefndin afturkallað þvingunaraðgerðir sínar.
4) Annað:
a) Vorfundur HES og UST.
Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti nefndarmenn um málefni vorfundar Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Umhverfisráðuneytis sem haldinn var á Ísafirði dagana 18. og 19. maí sl.
b) Starfsmannamál.
Tekið fyrir beiðni framkvæmdastjóra HES um 6 mánaða námsleyfi sbr. kjarasamning hennar.
Undir þennan lið mætti á fundinn Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands veitir framkvæmdastjóra umbeðið leyfi enda er fyrirhugað nám beintengt starfinu. Framkvæmdastjóri mun í leyfinu áfram sinna einstökum málum ss. fjárhagsáætlanagerð og gjaldskrármálum.
Þorvarði falið að kynna stjórn SASS málið.
c) Erindi vegna gistiheimilisins Heimis, Vm.
. Lagt fram bréf Guðfinnu J. Guðmundsdóttur, f.h. Þorkels Húnbogasonar dags. 28. apríl sl. ásamt svarbréfi embættisins dags. 20. maí sl.
d) Úrskurður Skipulagsstofnunar varðandi efnistöku Ingólfsfjalli.
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. maí sl. þar sem fjallað er um efnistöku úr Ingólfsfjalli ofan Þórustaðanámu og ákvörðun um matsskyldu.
e) Eftirlit með leikskólum í Vesmannaeyjum.
Lagt fram til upplýsinga bréf HES dags. 10. maí sl. varðandi eftirlit með leikskólum í Vestmannaeyjum
f) Endurvinnsla og fræðsla.
Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti nefndarmenn um ferð Birgis Þórðarsonar til Þýskalands til að kynna sér endurvinnslu og nýjustu tækni á þeim vettvangi. Hélt Birgir góða fræðslu fyrir starfsmenn eftir ferðina.
g) Fuglalíf á Stokkseyri.
Lagt fram til upplýsinga bréf HES varðandi hrafnshreiður við barnaskólann á Stokkseyri.
h) Símbréf dags. 23. maí sl., frá Bakstri og veislu ehf., þar sem mótmælt er kröfum HES vegna aðbúnaðar varðandi fyrirhugaðar veitingar í tjaldi fyrir utan fyrirtækið.
, þar sem mótmælt er kröfum HES vegna aðbúnaðar varðandi fyrirhugaðar veitingar í tjaldi fyrir utan fyrirtækið. Málið kynnt og framkvæmdastjóra falið að svara erindinu á viðeigandi hátt.
Næsti fundur ákveðinn í júlí, nánari dags. ákveðin síðar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40
Jón Ó. Vilhjálmsson Guðmundur Elíasson Margrét Einarsdóttir
Pétur Skarphéðinsson Gunnar Þorkelsson Elsa Ingjaldsdóttir