42. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 23. apríl 2002

42. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 14.00 að Laufafelli, Hellu.

Mætt: Heimir Hafsteinsson, formaður, Svanborg Egilsdóttir, Gunnar Þorkelsson, Íris Þórðardóttir, Sesselja Pétursdóttir og Guðmundur Elíasson, fulltrúi atvinnurekanda.
Ennfremur Elsa Ingjaldsdóttir og Pétur Skarphéðinsson, hérðaslæknir.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár:

Dagskrá:

1) Starfsleyfi og tóbakssöluleyfi til kynningar og afgreiðslu.

 a) Starfsleyfi:

Nr. Nafn Póstfang Starfsleyfi
1 Kökugerð HP Gagnheiði 15, Selfossi Br. á húsnæði – 18/3
2 KFC Suðurlandsvegi, Selfossi Endurnýjun – 4/4
3 Krónan Tryggvatorgi Tryggvatorgi, Selfossi Br. á starfsemi – 8/4
4 Mosfell ehf. Þrúðvangi 6, Hellu Endurnýjun – 27/3
5 Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar Þykkvabæ, Djúpárhr. Endurnýjun -4/4, kynnt 22/1
6 Mjólkurbú Flóamanna Austurvegi 65, Selfossi Endurnýjun – 15/4, kynnt í des.
7 Ormsstaðir, svínabú Grímsnes- og Grafningshr. Nýtt, kynnt 22/1
8 Vínbúð ÁTVR Hlíðarenda, Hvolsvelli Br. á húsnæði
9 Víkurdrangar ehf. (H. Lundi/farfuglaheimilið) Víkurbraut 26, Vík Endurnýjun
10 Leikskólinn Sóli (leiklistardeild) Faxastíg 6, Vm. Br. á húsnæði
11 Gesthús v/Engjaveg ehf. Engjavegi 84, Selfossi Eig.skipti
12 Krappi ehf., bygginga- og verkt. starfssemi Ormsvelli 5, Hvolsvelli Endurnýjun
13 Guðnabakarí v/konditorís og brauðsölu Eyravegi 32, Selfossi Nýtt
14 Arnarfell v/vinnubúða Búðarhálsi Óseyri 8, Akureyri Nýtt
15 Jarðboranir v/borana Hellisheiði Skipholt 50, Reykjavík Framlenging – tímabundið st.l.
16 Kaffi Langbrók Kirkjulæk, Fljótshlíðarhr. Nýtt
17 Vegagerðin v/vinnubúða v/Þverá, Hvolsvelli Nýtt
18 Vatnsveita Hveragerðis Hveragerðisbær Nýtt/endurnýjun
19 Vesturlax ehf. Bakka I, Ölfusi Nýtt
20 Risarækjueldi í Ölfusi Ölfusi Frestur útr. áður 26/2
21 Fossvélar ehf., vélaverkstæði Hrísmýri 4, Selfossi Endurnýjun
22 Fossvélar ehf. v/námu Ingólfsfjalli Hrísmýri 4, Selfossi Nýtt
23 Hótel Eyjar Bárustíg 2, Vm. Nýtt
24 Karató ehf. – Höllin Strembugata 13, Vm. Endurnýjun
Starfsleyfi nr. 1 til og með 16, einnig nr. 19, 21, 23 og 24 samþykkt án athugasemda, starfsleyfi nr. 17 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa, starfsleyfi nr. 18 samþykkt með fyrirvara um að vatnið standist gæðakröfur skv. sýnatöku.
b) Tóbakssöluleyfi:

Nr Nafn Póstfang Starfsleyfi
1 Krónan Tryggvatorgi Tryggvatorgi, Selfossi Nýtt
2 Inghóll Austurvegi 46, Selfossi Nýtt

Samþykkt án athugasemda.

2) Yfirlit eftirlits.
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir gang reglubundins eftirlits og helstu verkefni. Kom fram að árfjórðungsáætlun er á áætlun.

3) Verklagsregla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna förgunar á sóttmenguðum búfjáráburði.
Elsa Ingjaldsdóttir lagði fram til kynningar verklagsreglu heilbrigðiseftirlitsins sem svínabændum á Suðurlandi hefur verið send og er gerð að gefnu tilefni vegna salmonellasýkinga á svínabúum.

4) Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 15. apríl 2002 varðandi umhverfis- og húsnæðisúttekt.
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir málinu.

5) Bréf Umhverfis- og heilbrigðisstofu, dags. 10. apríl 2002 varðandi hávaðamælingar.
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir málið og gerði grein fyrir fundi aðila í Vestmannaeyjum. Fór einnig yfir fyrirhugaðar áætlanir varðandi málið.

6) Drög af samningi milli SASS og HS vegna lífeyrisskuldbindinga starfsmanna.
Til upplýsinga og formanni falið að skrifa undir samninginn.

7) Málefni Ullarþvottastöðvarinnar, Hveragerði.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands ítrekar fyrri bókanir varðandi málefni Ullarþvottastöðvarinnar og felur starfsmönnum að vinna að málinu. Ef ekki fæst viðeigandi lausn sér Heilbrigðisnefnd Suðurlands sér ekki annað fært en að loka fyrirtækinu á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, kafla III um valdsvið og þvingunarúrræði.

8) Mál til upplýsinga og kynningar.

    a) Mat á umhverfisáhrifum v/virkjunar OR á Hellisheiði.- Lagt fram til kynningar.b) Stækkun Grímsnesveitu- Lagt fram til kynningar. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir til Skipulagsins en ekki er tekið tillit til þeirra og verður þeim því beint í umsagnarferli við skipulag Grímsnes- og Grafningshrepps. c) Bréf Heilbrigðiseftirlit Suðurlands til sveitarfélaga vegna verklagsreglu við umhverfishreinsanir.-Lagt fram til upplýsinga.d) Samantekt matvælaeftirlits fyrir árið 2001 fyrir Hollustuvernd ríkisins. Lagt fram til upplýsinga.e) Umhverfismengun.Heimir Hafsteinsson gerði grein fyrir málinu. Kom fram að viðkomandi sveitarfélag verði að taka á málinu í gegnum skipulagsmál.

9) Önnur mál.

    a) Sumarafleysingar. Elsu Ingjaldsdóttur falið að leita eftir afleysingamanneskju fyrir sumarið.b) Bréf Hollustuverndar ríkisins, dags. 16. apríl 2002, um starfsleyfi fyrir gámavöll og spilliefnamóttöku á Selfossi.- Lagt fram til kynningar.c) Heilbrigðisnefnd Suðurlands bendir á nauðsyn þess að halda utan um vinnuskiptingu starfsmanna sem hluta af starfsmannamálum. d) Heilbrigðisnefnd Suðurlands beinir þeirri fyrirspurn til stjórnar SASS hvað líði úttekt á innra skipulagi SASS sér í lagi m.t.t. málefna er varða aðstöðu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.Heilbrigðisnefnd Suðurland bendir á að úttekt nefndarinnar átti að vera lokið fyrir allnokkru.

Ákveðið að halda næsta fund nefndarinnar í Vestmannaeyjum þann 21. maí næstkomandi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.

Heimir Hafsteinsson
Íris Þórðardóttir
Sesselja Pétursdóttir
Svanborg Egilsdóttir
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Guðmundur Elíasson
Elsa Ingjaldsdóttir