73. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 15. mars 2005

73. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
 

15. mars 2005 kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Pétur Skarphéðinsson, Bergur E. Ágústsson, Guðmundur Elíasson, Gunnar Þorkelsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

Elín Björg Jónsdóttir og Margrét Einarsdóttir boðuðu forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1
 

Lundinn – veitingahús ehf.
 
900 Vestmannaeyj
 
Eigendaskipti
 

2
 

Mánabar
 
900 Vestmannaeyj
 
Endurnýjun
 

3
 

Íþróttahúsið Flúðum
 
845 Flúðir
 
Endurnýjun
 

4
 

Leikskólinn Undraland
 
845 Flúðir
 
Endurnýjun
 

5
 

Flúðaskóli
 
845 Flúðir
 
Endurnýjun
 

6
 

Félagsheimili Hrunamanna
 
845 Flúðir
 
Endurnýjun
 

7
 

Hellishólar ehf.
 
861 Hvolsvöllur
 
Eigendaskipti
 

8
 

Alpan hf.
 
820 Eyrarbakka
 
Endurnýjun
 

9
 

Austurveita Ölfusi – Orkuveita Rvk.
 
110 Reykjavík
 
Ný starfsemi
 

10
 

Hlíðarveita Bisk. – Orkuveita Rvk.
 
110 Reykjavík
 
Ný starfsemi
 

11
 

Hitaveita Þorlákshaf. – Orkuv. Rvk.
 
110 Reykjavík
 
Br. á starfsemi
 

12
 

Christiane Grossklaus, Egilst. Vill.
 
801 Selfoss
 
Ný starfsemi
 

13
 

Sorphirðan ehf
 
800 Selfoss
 
Eigendaskipti
 

14
 

Hrauneyjar ehf. v. Hótel Háland
 
851 Hella
 
Ný starfsemi
 

15
 

Vatnsból Gunnbjarnarholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
 
801 Selfoss
 
Ný starfsemi
 

16
 

Vatnsból Skammadal, Mýrdal
 
871 Vík
 
Ný starfsemi
 

17
 

Vatnsból Keldum, Rangárvöllum
 
851 Hella
 
Ný starfsemi
 

18
 

Drífandi –Viðskiptastofan okkar
 
900 Vm.
 
Ný starfsemi
 

Starfsleyfisumsóknir nr 1-8, og 14 samþykktar án athugasemda. Starfsleyfisumsókn nr. 12 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa. Starfsleyfisumsóknir nr. 9-11, 15-17 frestað til næsta fundar. Starfsleyfisumsókn nr. 13 frestað þar til úrbætur hafa farið fram. Samþykkt tímabundi starfsleyfi vegna umsóknar nr. 18 sbr. afgreiðslu bygginganefndar sem gaf út bráðabirgðaleyfi til 30. apríl næstkomandi.

2) Gjaldskrár sveitarfélaga.

i) Gjaldskrá fyrir hirðu og meðhöndlun seyru í Bláskógabyggð. Gjaldskráin miðuð við áætlaðan kostnað. Samþykkt með fyrirvara um að númer samþykktar verði sett inn í gjaldskránna áður en hún verður birt.

Gjaldskráin miðuð við áætlaðan kostnað. Samþykkt með fyrirvara um að númer samþykktar verði sett inn í gjaldskránna áður en hún verður birt. 3) Höllin – Karató ehf.

Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir dags. 26. febrúar sl. ásamt afrit af kæru forsvarsmanna Hallarinnar- Karató ehf. Ennfremur lögð fram greinargerð HES um málið ásamt fylgigögnum.

4) Sveitarfélagið Ölfus v/vatnsverndar Ingólfsfjalli.

Lagt fram bréf Sveitarfélagsins Ölfus dags. 7. mars sl., þar sem óskað er eftir samþykki HS nefndar á breytingu vatnsverndar í Ingólfsfjalli ásamt fylgigögnum frá landeigendum.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að fela framkvæmdastjóra að fá álit sérfræðings á fylgigögnum og rökstuðningi vegna breytinga á vatnsvernd. Ef utanaðkomandi álit reynist samhljóma fyrirliggjandi gögnum telur nefndin ekkert því til fyrirstöðu að verða við beiðni Sveitarfélagsins Ölfuss um breytingu á vatnsvernd í hlíðum Ingólfsfjalls.

5) Gistihúsið Heimir.

Lagt fram bréf Þorkels Húnbogasonar dags. 17. febrúar sl. ásamt svarbréfi HES dags. 23. febrúar sl.

6) Annað:

a) Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Ný gjaldskrá HES hefur tekið gildi með birtingu í Stjótrnartíðindum þann

10. mars sl. Reikningar skv. nýrri gjaldskrá sendir út fyrir páska.

b) Fyrirhuguð úttekt ESA á Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES dags. 2. mars sl. þar sem svarað er spurningum ESA vegna fyrirhugaðarar úttektar ESA á Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Næsti fundur ákveðinn 12. apríl næstkomandi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.00

Jón Ó. Vilhjálmsson

Guðmundur Elíasson

Bergur E. Ágústsson

Ný gjaldskrá HES hefur tekið gildi með birtingu í Stjótrnartíðindum þann

10. mars sl. Reikningar skv. nýrri gjaldskrá sendir út fyrir páska.

b) Fyrirhuguð úttekt ESA á Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES dags. 2. mars sl. þar sem svarað er spurningum ESA vegna fyrirhugaðarar úttektar ESA á Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Næsti fundur ákveðinn 12. apríl næstkomandi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.00

Jón Ó. Vilhjálmsson

Guðmundur Elíasson

Bergur E. Ágústsson

Pétur Skarphéðinsson

Gunnar Þorkelsson

Elsa Ingjaldsdóttir