50. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 15. janúar 2003

50. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn 15. janúar 2003, kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Margrét Einarsdóttir, Guðmundur Elíasson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Andrés Sigmundsson boðaði forföll.

Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Margrét Einarsdóttir, Guðmundur Elíasson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Andrés Sigmundsson boðaði forföll. Formaður bauð nýjan nefndarmann velkominn og gekk til dagskrár.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a) Starfsleyfi:

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Þakkir ehf. v.Ísbúðin Kjarnanum

800 Selfoss

Endurnýjun

2

Garðávextir

851 Hella

Breyting á starfss.

3

Pálmar Guðbrandsson, v.pökkunar Unh.

851 Hella

Ný starfsemi

4

Ármótabúið ehf.

861 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

5

Sléttusvín ehf.

801 Selfoss

Ný starfsemi

Starfsleyfin samþykkt án athugasemda.

b) Tóbakssöluleyfi:

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Þakkir ehf. v.Ísbúðin Kjarnanum

800 Selfoss

Endurnýjun

2

Ármótsbúið ehf.

861 Hvolsvöllur

Nýtt

Tóbakssöluleyfin samþykkt án athugasemda.

2) Gjaldskrár og samþykktir sveitarfélaga.

a) Gjaldskrá vegna hundahalds í Sveitarfélaginu Ölfusi árið 2003.

a) Gjaldskrá vegna hundahalds í Sveitarfélaginu Ölfusi árið 2003.

Samþykkt án athugasemda.

b) Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Sveitarfélaginu Ölfusi árið 2003.

Samþykkt án athugasemda.

c) Samþykkt um sorphirðu í Rangárþingi eystra.

Samþykkt án athugasemda.

d) Gjaldskrá um sorphirðu í Rangárþingi eystra.

Samþykkt án athugasemda.

3) Ársyfirlit eftirlits fyrir 2002.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá gangi reglubundins heilbrigðiseftirlits ársins 2002 og fór yfir með tilliti til markmiða og árangurs undanfarinna ára. Hefur mælanlegur árangur frá árinu 2000 til 2002 farið úr 43% í 99% og er það langt yfir settum markmiðum. Kom fram að starfsmenn hefðu langt allt kapp á að ná þessum góða árangri og vildi Elsa þakka heilbrigðisfulltrúunum vel unnin störf.

4) Samningur við RF.

Jón Vilhjálmsson, formaður fór yfir samninginn en búið er að endurnýja eldri samning við Rf, Reykjavík, um tilhögun heilbrigðiseftirlits í Vestmannaeyjum. Gildir samningurinn til loka árs 2003.

5) Fjárhags- og eftirlitsáætlun ársins 2003.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir eftirlitsáætlun ársins 2003 sem byggir á núgildandi gjaldskrá og fóru formaður og framkvæmdastjóri yfir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2003 skv. fjárhagsramma samþykktum á stjórnarfundi SASS 4. desember 2003. Var fjárhagsáætlunin samþykkt með framsettum breytingum. Heilbrigðisnefnd Suðurlands leggur áherslu á að bókhaldskerfi SASS verði uppfært með þeim hætti að það nýtist, ásamt fjárhagsáætlun, sem stýritæki fyrir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

6) Mál til upplýsinga og kynningar.

a) Hávaðamál í Vestmannaeyjum.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir málið og greindi frá þvingunaraðgerðum sbr. bókun nefndarinnar á síðasta fundi.

a) Hávaðamál í Vestmannaeyjum.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir málið og greindi frá þvingunaraðgerðum sbr. bókun nefndarinnar á síðasta fundi.

b) Starfsleyfi fyrir vatnsveitur, vatnsvernd og sýnataka – Til upplýsinga.

Lögð fram vatnsveituskrá heilbrigðiseftirlitsins og greindi Elsa Ingjaldsdóttir frá áhersluverkefnum á þeim vettvangi.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands hvetur sveitarfélög og eigendur vatnsveitna til að sækja um starfsleyfi sem fyrst og að huga að vatnsverndarsvæðum. Enfremur hvetur Heilbrigðisnefnd Suðulands starfsmenn eftirlitsins til að kynna málið fyrir viðkomandi.

7) Önnur mál.

a) Lög um úrvinnslugjald – til kynningar.

b) Framreiðsla veitinga við tækifærisskemmtanir.

Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti nefndarmenn um atriði er varða kröfur til framreiðslu matvæla og tímabundin starfsleyfi vegna einstakra skemmtana.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 15.20

a) Lög um úrvinnslugjald – til kynningar.

b) Framreiðsla veitinga við tækifærisskemmtanir.

Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti nefndarmenn um atriði er varða kröfur til framreiðslu matvæla og tímabundin starfsleyfi vegna einstakra skemmtana.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 15.20

Jón Ó. Vilhjálmsson Sigurður I. Jóhannsson Guðmundur Elíasson

Margrét Einarsdóttir Gunnar Þorkelsson Pétur Skarphéðinsson

Elsa Ingjaldsdóttir