62. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 18. febrúar 2004

62. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn 18. febrúar 2004, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Vilhjálmsson, formaður, Margrét Einarsdóttir, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Stefán Guðmundsson, Bergur Ágústsson símleiðis og

Elsa Ingjaldsdóttir. Guðmundur Elíasson boðaði forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Bensínorkan ehf.

800 Selfoss

Eigendaskipti

2

Stjörnugrís hf.

801 Selfoss

Eigendaskipti

3

Förgun ehf.

801 Selfoss

Eigendaskipti

4

Fiskverkunin Lóndrangar

900 Vestm.eyjar

Ný starfsemi

5

Flúðasnakk

845 Flúðir

Ný starfsemi

6

OR v. virkjunar á Hellisheiði

110 Reykjavík

Ný starfsemi

7

Artic Hótel v/Hótels Arkar

810 Hveragerði

Eigendaskipti

8

Norðurvör-Fet ehf.

851 Hella

Ný starfsemi

Starfsleyfi 1-5 samþykkt án athugasemda.

Starfsleyfi nr. 7 og 8 samþykkt með fyrirvara um að starfsemin standist jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

Starfsleyfi nr. 6, OR v/virkjunar á Hellisheiði, frestað þar til úrskurður Skipulagsstofnunar liggur fyrir. Framkvæmdastjóra falið að staðfesta móttöku á umsókn ásamt upplýsingum um verklagsferli við innlagða umsókn og áframhaldandi vinnu við starfsleyfið.

2) Yfirlit eftirlits ásamt samanburði milli ára (2000-2003)

a) Eftirlit

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir gang reglubundins eftirlits það sem af er árinu og greindi einnig frá framvindu verks við nýtt tölvukerfi. Taldi hún það myndi bæta yfirsýn og utanumhald mála mjög mikið.

b) Samanburður

Lagt fram samanburðaryfirlit yfir heilbrigiðiseftirlit frá árinu 2000 til og með 2003 ásamt settum markmiðum og tíðni eftirlits. Greindi Elsa nánar frá einstökum þáttum samanburðarins. Kom fram að eftirlit í fyrirtæki hefur aukist jafnt og þétt á þessu tímabili að meðaltali um 20% á ári

3) Samþykktir og gjaldskrár sveitarfélaga

a) Samþykkt um sorphreinsun í Skaftárhreppi.

Samþykktin samþykkt án athugasemda.

b) Gjaldskrá um sorphreinsun í Skaftárhreppi.

Samhljóða gjaldskrá tekin fyrir á á síðasta fundi nefndarinnar en þar sem fyrir liggur ný samþykkt er gjaldskráin samþykkt með fyrirvara um breytingar, þe. vísun í nýja samþykkt sem gjaldskráin byggir á.

c) Gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Árborg.

Gjaldskráin staðfest án athugasemda.

d) Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Samþykkt án athugasemda.

4) Málefni Ljósheima.

Lagt fram bréf frá HSS dags. 30. janúar 2004 þar sem farið er fram á mánaðarfrest til að skila inn framkvæmdaáætlun sbr. bréf embættisins frá 17. desember 2003 vegna Ljósheima. Ennfremur óskað eftir sama fresti til að skila inn framkvæmdaáætlun um úrbætur vegna Sogns, réttargeðdeildar.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að veita stjórn HSS frest til 1. apríl nk. til að skila inn framkvæmdaáætlunum sbr. ofannefnt bréf fyrir Ljósheima og réttargeðdeilarinnar að Sogni.

5) Höllin – Karató.

Lagt fram bréf frá Höllinni-Karató dags. 9. febrúar 2004 þar sem fram koma úrbætur er gerðar hafa verið vegna hávaðamála. Einnig lagður fram tölvupóstur dags. 9. febrúar sl., frá byggingafulltrúa um sama mál.

Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um framkvæmdir fellst Heilbrigðisnefnd Suðurlands á að að aflétta þeim þvingunraðgerðum sem settar voru fram í síðasta bréfi embættisins en leggur jafnfram áherslu á að áfram verði gerðar mælingar á hljóðmengun frá starfseminni.

6) Breytingar á heilbrigðiseftirliti í Vestmannaeyjum.

Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, dags. 30. janúar sl. og bréf til Vestmannaeyjabæjar og SASS dags. sama dag.

Formaður og framkvæmdastjóri greindi frá stöðu málsins.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir samhljóða að auglýsa í starf heilbrigðisfulltrúa í Vestmannaeyjum og er framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.

7) Mál til upplýsinga og kynningar:

a) Ársreikningur HES 2003 – Lagður fram til kynningar.

b) Förgun á smitandi úrgangi – Lagt fram bréf HES dags. 4. febrúar sl. til hérðasdýralæknis varðandi förgun á smitandi úrgangi vegna riðuveiki.

– Lagt fram bréf HES dags. 4. febrúar sl. til hérðasdýralæknis varðandi förgun á smitandi úrgangi vegna riðuveiki. c) Eftirlitsverkefni UST 2003 – Lagt fram til kynningar.

– Lagt fram til kynningar. – Lagður fram til kynningar. b) Förgun á smitandi úrgangi – Lagt fram bréf HES dags. 4. febrúar sl. til hérðasdýralæknis varðandi förgun á smitandi úrgangi vegna riðuveiki.

– Lagt fram bréf HES dags. 4. febrúar sl. til hérðasdýralæknis varðandi förgun á smitandi úrgangi vegna riðuveiki. c) Eftirlitsverkefni UST 2003 – Lagt fram til kynningar.

– Lagt fram til kynningar. Jón Ó. Vilhjálmsson Margrét Einarsdóttir Pétur Skarphéðinsson

Bergur Ágústsson í síma Gunnar Þorkelsson Stefán Guðmundsson

Elsa Ingjaldsdóttir