36. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 23. október 2001
Mætt: Heimir Hafsteinsson formaður, Íris Þórðardóttir, Svanborg Egilsdóttir, Gunnar Þorkelsson, Sesselja Pétursdóttir. Ennfremur Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir auk Þorvarðar Hjaltasonar sem sat hluta af fundi.
Formaður setti fund og bauð gesti velkomna.
1) Samráðsfundur forráðamanna Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Á fundinn mættu Páll Einarsson, bæjarritari, Ólafur Ólafsson, bæjartæknifræðingur og Ívar Atlason frá Bæjarveitum Vestmannaeyja.
Gerði Ívar grein fyrir ástandi sorpmála og urðu í kjölfarið umræður um mengunarvarnir sorpbrennslustöðvarinnar auk umhverfishreinsunar á vegum bæjarfélagsins. Fram kom að fyrirhugað er að gera geymslusvæði við Sorpbrennslustöðina sem aðstöðu fyrir fyrirtæki til að geyma hluti sem ekki á að farga.
Ólafur kynnti og útskýrði fráveituáætlun Vestmannaeyjabæjar. Mikil vinna hefur farið í að greina og safna saman upplýsingum og meta ástand fráveitulagna. Í dag eru 2 aðalútrásir, ein á Eiðinu og önnur við golfvöllinn en fyrirhugað er að leggja hana niður. Úr fráveitukerfinu koma ca. 154 þúsund p.e. og er heildarkostnaður við fráveituframkvæmdir áætlaður í kringum 300 milljónir.
Almennar umræður urðu um áætlunina og voru fundarmenn sammála um að áætlunin væri bæði ítrleg og greinargóð.
Formaður þakkaði gestunum fyrir og véku þeir síðan af fundi.
2) Drög að fjárhagsáætlun og breyting á gjaldskrá og eftirlitsáætlun lögð fram til kynningar.
Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun, eftirlitsáætlun og breytingu á gjaldskrá. Þorvarður Hjaltason fór yfir helstu tölur og útskýrði breytingar. Kom fram að nokkrar breytingar verða vegna endurskoðunar á gjaldskrá, v/starfslokasamnings og einnig vegna almennra launahækkana. Hann greindi einnig frá að rekstur heilbrigðiseftirlitsins væri góður og mikil samvinna væri við framkvæmdastjóra vegna fjárhagsáætlunar og gjaldskrármála.
Elsa Ingjaldsddóttir útskýrði drög að nýrri gjaldskrá og eftirlitsáætlun. Fram kom að tímagjald eftirlitsins hækkar um 1.216.- kr og sýnatökukostnaður um 2.000.- kr. Eru þessar hækkanir til að mæta hækkun á rannsóknarkostnaði auk almennra hækkana en gjaldskráin hefur verið óbreytt í 3 ár.
Afgreiðslu og umræðum frestað til næsta fundar en drögin þurfa að liggja fyrir á aukafundi SASS sem haldinn verður 30. nóvember nk.
3) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
Blómakaffi-Alvörukonur ehf
|
800 Selfoss
|
21-sep-2001
|
Heilsukostur ehf.
|
810 Hveragerði
|
24-sep-2001
|
Bókabúðin
|
900 Vestmannaeyjar
|
27-sep-2001
|
Hárnýjung, hársnyrtistofa
|
815 Þorlákshöfn
|
27-sep-2001
|
Gámaþjónusta Vestm.ehf.(Sorpa)
|
900 Vestmannaeyjar
|
1-okt-2001
|
J.R. verktakar ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
1-okt-2001
|
Tréverk
|
900 Vestmannaeyjar
|
1-okt-2001
|
Bílaverkstæði Sigurjóns
|
900 Vestmannaeyjar
|
3-okt-2001
|
Hákollur ehf.- Þv.hús. Straumur
|
900 Vestmannaeyjar
|
3-okt-2001
|
Hjólbarðastofan sf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
3-okt-2001
|
Húsey ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
3-okt-2001
|
Vélsmiðjan Völundur ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
3-okt-2001
|
Örn ehf. (Erlendur P)
|
900 Vestmannaeyjar
|
3-okt-2001
|
Ágúst Hreggviðsson
|
900 Vestmannaeyjar
|
3-okt-2001
|
2 Þ ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
5-okt-2001
|
Miðstöðin ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
5-okt-2001
|
Sprossi
|
900 Vestmannaeyjar
|
5-okt-2001
|
Áhaldaleigan ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
15-okt-2001
|
Brimnes ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
15-okt-2001
|
Eyjablikk ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
15-okt-2001
|
Eyjabúð-bygg.vöruverslun
|
900 Vestmannaeyjar
|
15-okt-2001
|
Hellugerðin ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
15-okt-2001
|
Kinn – fiskverkun ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
15-okt-2001
|
Steypustöð Vestmannaeyja ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
15-okt-2001
|
Þór vélaverkstæði ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
15-okt-2001
|
Málarinn
|
900 Vestmannaeyjar
|
15-okt-2001
|
IB Innflutningsmiðlun
|
800 Selfoss
|
|
Sauðholt, vatnsveita, Bisk
|
801 Selfoss
|
|
Ecoline ehf.
|
810 Hveragerði
|
|
Landsvikjun v/Steingrímsstöð
|
103 Reykjavík
|
|
Landsvikjun v/Ljósifoss
|
103 Reykjavík
|
|
Landsvirkjun v/Írafoss
|
103 Reykjavík
|
|
Landsvirkjun v/Búrfell
|
103 Reykjavík
|
|
Landsvirkjun v/Sultartangi
|
103 Reykjavík
|
|
Landsvirkjun v/Sigöldu
|
103 Reykjavík
|
|
Landsvirkjun v/Hrauneyjar
|
103 Reykjavík
|
|
Starfsleyfin samþykkt án athugasemda.
Varðandi starfsleyfi fyrir starfsemi sama eig/rekstraraðila skal á það bent að nauðsynlegt er fyrir hverja starfsstöð að hafa sér starfsleyfi eins og m.a. kemur fram í gjaldskrá embættisins.
4) Tóbakssöluleyfi til kynningar og afgreiðslu
Nafn
|
Póstfang
|
Tóbakssöluleyfi
|
Hótel Geysir
|
801 SELFOSS
|
14-sep-2001
|
Vala, matvöruverslun
|
801 SELFOSS
|
14-sep-2001
|
Samþykkt
5) Yfirlit eftirlits frá síðasta fundi.
Elsa Ingjaldsdóttir yfirfór gang eftirlits síðasta mánaðar og greindi frá stöðunni varðandi fjölda heimsóttra fyrirtækja og annara atriða í heilbrigðiseftirliti.
6) Samþykkt um sorphirðu.
Lögð fram til umfjöllunar samþykkt um sorphirðu í Mýrdalshreppi.
Samþykktin þarfnast lagfæringar á orðalagi og vísunar í rétt lög. Framkvæmdastjóra falið að gera þær breytingar sem þarf í samvinnu við Mýrdalshrepp.
Að öðru leiti samþykkt samhljóða.
7) Bréf Skipulags– og byggingafulltrúa Vestmannaeyja dags. 5/10/01 um ósk um breytingu á viðmiðunarreglum um hávaðatakmarkanir.
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir aðdraganda málsins og útskýrði gögn málsins.
Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu í samræmi við vilja nefndarinnar og starfsmönnum falið að vinna með viðkomandi fyrirtækjum að úrlausn mála.
8) Mál til upplýsinga og kynningar.
Stefnumótunarvinna Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Elsa Ingjaldsdóttir lagði fram punkta varðandi gang stefnumótunarvinnunnar.
Ákveðið að boða Þórð Óskarsson á næsta fund nefndarinnar til að kynna stefnumótunina og á undirbúningsvinnu þá að vera lokið.
9) Starfsmannamál
Heimir Hafsteinsson fór yfir starfsmannamál.
Var formanni falið að ganga formlega frá starfslokasamningi fyrir mánaðarmót.
Ákveðið að auglýsa stöðu framkvæmdastjóra við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands laust til umsóknar.
10) Önnur mál.
a) Pétur Skarphéðinsson greindi frá fundi með Sóttvarnarlækni v/miltisbrands. Kom fram að efla á forvarnir v/hugsanlegrar smithættu.
b) Heimir Hafsteinsson talaði um sundlaugastaði og öryggisþætti þeirra. Fram kom að fyrirhugað er að halda námskeið/fræðslu fyrir starfsfólk og rekstraraðila sundlauga á vegum Heilbrigðiseftirlitsins næsta vor.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30
Heimir Hafsteinsson
Íris Þórðardóttir
Sesselja Pétursdóttir
Svanborg Egilsdóttir
Pétur Skarphéðinsson
Gunnar Þorkelsson
Elsa Ingjaldsdóttir
Þorvarður Hjaltason