69. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 2. nóvember 2004

69. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
 

2. nóvember 2004 að Austurvegi 56, Selfossi

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

Bergur E. Ágústsson, Guðmundur Elíasson og Margrét Einarsdóttir boðuðu forföll.

Stefán Guðmundsson hefur sagt sig frá störfum nefndarinnar af persónulegum ástæðum og verður kosið um aðalmann í nefndina á næsta aðalfundi sveitarfélaganna.

Formaður þakkaði Stefáni fyrir samstarfið og óskaði honum velfarnaðar í nýju starfi.

1. Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a. Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1
 

Straumur – Köfun og öryggi
 
900 Vestmannaeyjar
 
Eigendaskipti
 

2
 

Bensínsalan Klettur
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

3
 

Eyja Þóra Einarsdóttir, Moldnúpi
 
861 Hvolsvöllur
 
Endurnýjun
 

4
 

Gistihúsið Heimir –
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

5
 

Pakkhúsið – Hornið ehf.
 
800 Selfoss
 
Br. á starfs.
 

6
 

Hárhúsið ex ehf.
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

7
 

Vöruval ehf.
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

8
 

Flugkaffi
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

9
 

Leikskólinn Sóli
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

10
 

Leikskólinn Kirkjugerði
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

11
 

Leikskólinn Rauðagerði
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

12
 

Eyjabústaðir
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

13
 

Gistiheimilið Hreiðrið
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

14
 

Skólavistun Stjörnusteinum
 
825 Stokkseyri
 
Br. á starfsemi
 

15
 

Við Fjöruborðið
 
825 Stokkseyri
 
Endurnýjun
 
       

17
 

Raggi Rakari
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

18
 

Hársnyrtistofan Strípan
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

19
 

Skýlið ehf.
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

20
 

Hárgreiðslustofa Guðbjargar
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

21
 

IB ehf.
 
800 Selfoss
 
Br. á starfsemi
 

22
 

Spretta ehf.
 
851 Hella
 
Endurnýjun
 

23
 

Tryggvaskáli sjálfseignarstofnun
 
800 Selfoss
 
Ný starfsemi
 

24
 

Goðaland- Vilberg kökuhús
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 21, 22 og 23 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt starfsmanna. Starfsleyfisumsókn nr. 16 dregin til baka. Starfsleyfi vegna umsóknar nr. 14 er veitt tímabundið til júníloka 2004.

b. Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1
 

Ingólfur ferðaþjónusta ehf.
 
801 Selfoss
 
Nýtt
 

2
 

Alþýðuhúsið
 
900 Vestmannaeyjar
 
Nýtt
 

Lögð fram til kynningar.

2. Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til sveitarfélaga.

Lögð fram starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem lögð verður fram á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga þann 13. og 14. nóvember næstkomandi. Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir innihald skýrslunnar og gerði grein fyrir helstu atriðum.

Einnig lögð fram til kynningar skýrsla Samtaka atvinnulífsins um eftirlit með atvinnustarfsemi. Almennar umræður urðu um báðar skýrslunar.

3. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 21. október 2004 varðandi kæru v/efnisvinnslu í Ingólfsfjalli

Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 21. október sl. til Umhverfisráðuneytis vegna kæru landeigenda og rekstaraðila Þórustaðanámu um ákvörðun Skipulagsstofnunar um tilkynningaskyldu efnistökunnar.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands styður ákvörðun Skipulagsstofnunar enda er með þeirri ákvörðun verið að vinna að sjónarmiðum Heilbrigðisnefndar Suðurlands um vatnsvernd og tryggingu gæða og öryggis neysluvatns fyrir íbúa svæðisins.

Þá telur nefndin nauðsynleg að vinnusvæði námunnar verði afgirt til að fyrirbyggja slysahættu vegna útivistar og mannaferða í og við Ingólfsfjall.

4. Óafgreidd mál:

a. Aðalskipulag Hraungerðishrepps

Lögð fram greinargerð sveitarfélagsins varðandi vatnsmál í Hraungerðishreppi dags. 5. október sl. ásamt drögum að umsögn HES til Skipulagsstofnunar varðandi aðalskipulagið.

Heilbrigðisnefnd samþykkir drögin og felur starfsmönnum að ganga frá því.

Lögð fram greinargerð sveitarfélagsins varðandi vatnsmál í Hraungerðishreppi dags. 5. október sl. ásamt drögum að umsögn HES til Skipulagsstofnunar varðandi aðalskipulagið.

Heilbrigðisnefnd samþykkir drögin og felur starfsmönnum að ganga frá því.

5. Flokkun vatna skv. rgl. nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fyrirhugaðri vinnu við flokkun vatna á Suðurlandi og lagði fram grófa kostnaðaráætlun varðandi verkið.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur verkið of viðamikið og stórt til að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands geti farið í það. Til frekari ákvarðanatöku verður að hafa nánari upplýsingar um stærð og umfang verksins ss. fjölda áa, vatna og grunnvatns sem falla undir reglugerðina.

Heilbrigðiseftirliti er falið að afla frekari upplýsinga um umfangið og leggja fyrir nefndina þegar gögn eru tilbúin.

6. Annað:

a. Aðalfundur SASS 13. og 14. nóvember nk.

Dagskrá aðalfundar lögð fram til kynningar. Formaður og framkvæmdastjóri fara á fundinn.

b. Starfsmannamál.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá breyttu vinnulagi vegna tilkomu nýs tölvukerfis og taldi það fyrirkomulag ekki ákjósanlegt. Talaði einnig um þörf á aukningu stöðugilda innan embættisins en starfsmönnum hefur í raun ekki fjölgað í 10 ár þrátt fyrir að eftirlitsskyldum aðilum hefur fjölgað á síðustu 4 árum um 27%.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur auðsýnt að verkefni tengd almennri skrifstofuvinnu hafi aukist og nauðsyn beri til að leysa þau verkefni í samstarfi við SASS, td. með því að ráða sameiginlegan starfmann.

c. Aðgangur Umhverfisstofnunar að niðurstöðum mælinga HES.

Lögð fram drög Umhverfisstofnunar vegna aðgangs hennar að niðurstöðum mælinga sem heilbrigðiseftirlit lætur gera.

Formanni falið að ganga frá drögunum og senda Umhverfisstofnun.

d. Aðalfundur Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fyrirhuguðum fundi SHÍ 4. nóvember nk. en þann fund sitja formenn og framkvæmdastjórar allra heilbrigðiseftirlitssvæða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:50

Jón Ó. Vilhjálmsson

Gunnar Þorkelsson

Pétur Skarphéðinsson

Elsa Ingjaldsdóttir

Dagskrá aðalfundar lögð fram til kynningar. Formaður og framkvæmdastjóri fara á fundinn.

b. Starfsmannamál.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá breyttu vinnulagi vegna tilkomu nýs tölvukerfis og taldi það fyrirkomulag ekki ákjósanlegt. Talaði einnig um þörf á aukningu stöðugilda innan embættisins en starfsmönnum hefur í raun ekki fjölgað í 10 ár þrátt fyrir að eftirlitsskyldum aðilum hefur fjölgað á síðustu 4 árum um 27%.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur auðsýnt að verkefni tengd almennri skrifstofuvinnu hafi aukist og nauðsyn beri til að leysa þau verkefni í samstarfi við SASS, td. með því að ráða sameiginlegan starfmann.

c. Aðgangur Umhverfisstofnunar að niðurstöðum mælinga HES.

Lögð fram drög Umhverfisstofnunar vegna aðgangs hennar að niðurstöðum mælinga sem heilbrigðiseftirlit lætur gera.

Formanni falið að ganga frá drögunum og senda Umhverfisstofnun.

d. Aðalfundur Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fyrirhuguðum fundi SHÍ 4. nóvember nk. en þann fund sitja formenn og framkvæmdastjórar allra heilbrigðiseftirlitssvæða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:50

Jón Ó. Vilhjálmsson

Gunnar Þorkelsson

Pétur Skarphéðinsson

Elsa Ingjaldsdóttir