53. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 19. mars 2003

53. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn
 

19. mars 2003 kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður, Guðmundur Elíasson, Pétur Skarphéðinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Þorkelsson, Margrét Einarsdóttir og Elsa Ingjaldsdóttir. Andrés Sigmundsson boðaði forföll.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a) Starfsleyfi:

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Íþróttamiðstöð Ísl. – KHÍ

840 Laugarvatn

Endurnýjun

2

Gufubaðið

840 Laugarvatn

Endurnýjun

3

Blómaborg / Helga Björk ehf.

810 Hveragerði

Endurnýjun

4

Ozone hársdúdíó ehf.

800 Selfoss

Endurnýjun

5

Skeljungur hf.

800 Selfoss

Endurnýjun

6

Heilsugæslustöð Þorlákshafnar

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

7

Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

9

Svínabúið Þórustöðum I

801 Selfoss

Endurnýjun

10

Heilbrigðisstofnunin Selfossi

800 Selfoss

Endurnýjun

11

Kambahraun ehf. – Tían

810 Hveragerði

Br. á húsn.

12

Íslenska vatnsfélagið

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

13

Gistiskálinn Görðum

871 Vík

Endurnýjun

14

Félagslundur, félagsheimili

801 Selfoss

Endurnýjun

15

Landflutningar-Samskip Herjólfsafgr.

815 Þorlákshöfn

Eigendaskipti

16

Hótel Brattholt

801 Selfoss

Endurnýjun

17

Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar

851 Hella

Endurnýjun

18

Sólhver ehf. – Heimasól

810 Hveragerði

Ný starfssemi

19

Meindýravarnir Suðurlands

800 Selfoss

Ný starfssemi

20

Sólfugl ehf.

850 Hella

Ný starfssemi

21

Garðyrkjubúið að Hveratúni sf.

801 Selfoss

Ný starfssemi

22

Flúðasveppir ehf.

845 Flúðir

Ný starfssemi

Starfsleyfi frá 1- 18 samþykkt án athugasemda, starfsleyfi nr. 19 samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn UST við starfsleyfisskilyrðin, en starfsleyfum nr. 21 og 22 frestað þar til samræmd starfsleyfisskilyrði liggja fyrir en sú samræmingarvinna er í gangi hjá HES og UST.

b) Tóbakssöluleyfi:

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Blómaborg / Helga Björk ehf.

810 Hveragerði

Endurnýjun

2

Skeljungur við Suðurlandsveg

800 Selfoss

Endurnýjun

3

Kambahraun ehf. – Tían

810 Hveragerði

Endurnýjun

Samþykkt án athugasemda.

2) Gjaldskrár og samþykktir sveitarfélaga.

a) Samþykkt um hundahald í Bláskógabyggð.

Samþykkt án athugasemda.

b) Gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð.

Samþykkt með fyrirvara um að í gjaldskránni komi fram nr. samþykktar sem hún byggir á.

3) Rekstaryfirlit. – Framkvæmdastjóri kynnti nýja útfærslu á rekstaráætlun til samræmis við ársreiking og fjárhagsáætlun. Kom fram að nú væri hægt að sjá bókhaldstöðu mv. áætlun sbr. bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 15. janúar 2003. Framkvæmdastjóra falið að breyta tölum í bókhaldi í samræmi við fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins.

4) Yfirlit eftirlits.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir gang reglubundins eftirlits.

5) Mál til upplýsinga og kynningar.

a) Staða hávaðamála.

Til upplýsinga og kynningar lögð fram bréf eftirlitsins varðandi málaflokkinn.

b) Leiðbeiningar um rotþrær og siturlagnir – Lagður fram til kynningar nýr bæklingur um rotþrær og siturlagnir gefinn út af UST.

c) Grænt bókhald. – Reglugerð ásamt leiðbeiningum ( handbók) um færslu græns bókhalds gefið út af UST lagt fram til kynningar.

d) Eftirlitsverkefni Hvr og Hes 2002

Lagt fram til kynningar.

6) Önnur mál.

a) Breyting á gjaldskrá – Á fundi stjórnar SASS 5. mars sl. var ákveðið að óska eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Suðurlands vegna breytinga á gjaldskrá. Formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við vilja nefndarinnar.

b) Útsending á lista til aðildarsveitarfélaga yfir eftirlitsskyld fyrirtæki.

Lagt fram til kynningar.

c) Bréf Umhverfisstofnunar dags. 7. mars 2003 um úrskurð Umhverfisráðherra frá 13. desember 2002 um eftirlit með starfsemi RARIK.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.40

Jón Ó. Vilhjálmsson Guðmundur Elíasson Elsa Ingjaldsdóttir

Pétur Skarphéðinsson Margrét Einarsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson

Gunnar Þorkelsson