65. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 26. maí 2004
65. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn
26. maí 2004 kl. 13.00 að Strandvegi 50, Vestmannaeyjum.
Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Stefán Guðmundsson og Elsa Ingjaldsdóttir.
Guðmundur Elíasson, Pétur Skarphéðinsson og Margrét Einarsdóttir boðuðu forföll.
Bergur E. Ágústsson kom inn á fund í lið 5. Ennfremur sat fundinn Rut Áslaugsdóttir, heilbrigðisfulltrúi Vestmannaeyjum.
1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
a) starfsleyfi
a) starfsleyfi
Nr
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
Cafe barinn
|
800 Selfoss
|
Eigendaskipti
|
2
|
Golfskálinn Selfossi
|
800 Selfoss
|
Eigendaskipti
|
3
|
Jóhann ehf. v/gistiheimilið Nónsteinn
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
4
|
Áhugafélagið Húsið
|
900 Vestm.eyj
|
Endurnýjun
|
5
|
Ozone – Unnur ehf.
|
800 Selfoss
|
Eigendaskipti
|
6
|
Úrvals eldhús ehf.
|
810 Hveragerði
|
Ný starfsemi
|
7
|
Pizzavagninn
|
801 Selfoss
|
Ný starfsemi
|
8
|
Þrastaskógur ehf.
|
801 Selfoss
|
Ný starfsemi
|
9
|
Bónus
|
810 Hveragerði
|
Ný starfsemi
|
10
|
Kaffi Kidda Rót, JK Gæðaveitingar ehf.
|
810 Hveragerði
|
Ný starfsemi
|
11
|
Ís-Mynd, Video-fæði ehf.
|
810 Hveragerði
|
Ný starfsemi
|
12
|
Veiðisafnið ses.
|
825 Stokkseyri
|
Ný starfsemi
|
13
|
Góð Gæði ehf.
|
851 Hella
|
Ný starfsemi
|
14
|
Landsmót hestamanna ehf.
|
104 Reykjavík
|
Tímab. leyfi
|
15
|
Kristín Guðmunds. v/veitinga á landsmóti
|
850 Hella
|
Tímab. leyfi
|
16
|
Götusmiðjan Akurhóli
|
851 Hella
|
Ný starfsemi
|
Öll starfsleyfin samþykkt, nema 8, 10, 14 og 15 einungis samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt. Samþykkt að gefa starfsleyfi vegna Áhugafélagsins Hússins til eins árs til reynslu ma. vegna hávaðavarna.
b) tóbakssöluleyfi
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
|
Cafe barinn
|
800 Selfoss
|
Eigendaskipti
|
||
Þrastaskógur ehf.
|
801 Selfoss
|
Nýtt
|
||
Kertasmiðjan ehf.
|
801 Selfoss
|
Nýtt
|
Lagt fram til upplýsinga.
c) Samræmd starfsleyfisskilyrði HES og UST fyrir hestaleigur og reiðskóla og starfsemi með dýr lögð fram.
Starfsleyfisskilyrðin samþykkt til notkunar á svæði Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fyrir ofannefnda starfsemi.
2) Rekstraryfirlit
Lagt fram rekstraryfirlit frá áramótum til dagsins í dag. Staðan skv. áætlun.
3) Samþykktir og gjaldskrár sveitarfélaga.
a) Samþykkt um vatnsvernd í Hrunamannahreppi.
Samþykkt án athugasemda en Heilbrigðisnefnd Suðurlands bendir á að nauðsynlegt sé að kortlagning verndarsvæða liggi fyrir sem fyrst og fari inn í aðalskipulag sveitarfélagsins.
b) Gjaldskrá um sorphirðu í Hrunamannahreppi.
Gjaldskráin samþykkt með fyrirvara um að framkvæmdastjóri geri nauðsynlegar lagfæringar á gjaldskránni í samráði við sveitarstjóra Hrunamannahrepps ásamt því að fá sendan rökstuðning fyrir álagningu gjaldanna.
a) Samþykkt um vatnsvernd í Hrunamannahreppi.
Samþykkt án athugasemda en Heilbrigðisnefnd Suðurlands bendir á að nauðsynlegt sé að kortlagning verndarsvæða liggi fyrir sem fyrst og fari inn í aðalskipulag sveitarfélagsins.
b) Gjaldskrá um sorphirðu í Hrunamannahreppi.
Gjaldskráin samþykkt með fyrirvara um að framkvæmdastjóri geri nauðsynlegar lagfæringar á gjaldskránni í samráði við sveitarstjóra Hrunamannahrepps ásamt því að fá sendan rökstuðning fyrir álagningu gjaldanna.
4) Málefni Hallarinnar – Karató.
Lagt fram bréf Sigmars Georgssonar dags. 23.apríl sl. sem svarbréf við bréfi embættisins dags. 13. apríl sl. Einnig lagt fram bréf Friðbjörns Ó. Valtýssonar dags. 11. maí sl ásamt fylgigögnum.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands fer fram á frekari staðfestingu á bilun tækisins frá fyrirtækinu Exton. Ennfremur fer nefndin fram á að fyrir næsta dansleik 5. júní næstkomandi verði tækið endurstillt skv. fyrri kröfum og staðfesting um það send Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Ef hljóðdempari virkar ekki sem skildi er Heilbrigðiseftirliti Suðurlands heimilt að hefja feril þvingunaraðgerðir að nýju.
Formanni falið að svara Friðbirni skv. umræðu fundarins.
5) Bréf sveitarfélagsins Ölfus dags. 28. apríl varðandi afléttingu vatnsverndar. Einnig lögð fram gögn heilbrigðiseftirlitsins ( kort) ásamt nýrra korti frá Landmótun, þar sem efnistaka Í Ingólfsfjalli er skilgreind/teiknuð á stærra svæði.
Einnig lögð fram gögn heilbrigðiseftirlitsins ( kort) ásamt nýrra korti frá Landmótun, þar sem efnistaka Í Ingólfsfjalli er skilgreind/teiknuð á stærra svæði. Eftirfarandi var bókað:
"Heilbrigðisnefnd Suðurlands fellst ekki á afléttingu vatnsverndar í Ingólfsfjalli fyrr en að undangengnu mati á Umhverfisáhrifum ásamt úrskurði Skipulagsstofnunar eða að fyrir liggi framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins ásamt upplýsingum um að aflétting vatnsverndar og námasvæði uppi á fjallinu hafi ekki áhrif á vatnsbúskap, neysluvatnsgæði og magn þess til framtíðar.
Ennfremur beinir Heilbrigðisnefndin þeim tilmælum til sveitarfélagsins að hlutast verði til um að rekstraraðilar takmarki aðgang að námunni og afmarki hana m.a. til að fyrirbyggja slysahættu".
Við afgreiðslu á þessum lið sat Stefán Guðmundsson hjá sökum vafa á hæfi.
6) Bréf Umhverfisráðuneytis dags. 17. maí þar sem óskað er eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Suðurlands um undanþágu frá reglugerð ásamt afriti af bréfi yfirdýralæknis þar sem óskað er eftir að fá að urða hugsanlega smitaðan úrgang vegna riðuveiki í Ölfusi.
Eftirfarandi var bókað:
"Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur ekki hægt, að svo komnu máli, að taka afstöðu til erindisins þar sem allar nauðsynlegar upplýsingar liggja ekki fyrir. Óskað er hér með eftir að gögn er innihalda upplýsingar um fjölda bæja, magn úrgangs og eðli hans verði sent embættinu sem fyrst og er framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu í samræmi við ofanbeðnar upplýsingar og umræðu á fundinum."
7) Bréf Nestor lögmanna dags. 5. maí varðandi Gistiheimilið Heimir, Vm. Eftirfarandi var bókað:
Eftirfarandi var bókað: "Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur að málefni Gistiheimilisins Heimis og skemmtistaðarins Prófastsins varðandi hávaðavarnir hafi verið lokið að hennar hálfu með þeim kröfum sem settar voru til lækkunar hávaða. Því telur nefndin ekki ástæðu til lokunar starfseminnar nú þegar sbr. beiðni yðar, en felur starfsmönnum sínum að kanna málið frekar og fylgja kröfum um úrbætur eftir ef þörf er á."
8) Mál til upplýsinga og kynningar:
a) Sumarafleysingar/sumarfrí starfsmanna.
b) Vorfundur forstöðumanna UST og framkvæmdastjóra HES.
a) Sumarafleysingar/sumarfrí starfsmanna.
b) Vorfundur forstöðumanna UST og framkvæmdastjóra HES.
9) Önnur mál.
a) Staðsetning atvinnuflutningstækja í íbúðarrými.
Bergur E. Ágústsson greindi frá máli er varðar staðsetningu flutningsbíls inni í íbúðarhverfi en staðsetning veldur tilheyrandi mengun og hávaða. Umræður urðu um aðgerðar og þvingunarúrræði í slíkum málum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.40
a) Staðsetning atvinnuflutningstækja í íbúðarrými.
Bergur E. Ágústsson greindi frá máli er varðar staðsetningu flutningsbíls inni í íbúðarhverfi en staðsetning veldur tilheyrandi mengun og hávaða. Umræður urðu um aðgerðar og þvingunarúrræði í slíkum málum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.40
Jón Ó. Vilhjálmsson Stefán Guðmundsson Gunnar Þorkelsson
Bergur E. Ágústsson Elsa Ingjaldsdóttir Rut Áslaugsdóttir