60. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 10. desember 2003
10. desember 2003, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.
Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, Guðmundur Elíasson, Pétur Skarphéðinsson, Stefán Guðmundsson, Margrét Einarsdóttir, Bergur Ágústsson og Elsa Ingjaldsdóttir.
1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
a) Starfsleyfi:
Nr. | Nafn | Póstfang | Starfsleyfi |
1 | Suðurlax ehf. | 801 Selfoss | Eigendaskipti |
2 | Olíuverslun Íslands | 815 Þorlákshöfn | Endurnýjun |
3 | Léttkaup, Hótel Selfossi | 800 Selfoss | Bráðabirgðal. |
4 | Reykjagarður hf., alifuglarækt | 110 Reykjavík | Eigendaskipti |
5 | Reykjagarður hf., alifuglasláturhús/vinnsla | 110 Reykjavík | Eigendaskipti |
6 | Sigurbjörg Hermundsdóttir | 800 Selfoss | Endurnýjun |
7 | Snúllabar | 810 Hveragerði | Eigendaskipti |
8 | Dýragarðurinn í Slakka | 801 Selfoss | Br. á starfsemi |
9 | Áhugafélagið Húsið | 900 Vestmannaeyjar | Ný starfsemi |
Starfsleyfi 1-8 samþykkt án athugasemda.
Samþykkt að veita tímabundið starfsleyfi fyrir Áhugafélagið Húsið til 15. janúar 2004 sbr. afgreiðslu Skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyjabæjar þann 7. nóvember sl. Ennfremur skal takmarka opnunartíma við 23.00 á kvöldin. Heilbrigðisnefnd Suðurlands mun endurskoða tíma starfsleyfis eftir frekari umfjöllun Skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyjabæjar.
2) Yfirlit.
a) Eftirlit:
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir og greindi frá gangi eftirlits. Kom fram að ekki er hægt að nýta vinnuframlag starfsmanna í Vestmannaeyjum á fasta landinu enda áhersla lögð á að klára eftirlit í Vestmannaeyjum.
Elsa greindi líka frá tjóni á öðrum bíl Heilbrigðiseftirlitsins en þar fór betur en á horfðist með ökumann.
b) Rekstur:
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir rekstrarreikning Heilbrigðiseftirlitsins til nóvemberloka. Kom fram að hagnaður fyrir fjármangsliði er mun betri en áætlað var.
3) Mál til upplýsinga og kynningar:
a) Samningur milli HS og RF varðandi Heilbrigðiseftirlit í Vm.
Jón Vilhjálmsson og Elsa Ingjaldsdóttir greindu frá endurnýjuðum samningi við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins um framkvæmd eftirlits út í Vestmannaeyjum. Elsa greindi einnig frá fyrirhuguðum breytingum á starfsemi útibúa RF og áhrifum sem þær kunna að hafa á eftirlitið.
b) Ullarþvottastöðin Ístex hf. – Lagt fram til kynningar.
c) Höllin- Karató – Lagt fram bréf eftirlitsins dags. 20. nóvember sl. ásamt bréfi frá Friðbirni Valtýssyni dags. 23. nóvember sl. þar sem fram kemur að hann telji starfsemi Hallarinnar brot á skipulags- og byggingalögum auk þess að Heilbrigðisnefnd Suðurlands hafi gengið framhjá sömu lögum.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands vill taka skýrt fram að málefni er lúta að skipulags- og byggingalögum og meint brot samkvæmt þeim eru ekki á sviði nefndarinnar og ber að vísa slíkum málum til skipulags- og bygginganefndar viðkomandi sveitarfélags og eftir atvikum til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála. Það ætti því ekki að vekja furðu bréfritara að heilbrigðisnefnd taki ekki á máli sem er á forræði skipulags- og bygginganefndar Vestmannaeyjabæjar.
d) Málefni Ljósheima – Lögð fram bókun stjórnar SASS þann 3. desember sl. þar sem átalin er seinagangur við fjármögnun viðbyggingar við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi og undrun að ráðamenn skuli bjóða sjúklingum og starfsfólki upp á aðstöðu eins og hún er á Ljósheimum.
Einnig lagt fram á fundi vinnuskjal starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurlands varðandi Ljósheima, Selfossi.
Almennar umræður urðu um málið og skoðanaskipti um hvernig beita skuli þvingunarúrræðum.
Elsa Ingjaldsdóttir lagði eftirfarandi bókun fram:
“Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í reglubundnu eftirliti þann 8. desember sl. að Ljósheimum, hjúkrunar- og dvalarheimili, Selfossi gert athugasemdir sem lagðar eru fram á fundinum sem vinnuskjal.
Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands leggja til að Heilbrigðisstofnun Selfossi verði veitt áminning skv. lögum nr. 7/1998 og skili til eftirlitsins tímasettri framkvæmdaáætlun innan stutts frests. Að öðrum kosti leggja heilbrigðisfulltrúar til að athugasemdir verði tímasettar mtt. úrbóta og beitt þvingunaraðgerðum skv. VI. kafla í áðurnefndum lögum.”
Heilbrigðisnefnd Suðurlands tekur undir bókunina og felur starfsmönnum að fylgja málinu eftir með áminningu og innskilum á tímasettri framkvæmdaáætlun fyrir 1. febrúar 2004.
4) Önnur mál.
a) Gjaldskrá fyrir hundahald á Hellu árið 2004 fyrir Rangárþing Ytra.
Samþykkt án athugasemda.
b) Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs árið 2004 fyrir Rangárþing Ytra.
Samþykkt án athugasemda.
c) Virkjun á Hellisheiði – Mat á umhverfisáhrifum.
Lögð fram skýrsla Orkuveitu Reykjavíkur um mat á umhverfisáhrifum en Heilbrigðiseftirlit Suðurlands skal skila inn umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fyrir 30. desember sl.
Elsa Ingjaldsdóttir greindi einnig frá fundum með VGK, OR og sveitarfélaginu Ölfuss vegna málsins. Fór hún stuttlega yfir helstu þætti skýrslunnar og greindi frá áhrifum skiljuvatns í grunnvatnsstrauma. Heilbrigðisnefnd Suðurlands tekur undir sjónarmið Ölfusinga varðandi áhyggjur af verndun grunnvatns og felur starfsmönnum að vinna að umsögn sbr. vilja nefndarinnar.
d) Einstök mál.
Elsa greindi frá eftirliti/gangi einstakra mála og upplýsti nefndarmenn um stöðuna.
i) Vilberg, Vm.
ii) Gistiheimilið Heimir, Vm.
iii) Litla Hraun.
Næsti fundur ákveðinn 21. janúar 2004
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.20
Jón Ó. Vilhjálmsson Guðmundur Elíasson Margrét Einarsdóttir
Pétur Skarphéðinsson Stefán Guðmunsdsson Gunnar Þorkelsson
Bergur Ágústsson Elsa Ingjaldsdóttir