47. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 16. október 2002

47. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn

16. október 2002, kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður, Andrés Sigmundsson, Margrét Einarsdóttir, Gunnar Þorkelsson og Þórhildur H. Þorleifsdóttir.

Ennfremur Elsa Ingjaldsdóttir.

Guðmundur Elíasson og Pétur Skarphéðinsson boðuðu forföll.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.

Einróma kosinn varaformaður Gunnar Þorkelsson.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Leikskólinn Leikholt

801 Selfoss

Endurnýjun

2

Tjaldsvæði Sandártungu

802 Selfoss

Endurnýjun

3

Garðyrkjustöðin Eden

810 Hveragerði

Endurnýjun

4

Vallaskóli

800 Selfoss

Endurnýjun

5

Félagsheimilið Gimli

825 Stokkseyri

Endurnýjun

6

Leikskólinn Álfheimar

800 Selfoss

Endurnýjun

7

Leikskólinn Ásheimar

801 Selfoss

Endurnýjun

8

Leikskólinn Glaðheimar

802 Selfoss

Endurnýjun

9

Leikskólinn Brimver

820 Eyrarbakki

Endurnýjun

10

Leikskólinn Æskukot

825 Stokkseyri

Endurnýjun

11

Gæsluvöllurinn Dælengi

800 Selfoss

Endurnýjun

12

Bifröst skólavistun

801 Selfoss

Endurnýjun

13

Barnaskólinn Eyrarbakka og Stokkseyri

824 Stokkseyri

Endurnýjun

14

Barnaskólinn Eyrarbakka og Stokkseyri

820 Eyrarbakki

Endurnýjun

15

Gunnarshólmi -grunnskóli og félagsh.

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

16

Hellubíó

850 Hella

Endurnýjun

17

Félagsmiðstöðin Hellu

851 Hella

Endurnýjun

18

Leikskólinn Heklukot

852 Hella

Endurnýjun

19

Grunnskólinn Hellu

853 Hella

Endurnýjun

20

Íþróttahús og Sundlaug

854 Hella

Endurnýjun

21

Leikskólinn Undraland

810 Hveragerði

Endurnýjun

22

Styrkur

800 Selfoss

Endurnýjun

23

Eyjaís ehf.

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

24

Hárgreiðslustofa Ingibjargar

820 Eyrarbakki

Endurnýjun

25

Básinn, Efstalandi

801 Selfoss

Endurnýjun

26

Ferðafélagið Útivist, Básum, Þórsm.

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

27

Ferðafélag Íslands, Þverbrekknamúla

801 Selfoss

Endurnýjun

28

Ferðafélag Íslands, Hvítárnesi

802 Selfoss

Endurnýjun

29

Ferðafélag Íslands, Hlöðuvöllum

803 Selfoss

Endurnýjun

30

Ferðafélag Íslands, Hagavatni

804 Selfoss

Endurnýjun

31

Ferðafélag Íslands, Hrafntinnuskeri

851 Hella

Endurnýjun

32

Ferðafélag Íslands, Nýjadal

852 Hella

Endurnýjun

33

Ferðafélag Íslands, Langadal

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

34

Ferðafélag Íslands, Emstrum

862 Hvolsvöllur

Endurnýjun

35

Ferðafélag Íslands, Landmannalaugum

863 Hvolsvöllur

Endurnýjun

36

Ferðafélag Íslands, Álftavatni

864 Hvolsvöllur

Endurnýjun

37

Apótek Vestmannaeyja ehf.

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

38

Landflutningar – Samskip

800 Selfoss

Endurnýjun

39

Selós ehf.

801 Selfoss

Endurnýjun

40

Kjörís ehf.

810 Hveragerði

Endurnýjun

41

Suðurverk hf.

851 Hella

Ný Starfsemi

42

Ferðaþjónustan Völlum

871 Vík

Ný Starfsemi

43

Pizzahöllin Þorlákshöfn

815 Þorlákshöfn

Ný Starfsemi

44

Ferðaþjónustan Núpum

801 Selfoss

Ný Starfsemi





Öll starfsleyfin samþykkt án athugasemda.

2) Yfirlit eftirlits.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir gang reglubundins eftirlits og þakkaði samvinnu og samheldni starfsmanna árangurinn er náðst hefur við heimsóknir til eftirlitsskyldra aðila. Heilbrigðisnefnd Suðurlands fagnar góðum árangri við reglubundið eftirlit það sem af er árinu.

3) Mál til upplýsinga og kynningar.

a) Drög að endurnýjuðum samningi við RF er varðar framkvæmd heilbrigðiseftirlit í Vestmannaeyjum. Formaður lagði fram drög að nýjum samningi og fór yfir stöðu málsins. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu frekar og freista þess að ná samkomulagi til rekstrarhagræðingar fyrir embættið án skerðingar á þjónustu.

b) Bréf HES er varða endurnýjun starfsleyfis Sorpstöðvar Suðurlands – Elsa Ingjaldsdóttir lagði fram til kynningar minnispunkta heilbrigðseftirlitsins er varða endurnýjun á starfsleyfi Hollustuverndar ríkisins til Sorpstöðvar Suðurlands. Verða athugasemdir gerðar á grundvelli þeirra.

c) Fráveitumál – kynnisferð með aðilum sveitarfélaga – Elsa Ingjaldsdóttir kynnti hugmynd af fyrirhugaðri ferð til sveitarfélags í Danmörku til að kynnast lausnum þeirra og tækni í fráveitumálum. Ferðin er ætluð sveitarstjórnarmönnum og starfsmönnum sveitarfélaga sem koma að þessum málaflokki.

d) Fundur með þingmönnum Suðurlands – Elsa Ingjaldsdóttir kynnti fund þann 22. október með þingmönnum Suðurlands að Austurvegi 56 með forsvarsmönnum og formönnum stofnana á hæðinni.

e) Aðalfundur Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða – Fundargerð aðalfundar haldinn 27. september sl. að Selfossi lögð fram til kynningar.

f) Endurskoðunarnefnd SASS – Gunnar Þorkelsson greindi frá vinnu nefndarinnar en vinnu nefndarinnar er ekki lokið. Nokkrar umræður urðu um málið.

g) Hávaðamál – Andrés Sigmundsson og Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti nefndarmenn um stöðu mála. Starfsmönnum heilbrigðiseftirlitsins falið að vinna að málinu og krefja fyrirtækið um frekari úrbætur.

h) Heilbrigðisfulltrúaréttindi og starfsmannamál.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá heilbrigðisfulltrúaréttindum Sigrúnar Guðmundsdóttur sem hún náði í september en frestað var prófi frá Hollustuverndar sem vera átti sl. vor fram á haust. Á grundvelli þess er nefndin sammála um að Sigrún taki laun heilbrigðisfulltrúa frá 1. júní 2002.

a) Drög að endurnýjuðum samningi við RF er varðar framkvæmd heilbrigðiseftirlit í Vestmannaeyjum. Formaður lagði fram drög að nýjum samningi og fór yfir stöðu málsins. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu frekar og freista þess að ná samkomulagi til rekstrarhagræðingar fyrir embættið án skerðingar á þjónustu.

b) Bréf HES er varða endurnýjun starfsleyfis Sorpstöðvar Suðurlands – Elsa Ingjaldsdóttir lagði fram til kynningar minnispunkta heilbrigðseftirlitsins er varða endurnýjun á starfsleyfi Hollustuverndar ríkisins til Sorpstöðvar Suðurlands. Verða athugasemdir gerðar á grundvelli þeirra.

c) Fráveitumál – kynnisferð með aðilum sveitarfélaga – Elsa Ingjaldsdóttir kynnti hugmynd af fyrirhugaðri ferð til sveitarfélags í Danmörku til að kynnast lausnum þeirra og tækni í fráveitumálum. Ferðin er ætluð sveitarstjórnarmönnum og starfsmönnum sveitarfélaga sem koma að þessum málaflokki.

d) Fundur með þingmönnum Suðurlands – Elsa Ingjaldsdóttir kynnti fund þann 22. október með þingmönnum Suðurlands að Austurvegi 56 með forsvarsmönnum og formönnum stofnana á hæðinni.

e) Aðalfundur Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða – Fundargerð aðalfundar haldinn 27. september sl. að Selfossi lögð fram til kynningar.

f) Endurskoðunarnefnd SASS – Gunnar Þorkelsson greindi frá vinnu nefndarinnar en vinnu nefndarinnar er ekki lokið. Nokkrar umræður urðu um málið.

g) Hávaðamál – Andrés Sigmundsson og Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti nefndarmenn um stöðu mála. Starfsmönnum heilbrigðiseftirlitsins falið að vinna að málinu og krefja fyrirtækið um frekari úrbætur.

h) Heilbrigðisfulltrúaréttindi og starfsmannamál.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá heilbrigðisfulltrúaréttindum Sigrúnar Guðmundsdóttur sem hún náði í september en frestað var prófi frá Hollustuverndar sem vera átti sl. vor fram á haust. Á grundvelli þess er nefndin sammála um að Sigrún taki laun heilbrigðisfulltrúa frá 1. júní 2002.

4) Önnur mál.

a) Eftirfarandi bókun lögð fram og samþykkt:

a) Eftirfarandi bókun lögð fram og samþykkt:

" Heilbrigðisnefnd Suðurlands fer þess á leit við stjórn SASS að hún upplýsi nefndina um eftirfarandi atriði fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar sem haldinn verður þann 20. nóvember næstkomandi:

1. Sundurgreiningu á aðstöðugjaldi miðað við eftirfarandi:

a. Húsaleigu á fermetra og fjölda fermetra sem reiknaður er á Heilbrigðiseftirlitið.

b. Heildarkostnaður við bókahald.

c. Annar kostnaður við þjónustu keypta af SASS og sundurliðun á þeim kostnaði.

2. Framlag hvers sveitarfélags vegna reksturs HES á árinu 2002.

Þá leggur nefndin áherslu á að bókhald embættisins sé uppfært með þeim hætti að fyrir hvern fund nefndarinnar liggi fyrir nauðsynlegar upplýsingar um tekjur og kostnað til samanburðar við fjárhagsáætlun. Því er farið fram á að framkvæmdastjóri embættisins fái afhentan rekstarareikning fyrir fyrstu 9 mánuði árs ásamt samburði við fjárhagsáætlun."

Nokkrar umræður urðu um útsendingu eftirlitsgjalda og var þeirri hugmynd varpað fram hvort ekki væri möguleiki að senda út eftirlitsgjöld mánaðarlega eða ársfjórðungslega miðað við gang eftirlits og hvort það myndi leiða til aukinnar hagræðingar í rekstri embættisins.

b) Þórhildur Helga Þorleifsdóttir beindi þeim tilmælum til framkvæmdastjóra að fá upplýsingar um kvartanir vegna lyktarmengunar í Þorlákshöfn sl. 2 ár og til hvaða aðgerða embættið hefur gripið. Einnig að fá upplýsingar um hvernig starfsleyfum til þeirra fyrirtækja sem um ræðir er háttað

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00

Jón Ó. Vilhjálmsson
Þórhildur H. Þorleifsd.
Margrét Einarsdóttir
Gunnar Þorkelsson
Andrés Sigmundsson
Elsa Ingjaldsdóttir