57. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 17. september 2003
17. september 2003 kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.
Mætt: Jón Vilhjálmsson, formaður, Margrét Einarsdóttir, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Elsa Ingjaldsdóttir.
Guðmundur Elíasson boðaði forföll.
1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1 |
Heilsukostur ehf. |
810 Hveragerði |
Br. á húsn. |
2 |
Hótel Flúðir ehf. |
845 Flúðir |
eigendaskipti |
3 |
Vík milli vina |
870 Vík |
eigendaskipti |
4 |
Rekstrarfélag Ölfusborga |
801 Selfoss |
endurnýjun |
5 |
Föndurskúrinn |
800 Selfoss |
Ný starfssemi |
6 |
Ingvar Helgason |
861 Hvolsvöllur |
Ný starfssemi |
7 |
Grænmetismarkaðurinn við lækinn |
845 Flúðir |
Ný starfssemi |
Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 5. en þar er afgreiðslu frestað þar til lokaúttekt hefur farið fram.
2) Gjaldskrár og samþykktir sveitarfélaga.
Samþykkt um kattahald í sveitarfélaginu Árborg
Lögð fram samþykkt um kattahald í sveitarfélaginu Árborg.
Samþykkt án athugasemda.
3) Yfirlit eftirlits.
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir gang reglubundins eftirlits og kom fram að eftir er um 20% af eftirliti ársins , þá aðallega á mengunarsviði og Vestmannaeyjum.
4) Endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fyrirhuguðum aðalfundi SASS en liggja þarf fyrir endurskoðuð fjárhagsáætlun embættisins fyrir þann fund. Framkvæmdastjóra falið að leggja fyrir næsta fund nefndarinnar drög af endurskoðaðri fjárhagsáætlun.
5) Ullarþvottastöðin Ístex hf. – Meðfylgjandi bréf.
Jón Vilhjálmsson fór yfir stöðu málsins og upplýsti fundarmenn um fund með forsvarsmönnum Ístex þann 16. september sl.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands getur ekki orðið við beiðni fyrirtækisins um framlengingu starfsleyfis sbr. bréf þeirra dags. 10. september sl., að óbreyttu, og óskar eftir frekari tímasetttri framkvæmdaáætlun um úrbætur og tilhögun vinnsluferla fyrir næsta fund nefndarinnar þann 15. október nk.
6) Mál til upplýsinga og kynningar:
a) Fráveituframkvæmdir v/Valhöll, Þingvöllum.
Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fráveituframkvæmdum við Hótel Valhöll en þar er verið að setja niður hreinsistöð á fráveituna sem er mikið framfaraskref frá því sem var.
b) Landmannalaugar v/fuglablóðögðu.
Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá gangi mála varðandi sundmannakláðann sem kom upp í Landmannalaugum í ágúst en Laugunum hefur verið lokað tímabundið vegna þess. Kom fram að aðgerðir verða unnar í fullu samráði við sérfræðinga og forsvarsmenn staðarins.
c) Vatnsverndarmál almennt.
Elsa Ingjaldsdóttir fjallaði um skyldu og hlutverk heilbrigðisnefnda við ákvörðun vatnsverndar kringum vatnsból. Hún lagði einnig fram drög að samþykkt um vatnsvernd og óskaði eftir áliti nefndarinnar á áframhaldandi vinnu við málaflokkinn. Heilbrigðisnefndin felur framkvæmdastjóra áframhaldandi vinnu við málið
7) Önnur mál.
a) Mál er lúta að hávaðavörnum.
Elsa greindi nefndarmönnum frá tveimur aðskildum hávaðamálum, annað er varðar Höllina, hitt Gistiheimilið Heimir, Vm., og upplýsti um framgang þeirra.
b) Heilbrigðisnefnd Suðurlands gerir athugasemd við mætingu einstakra fundarmanna og felur framkvæmdastjóra að ítreka fundamætingu eða boðun varamanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00
Jón Ó. Vilhjálmsson Elsa Ingjaldsdóttir Margrét Einarsdóttir
Pétur Skarphéðinsson Sigurður Ingi Jóhannsson Gunnar Þorkelsson