67. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 7. september 2004

67. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
 

7. september 2004 , kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Stefán Guðmundsson, Bergur E. Ágústsson, Margrét Einarsdóttir, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Guðmundur Elíasson boðaði forföll.

1. Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a. starfsleyfi

a. starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1
 

Bjössabar ehf.
 
900 Vestmannaeyjar
 
Ný starfsemi
 

2
 

Heimagisting Sólvöllum
 
800 Selfoss
 
Ný starfsemi
 

3
 

Art dekurstofa
 
810 Hveragerði
 
Ný starfsemi
 

4
 

Golfklúbburinn Dalbúi
 
801 Selfoss
 
Ný starfsemi
 

5
 

Vatnsveita Stærri-Bæ
 
801 Selfoss
 
Ný starfsemi
 

6
 

Vatnsveita í Krappa
 
860 Hvolsvöllur
 
Ný starfsemi
 

7
 

Vatnsból Melhól, Skaftárhr.
 
880 Kirkjubæjarklaust
 
Ný starfsemi
 

8
 

Vatnsból Þykkvabæ I, Skaftárhr.
 
880 Kirkjubæjarklaust
 
Ný starfsemi
 

9
 

Subway – Stjarnan ehf.
 
800 Selfoss
 
Ný starfsemi
 

10
 

Dröfn snyrtistofa
 
900 Vestmannaeyjar
 
Ný starfsemi
 

11
 

Íþrótta- og kennsluhús F.Su
 
800 Selfoss
 
Ný starfsemi
 

12
 

Sunnulækjarskóli
 
800 Selfoss
 
Ný starfsemi
 

13
 

Ozio – Presthús ehf.
 
900 Vestmannaeyjar
 
Ný starfsemi
 

14
 

Café Júdas – Vaðberg ehf.
 
800 Selfoss
 
Eigendaskipti
 

15
 

Skálinn Þorlákshöfn – Fjölvir ehf.
 
815 Þorlákshöfn
 
Eigendaskipti
 

16
 

Eldstó ehf.
 
860 Hvolsvöllur
 
Br.á húsnæði
 

17
 

Leikskólinn Nónsteinn
 
801 Selfoss
 
Br.á húsnæði
 

18
 

Snyrtistofan Aníta
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

19
 

O.R. v/Nesjavallavikjunar o.fl.
 
801 Selfoss
 
Endurnýjun
 

20
 

Eimskip ehf.
 
900 Vestmannaeyjar
 
Endurnýjun
 

21
 

Leikskólinn Óskaland
 
810 Hveragerði
 
Br.á húsnæði
 

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 5 og 6 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa og að niðurstöður sýnatöku liggi fyrir.

b. tóbakssöluleyfi
 

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1
 

Café Júdas – Vaðberg ehf.
 
800 Selfoss
 
Eigendaskipti
 

Lagt fram til kynningar.

2. Rekstraryfirlit

Lagður fram rekstrarreikningur eftirlitsins til 1. september. Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir helstu tölur. Drög að fjárhagsáætlun þurfa að liggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

3. Málefni Hallarinnar- Karató

Lagt fram bréf Hallarinnar dags. 17. ágúst sl. ásamt meðfylgjandi svari HES og andsvari Hallarinnar dags. 1. september sl. Einnig lagt fram til kynningar bréf HES til Friðbjörns Valtýssonar dags. 23. júlí sl. Einnig niðurstöður mælinga þann 1/9 sl.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir framlögð bréf og niðurstöður mælinga. Kom fram að mælingar utandyra eru ómarktækar. Framkvæmdastjóra falið að leggja fram marktækar mælingar fyrir næsta fund nefndarinnar.

4. Skipulagsmál

Lagðir fram minnispunktar dags. 1. september, unnir af Birgi Þórðarsyni, varðandi eftirfarandi skipulagsmál og umfjöllun þeirra:

A. Aðalskipulag Hraungerðishrepps 2003-2015.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. ágúst sl. þar sem óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar og umsögn á endursendu aðalskipulagi Hraungerðishrepps vegna breytinga á vatnsvernd og frístundabyggðar á fjarsvæði vatnsverndar. Framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna frá sveitarfélaginu um neysluvatnsöflun til framtíðar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Afgreiðslu frestað þar til ofangreindar upplýsingar liggja fyrir.

B. Deiliskipulag fyrir Skálmholt, Villingaholtshreppi – frekari umfjöllun frestað þar til ákvörðun um aðalskipulag Hraungerðishrepps liggur fyrir.

– frekari umfjöllun frestað þar til ákvörðun um aðalskipulag Hraungerðishrepps liggur fyrir. C. Gjábakkavegur – MAU – Afgreiðsla eftirlits án athugasemda.

– Afgreiðsla eftirlits án athugasemda. D. Aðalskipulag Ölfus.

Með vísun í bréf Skipulagsstofnunar dags. 14. júní sl. hefur Landmótun, f.h. sveitarfélagsins Ölfuss, óskað eftir umsögn heilbrigðisnefndar vegna legu reiðvegar ofan vatnsbóla í Ingólfsfjalli.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur þörf á að árétta og að fram komi í greinargerð með aðalskipulagi að við útreiðar á reiðstígum gegnum grannsvæði skuli ávallt gætt fyllstu aðgæslu og ekki áð að óþörfu. Með því móti er takmörkuð áhætta á hugsanlegri mengun en jafnframt gamalli þjóðleið haldið opinni fyrir útivist.

5. Mál til kynningar:

Lögð fram eftirfarandi bréf til kynningar:

A. Bréf Umhverfisstofnunar dags. 20. ágúst 2004 um matvælaeftirlit 2005.

B. Bréf HES til eftirlitsaðila varðandi starfsleyfi.

C. Tilkynning frá SASS um aðalfund samtakanna 13. og 14. nóvember nk. í Vestmannaeyjum.

D. Afrit af bréfi Landbúnaðarráðuneytis til Umhverfisráðuneytis, dags. 5. ágúst sl. þar sem undanþágubeiðni til brennslu úrgangs vegna riðuveiki er hafnað.

Ákveðið að halda næsta fund nefndarinnar 1. þriðnjudag í október.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.40

Jón Ó. Vilhjálmsson
Stefán Guðmundsson
Margrét Einarsdóttir
Bergur E. Ágústsson
Gunnar Þorkelsson
Elsa Ingjaldsdóttir
Pétur Skarphéðinsson