63. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 24. mars 2004
63. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn 24. mars 2004 kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi. Mætt: Jón Vilhjálmsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Stefán Guðmundsson, Bergur Ágústsson, og Elsa Ingjaldsdóttir.
Margrét Einarsdóttir boðaði forföll.
1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
a) Starfsleyfi
Mætt: Jón Vilhjálmsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Stefán Guðmundsson, Bergur Ágústsson, og Elsa Ingjaldsdóttir.
Margrét Einarsdóttir boðaði forföll.
1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
a) Starfsleyfi
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
Athvarf Þórsheimili
|
900 Vestmannaey
|
Br. á húsn.
|
2
|
Hársyrtistofan Hárfínt
|
850 Hella
|
Eigendaskipti
|
3
|
Farfuglaheimilið Hvoll
|
880 Kirkjubæjarkl.
|
Endurnýjun
|
4
|
Bakstur og veisla
|
900 Vestmannaey.
|
Eigendaskipti
|
5
|
Kjúklingabúið Bræðrabóli ehf., Bræðrabóli
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
6
|
Kjúklingabúið Bræðrabóli ehf., Lindarbæ
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
7
|
Skeljungur hf. Faxastíg 36
|
900 Vestmannaey.
|
Endurnýjun
|
8
|
Rebekka – Rut ehf.
|
900 Vestmannaey.
|
Eigendaskipti
|
9
|
Landflutningar – Samskip
|
800 Selfoss
|
Br. á húsnæði
|
Starfsleyfin samþykkt án athugasemda.
b) Tóbakssöluleyfi
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
Verslunin Hornið
|
800 Selfoss
|
Eigendaskipti
|
Lagt fram til kynningar.
2) Yfirlit
a) Rekstur.
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir rekstrarreikning HES en fram kom búið er að senda út eftirlitsgjöld fyrir árið í ár ásamt hlutdeildarkostnaði til sveitarfélaganna.
Elsa greindi einnig frá nýju tölvukerfi sem verið er að taka í notkun þessa dagana en yfirlit vegna eftirlits bíður þar til hægt er að keyra upplýsingar út úr kerfinu.
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir rekstrarreikning HES en fram kom búið er að senda út eftirlitsgjöld fyrir árið í ár ásamt hlutdeildarkostnaði til sveitarfélaganna.
Elsa greindi einnig frá nýju tölvukerfi sem verið er að taka í notkun þessa dagana en yfirlit vegna eftirlits bíður þar til hægt er að keyra upplýsingar út úr kerfinu.
3) Samþykktir og gjaldskrár sveitarfélaga.
a) Gjaldskrá fyrir hirðu og meðhöndlun seyru í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Lögð fram til staðfestingar.
4) Bréf Umhverfisráðuneytis dags. 27. febrúar 2004 ásamt afrit af bréfi Yfirdýralæknis varðandi urðun á smitandi úrgangi vegna riðuveiki.
. Eftirfarandi bókun gerð:
" Í meðfylgjandi erindi Yfirdýralæknis kemur fram rökstuðningur fyrir undanþágu vegna förgunar hugsanlega smitandi úrgangs sem Heilbrigðisnefnd Suðurlands getur tekið undir.
Þó vill nefndin benda á afgreiðslu embættisins á fyrri stigum málsins sbr. bréf þess, meðfylgjandi gögnum, en ákvörðun í því byggðist m.a. á umsögn Umhverfisstofnunar. Ljóst er að umsgögn vegna hugsanlegar undanþágu byggir á mati en ekki lögum og reglum.
Við veitingu slíkrar undanþágu er Heilbrigðisnefnd Suðurlands ljóst að slíkt myndi auka hugsanlega áhættu á smiti og mengun en fellst á rök embættis Yfirdýralæknis og leggst ekki gegn veitingu undanþágunnar.
Hins vegar vill nefndin beina þeim tilmælum til ráuneytisins að gerðar verða samræmdar verklagsreglur af viðkomandi aðilum varðandi förgun á slíkum úrgangi.
Að endingu er vísað í 15. grein reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs og farið fram á að fullt samráð verði haft við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands varðandi hugsanlega förgun úrgangsins."
4) Bréf HES dags. 2. mars 2004 til Hallarinnar/Karató og staða mála.
Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá og fór yfir stöðu málsins frá síðasta fundi nefndarinnar en niðurstöður mælinga, sem gerðar voru þann 29. febrúar sl., sýna að úrbætur hafa ekki skilað því sem skildi. Áfram verður unnið í málinu.
5) Bréf Friðbjörns Valtýssonar, dags. 4. mars 2004 til Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Innhald bréfs kynnt og framkvæmdastjóra falið að upplýsa bréfritara skv. umræðu á fundinum.
6) Starfsumsóknir og tilhögun eftirlits í Vm.
Bergur E. Ágústsson vék af fundi meðan fjallað var um umsóknirnar.
Kynntar voru umsóknir um starf um auglýst starf heilbrigðisfulltrúa með aðsetur í Vestmannaeyjum en 4 sóttu um stöðuna.
Elsa Ingjaldsdóttir lagði til að Rut Áslaugsdóttir yrði ráðin í starfið.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands frestaði ráðningu til 28. mars nk. meðan aflað væri frekari upplýsinga.
Bergur kom aftur inn á fund.
Jón Vilhjálmsson fór yfir húsnæði og aðbúnað sem heilbrigðiseftirlit þarf á að halda í Vestmannaeyjum. Formanni og framkvæmdstjóra falið að leita eftir samningi um húsnæði og aðstöðu við samstarfsnefnd Vestmannaeyjabæjar og Háskóla Íslands.
7) Mál til upplýsinga og kynningar.
a) Bréf HES dags. 24. febrúar 2004 til OR v/virkjunar Hellisheiði.
. Lagt fram til kynningar.
8) Bréf HES dags. 23. febrúar 2004 til Ölfus v/fráveituáætlun.
. Lagt fram til kynningar.
Jón Ó. Vilhjálmsson Pétur Skarphéðinsson Gunnar Þorkelsson
Stefán Guðmundsson Bergur E. Ágústsson Elsa Ingjaldsdóttir