45. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 20. ágúst 2002
45. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands þriðjudaginn
20. ágúst 2002, kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.
Mætt:Heimir Hafsteinsson, form., Svanborg Egilsdóttir, Gunnar Þorkelsson, Íris Þórðardóttir, Sesselja Pétursdóttir og Guðmundur Elíasson fulltrúi atvinnurekanda.
Ennfremur Elsa Ingjaldsdóttir og Pétur Skarphéðinsson, hérðaslæknir.
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár:
1) Starfsleyfi og tóbakssöluleyfi til kynningar og afgreiðslu.
a) Starfsleyfi:
1
|
Skaftholt, vistheimili
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
2
|
Pizza 67 – Hornið ehf.
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
3
|
Hrói Höttur – Litli Jón ehf.
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
4
|
Sundlaug og þjónustum.stöð Hraunb.
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
5
|
Matarbúrið
|
870 Vík
|
Endurnýjun
|
6
|
Sumarhótelið Kirkjub.klaustri
|
880 Kirkjub.klaustri
|
Eigendaskipti
|
7
|
Alviðrustofnun
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
8
|
Ferðaþj. Og sumarhús, Hörgslandi
|
880 Kirkjub.klaustri
|
Ný starfsemi
|
9
|
Landsss.hestamanna v/Skógarhóla
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
10
|
Krás ehf
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
11
|
Lyf og heilsa, Kjarnanum
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
12
|
Lyf og heilsa, Hellu
|
850 Hella
|
Endurnýjun
|
13
|
Sundlaug vélstjóra, Snorrastöðum
|
840 Laugarvatn
|
Endurnýjun
|
14
|
Hársnyrtistofan Hárfínt
|
850 Hella
|
Endurnýjun
|
15
|
Ísbúðin, Kjarnanum
|
800 Selfoss
|
Ný starfsemi
|
16
|
íþróttamiðstöð
|
815 Þorlákshöfn
|
Endurnýjun
|
17
|
Fannborg ehf. V/fjallaskála
|
845 Flúðir
|
Ný starfsemi
|
18
|
Sælubúið ehf.
|
860 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
19
|
1997 ehf, Iðufelli v/veit/gist.
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
20
|
Leikskólinn Bergheimar
|
815 Þorlákshöfn
|
Endurnýjun
|
21
|
Hárgreiðslustofa Sigrúnar, Árnesi
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
22
|
Tjaldstæði Kirkjubæ II
|
880 Kirkjub.klaustri
|
Endurnýjun
|
23
|
Grunnskóli Þorlákshafnar
|
815 Þorlákshöfn
|
Endurnýjun
|
24
|
Ferðaþjónustan Austvaðsholti
|
851 Hella
|
Endurnýjun
|
25
|
Félagsheimilið Borg
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
26
|
Búheimar ehf.
|
851 Hella
|
Ný starfsemi
|
27
|
Tjaldsvæði við Flúðir
|
845 Flúðir
|
Ný starfsemi
|
28
|
Árborg v/leikskóla
|
800 Selfoss
|
Ný starfsemi
|
29
|
Ferðaþjónustan Skálakoti
|
861 Hvolsvöllur
|
Ný starfsemi
|
30
|
Hafnarnes hf.
|
815 Þorlákshöfn
|
Endurnýjun
|
31
|
Renniverkstæði Björns Jensen
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
32
|
Byggðasel ehf.
|
810 Hveragerði
|
Endurnýjun
|
33
|
Vélaverkst. Einars Guðnasonar
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
34
|
Fóðurverksmiðja KÁ
|
861 Hvolsvöllur
|
Eigendaskipti
|
35
|
Vatnsveita Hvolsvallar
|
860 Hvolsvöllur
|
Ný starfsemi
|
36
|
Vatnsveita NLFÍ
|
810 Hveragerði
|
Ný starfsemi
|
37
|
Hitaveita Suðurnesja v/vatnsv.Vm.
|
900 Vestm.eyjum
|
Endurafgreiðsla
|
38
|
Orkuveita Reykjavíkur v/Hitaveitu Þorl.h.
|
815 Þorlákshöfn
|
Endurafgreiðsla
|
39
|
Gámasvæði Selfossi
|
800 Selfoss
|
Ný starfsemi
|
40
|
Gámasvæði Hveragerðis
|
810 Hveragerði
|
Ný starfsemi
|
41
|
Hreinsistöð Hveragerðis
|
810 Hveragerði
|
Ný starfsemi
|
Starfsleyfin samþykkt án athugasemda.
b) Tóbakssöluleyfi:
1
|
Ísbúðin, Kjarnanum
|
800 Selfoss
|
Nýtt
|
2
|
Jóhann ehf., Árnesi
|
801 Selfoss
|
Nýtt
|
Tóbakssöluleyfin samþykkt án athugasemda.
2) Yfirlit eftirlits.
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundins heilbrigðiseftirlits. Kom fram að eftirlit hefur gengið vel það sem af er árinu og skv. áætlun.
3) Gjaldskrár sveitarfélaga.
2 gjaldskrár fyrir Skáftárhrepp, önnur um hundahald fyrir árið 2001 og hin um sorphirðu fyrir árið 2002. Samþykktar án athugasemda.
4) Mál til upplýsinga og kynningar.
a) Skýrsla starfshóps um Salmonella og Campylobacter í dýrum og umhverfi á Suðurlandi.
Formaður Heilbrigðisnefndar Suðurlands Heimir Hafsteinsson greindi frá kynningarfundi landbúnaðarráðuneytis með sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi um skýrsluna. Almennar umræður urðu um málið.
Eftirfarandi var bókað:
" Heilbrigðisnefnd Suðurlands fagnar því að skýrslan skuli loksins vera gerð opinber, en harmar það jafnframt að ekki skuli vera til sambærileg úttekt annars staðar á landinu til viðmiðunar.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga, fyrirtækja, bænda og annarra sem málið varðar að hraða framkvæmdum er varðar úrbætur í fráveitumálum. Enfremur vill Heilbrigðisnefnd Suðurland beina þeim tilmælum til héraðsdýralækna, forðagæslumanna og annarra sem fylgjast með umhirðu og heilsu dýra að grípa til viðeigandi ráðstafana áður en í óefni er komið.
Sérstaklega vill Heilbrigðisnefnd Suðurlands vekja athygli sveitarstjórnarmanna á þessum málaflokki og láta hann hafa meira vægi og njóta forgangs. Ennfremur minnir nefndin á að frestur skv. lögum um fullnægjandi fráveitur rennur út 2005."
b) Aðgerðir við heilbrigðiseftirlit í Vík.
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir málinu.
c) Aðgerðir við heilbrigðiseftirlit í Vestmannaeyjum.
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir málinu.
d) Bréf Hollustuverndar ríkisins dags. 9. júlí sl. um könnun á ástandi rotþróa.
Lagt fram til upplýsinga.
e) Stækkun Nesjavallavirkjunar úr 90 Mw í 120 Mw.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 31. júlí sl. þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða stækkun.
f) Námskeið um neysluvatn og vatnsból.
Elsa Ingjaldsdóttir kynnti fyrirhugað námskeið Hollustuverndar ríkisins um námskeið um vatnsból og neysluvatn, haldið á Suðurlandi 9. og 10. september nk. fyrir heilbrigðisfulltrúa og aðra þá er koma að þessum málaflokki.
g) Aðalfundur SASS haldinn 30. og 31. ágúst nk. þar sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Heilbrigðisnefnd Suðurlands flytja sameiginlega skýrslu.
5) Önnur mál.
a) Bréf Ístexs dags. 7. ágúst 2002. Lagt fram til kynningar. Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu skv. innihaldi bréfsins.
b) Drög að ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2001 lögð fram til kynningar. Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir skýrsluna og kynnti.
c) Drög að fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar. Þorvarður Hjaltason kom inn á fund og fór yfir helstu tölur fjárhagsáætlunar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2002. Samþykkt að vísa fjárhagsáætluninni til aðildarsveitarfélaganna til samþykktar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.
Heimir Hafsteinsson Íris Þórðardóttir Guðmundur Elíasson
Svanborg Egilsdóttir Gunnar Þorkelsson Pétur Skarphéðinsson
Sesselja Pétursdóttir Elsa Ingjaldsdóttir