66. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 21. júlí 2004

66. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn 21. júlí 2004 kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Stefán Guðmundsson, Bergur E. Ágústsson, Margrét Einarsdóttir og Elsa Ingjaldsdóttir. Gunnar Þorkelsson, Guðmundur Elíasson og Pétur Skarphéðinsson. boðuðu forföll.

Jón Ó. Vilhjálmsson, Stefán Guðmundsson, Bergur E. Ágústsson, Margrét Einarsdóttir og Elsa Ingjaldsdóttir. Gunnar Þorkelsson, Guðmundur Elíasson og Pétur Skarphéðinsson. boðuðu forföll. 1. Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a. Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Vegagerðin v/ vinnubúða

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

2

Eldhestar v/hestaleigu og gistiskála

810 Hveragerði

Endurnýjun

3




4

Geirland ehf.

880 Kirkjubæjarkl.

Eigendaskipti

5

Kristján X ehf.

850 Hella

Endurnýjun

6

Sögusetrið

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

7

Ljósafosslaug

801 Selfoss

Eigendaskipti

8

Shellskálinn Laugarási

801 Selfoss

Eigendaskipti

9

Jón Guðmundsson ehf.

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

10

Jóhann ehf.

801 Selfoss

Endurnýjun

11

Árhús ehf.

850 Hella

Br.á húsnæði

12

Kynnisferðir ehf., Húsadal, Þórsmörk

861 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

13

Kynnisferðir ehf.

800 Selfoss

Eigendaskipti

14

Holræsa- og stífluþjónusta

800 Selfoss

Endurnýjun

15

Vélsmiðja Suðurlands ehf.

800 Selfoss

Eigendaskipti

16

Vélsmiðja Suðurlands ehf.

860 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

17

Sundlaugin Flúðum

845 Flúðir

Endurnýjun

18

Vínbúð ÁTVR

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

19

Shellskálinn – Bugnir ehf.

825 Stokkseyri

Endurnýjun

20

Ingólfur ferðaþjónusta ehf.

801 Selfoss

Eigendaskipti

21

Línu matvæli ehf.

800 Selfoss

Eigendaskipti

22

Ísbúðin Kjarnanum, Skelmir ehf.

800 Selfoss

Eigendaskipti

23

Sumar á Selfossi

800 Selfoss

Tímabundið leyfi

24

Eldstó ehf.

860 Hvolsvöllur

Br.á húsnæði

25

Kaffi – Skans

900 Vestmannaeyjar

Tímabundið leyfi

26

Klettur kaffi krá

801 Selfoss

Endurnýjun

27

Reiðskólinn Lyngfelli

900 Vestmannaeyjar

Ný starfsemi

28

Bensínorkan ehf.

810 Hveragerði

Ný starfsemi

29

Hestaleigan Syðra-Langholti

801 Selfoss

Ný starfsemi

30

Árborg v/Íþróttavöllurinn á Selfossi

800 Selfoss

Ný starfsemi

31

Viola snyrtistofa

845 Flúðir

Ný starfsemi

32

Ferðaþjónustan Steig

871 Vík

Ný starfsemi

33

Veiðihúsið Syðri-Steinsmýri

880 Kirkjubæjarklaustur

Ný starfsemi

34

Hestaleiga Gunnars

900 Vestmannaeyjar

Ný starfsemi

35

Kleinuvagninn

109 Reykjavík

Ný starfsemi

36

Byko

800 Selfoss

Ný starfsemi

37

Golfskálinn Snússa, Ból-Félagar ehf

845 Flúðir

Ný starfsemi

38

Litla Tattoo stofan

900 Vestmannaeyjar

Ný starfsemi

39

Gisting Ásólfsstöðum

801 Selfoss

Ný starfsemi

40

Vínbúð ÁTVR

880 Kirkjubæjarklaustur

Ný starfsemi

41

Jens Gíslason- kartöflupökkun

851 Hella

Ný starfsemi

41

Guðlaugur Guðmundsson – grænmetispökkun

801Selfoss

Ný starfsemi

42

Frostfiskur

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

43

Þykkvabæjarklaustur v/vatnsbóls

880 Kirkjub.klaustur

Ný starfsemi









Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 41, og 43 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa og nr. 38 frestað þar til tilskilin gögn liggja fyrir.

b. Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Ísbúðin Kjarnanum, Skelmir ehf.

800 Selfoss

Eigendaskipti

Lagt fram til upplýsinga.

c. Samræmd starfsleyfisskilyrði HES og UST fyrir:

i. baðstofur sem reknar eru utan sundstaða

ii. heimili og stofnanir fyrir börn og unglinga

iii. hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði

Starfsleyfisskilyrðin samþykkt.

2. Vinnuyfirlit

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir gang reglubundins eftirlits en ekki er hægt að koma með nákvæmar tölulegar upplýsingar þar sem nýtt tölvukerfi skilar ólíkum upplýsingum. Greindi Elsa frá að áhersla er á að sinna eftirlitsskildum aðilum og því ekki verið hægt að sinna öðrum verkefnum ss. könnunarverkefnum vegna fráveitumála fyrir sveitarfélög, ríki og einstaklinga.

Ráðinn var starfskraftur í sumarafleysingar sem sinnir almennu heilbrigðiseftirliti.

Heilbrigðisnefnd leggur til að framkvæmdastjóra sé falið að kanna hvort möguleiki sé á samvinnu við Svæðisvinnumiðlun um átaksverkefni vegna nýrra þjónustuverkefna.

3. Eftirlitsverkefni UST og HES

Lagt fram til kynningar eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar sem heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga vinnur og kostar ma. sýnatökukostnað sem gera verður ráð fyrir í fjárhagsáætlunum þeirra.

4. Málefni Hallarinnar- Karató

Bréf formanns HS dags. 26. maí sl. sem svarbréf til Friðbjörns Valtýssonar lagt fram til kynningar. Einnig lagt fram bréf Friðbjörns Valtýssonar dags. 7. júní sl. ásamt svarbréfi HES dags. 10. júní sl.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá eftirliti starfsmanna og svörum frá forsvarsmönnum fyrirtækisins.

Eftirfarandi bókað:

Heilbrigðisnefnd Suðurlands ítrekar að skilað verði inn niðurstöðum á endurstillingu tækisins og fer fram á að þær berist eigi síðar en 15. ágúst næstkomandi. Að öðrum kosti mun nefndin beita þvingunarðgerðum sbr. 26. grein laga nr. 7/1998 um hollustuhætti.

Ennfremur felur nefndin formanni og framkvæmdastjóra að svara Friðbirni Valtýssyni og benda á kærurétt vegna ákvaranatöku nefndarinnar.

5. Málefni gistiheimilisins Heimis

Lagt fram bréf Nestor lögmanna, dags. 22. júní sl., ítrekað 14. júlí sl., varðandi málefni gistiheimilisins Heimis og meints hávaða frá skemmtistaðnum Prófastinum. Ennfremur lagðar fram eftirlitsskýrslur og bréf heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið í ár vegna Prófastsins.

Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu ásamt umbeðnum upplýsingum.

6. Skipulagsmál

Lagt fram til umfjöllunar og kynningar eftirfarandi:

a. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2003-2015

b. Aðalskipulag Gaulverjabæjarhrepps 2003-2015

c. Aðalskipulag Þingvallasveitar 2004-2016

d. Aðalskipulag Hraungerðishrepps 2003-2015, breytingar.

Einnig lagðir fram meðfylgjandi minnispunktar HES, unnir af Birgi Þórðarsyni varðandi ofangreind skipulagsmál.

Starfsmönnum falið að vinna að afgreiðslu erinda og gera athugasemdir er lúta að málaflokkum embættisins ef þörf er á.

7. Efnistaka í Ingólfsfjalli

Lagt fram bréf HES dags. 28. maí sl. þar sem fram kemur bókun nefndarinnar um að ekki er fallist á afléttingu vatnsverndar í Ingólfsfjalli ásamt svarbréfi sveitarfélagsins Ölfus dags. 7. júní sl. þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar.

Einnig lagt fram bréfi frá sveitarfélaginu Árborg dags. 3. júní sl. þar sem áréttað eru fyrri röksemdir bæjarráðs við m.a. verndun vatnsbóla við Ingólfsfjall.

Einnig lögð fram 2 bréf Skipulagsstofnunar frá 14. júní sl. um sama mál.

Óskað var eftir frekari gögnum frá Skipulagsstofnun, sveitarfélaginu Ölfus og Umhverfisráðuneyti sem lögð eru fram til kynningar.

Eftirfarandi bókað:

Með svari sveitarfélagsins dags. 7. júní sl. þar sem ekki er gerð athugasemd við afgreiðslu Heilbrigðisnefndar Suðurlands varðandi vatnsverndarsvæði í Ingólfsfjalli lítur Heilbrigðisnefnd Suðurlands svo á að fallist sé á þá ákvörðun að vatnsvernd verði eins og fram kemur í þeim gögnum er lögð voru fram til umsagnar embættisins árið 2003 enda er tekið undir það sjónarmið í bréfi Skipulagsstofnunar þann 14. júní sl.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur nauðsynlegt að óska eftir fundi með Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneyti varðandi atriði er lúta að vatnsvernd og verndun neysluvatns í og við Þórustaðanámu. Framkvæmdastjóra falið að vinna að því.

8. Mál til kynningar

a. Umsögn um undanþágu vegna brennu v/riðu – Meðfylgjandi bréf UST dags. 6. júní sl ásamt afgreiðslu HES. Lagt fram til kynningar

b. Bréf frá bæjarstjóranum í Ölfusi dags 25. maí sl. ásamt svarbréfi HES dags. 3. júní sl. Lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar. – Meðfylgjandi bréf UST dags. 6. júní sl ásamt afgreiðslu HES. Lagt fram til kynningar b. Bréf frá bæjarstjóranum í Ölfusi dags 25. maí sl. ásamt svarbréfi HES dags. 3. júní sl. Lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.40

Jón Ó. Vilhjálmsson Stefán Guðmundsson Margrét Einarsdóttir

Bergur E. Ágústsson Elsa Ingjaldsdóttir