149. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands
haldinn föstudaginn 5. apríl 2013, kl. 13.00 að Austurvegi 65, Selfossi
Mætt: Gunnar Þorkelsson formaður, Svanborg Egilsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir (gegnum fjarfundabúnað), Páll Stefánsson, Pétur Skarphéðinsson, Guðmundur Geir Gunnarsson og Elsa Ingjaldsdóttir.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Gengið var til dagskrár.
1. Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu
Heiti | Pnr | Heimilisf. | Borg | Starfsleyfi | Áhættumat | |
1 |
Julia ‘s Guesthouse | 801 | Hnaus | Selfoss | Nýtt | Lítil, 12 ár |
2 |
Marhólmar ehf. | 900 | Eiði 14 | Vestmannaeyjar | Nýtt | Lítil, 12 ár |
3 |
Grímur kokkur ehf. | 900 | Hlíðarvegi 5 | Vestmannaeyjar | Endurnýjun | Miðl. 12 ár |
4 |
Café Varmó-Veyja ehf | 900 | Herjólfsg. 5 | Vestmannaeyjar | Endurnýjun | Lítil, 12 ár |
Starfsleyfisumsóknir afgreiddar í samræmi við áhættumat.
2. Yfirlit.
a) Gangur eftirlits.
Lagt fram til upplýsinga yfirlit reglubundins eftirlits frá síðasta fundi ásamt málaskrá.
b) Ársreikningur 2012.
Lagður fram ársreikningur 2012 undirritaður af frá endurskoðanda og yfirfarinn og undirritaður af skoðunarmönnum.
Ársreikningurinn samþykktur og undirritaður af nefndarmönnum.
3. Kaupás v/Krónunnar Selfossi.
Lagt fram bréf HES, dags. 20. mars 2013 er varðar athugasemdir vegna úrbóta á gólfefni í Krónunni, Selfossi.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir þvingunaraðgerðir er koma fram í bréfinu og felur starfsmönnum að fylgja málinu eftir.
4. Kaupás v/Kjarval Þorlákshöfn.
Lagt fram bréf HES, dags. 13. mars 2013 er varðar fyrirhugðar þvingunaraðgerðir vegna athugasemda í verslun Kjarvals, Þorlákshöfn. Jafnframt gerði framkvæmdastjóri frekari grein fyrir málinu en fyrirtækið hefur orðið við kröfum um úrbætur og fallið hefur verið frá beitingu dagssekta.
5. Húsasmiðjan – Blómaval, Selfossi.
Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 20. mars sl. til Húsasmiðjunnar – Blómavals, Selfossi sem varðar að mestu merkingu efnavara, en fyrirtækinu var veittur frestur til úrbóta.
6. Samkaup- Nettó og N1 vegna Kick Up.
Lagt fram bréf HES, dags. 1. mars 2013 til verslunar Nettó, Selfossi og N1, Selfossi þar sem varan KickUp er tekin úr sölu vegna vanmerkinga. Í kjölfarið var tilkynning send frá Matvælastofnun um innköllun á landsvísu.
Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir málinu sem nú er til meðferðar hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti og Matvælastofnun.
7. Önnur mál til upplýsinga.
a) Húsnæðisskoðun.
Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 1. mars sl. v/húsnæðisskoðunar.
b) KG bústaðir.
Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 25. mars sl. v/afgreiðslu starfsleyfis.
c) Upplýsingar sendar skv. beiðni.
Framkvæmdastjóri greindi frá beiðnum um upplýsingar varðandi einstaka málefni til fréttamiðla og einstaklinga. Beiðnir frá námsmönnum vegna loftgæðaupplýsinga hafa aukist og telur HES það mjög jákvætt að mæligögn úr loftgæðamælistöðvum nýtist til frekari rannsókna.
d) Hreinsun á holu HN-2 – CarbFix.
Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 14. mars sl. sem svarbréf við beiðni OR vegna CarbFix verkefnis og varðar hreinsun á holu HN-2 sem notuð er í tilraunaverkefnið.
e) Undanþága frá fjarlægðarákvæði.
Lögð fram til upplýsinga umsögn HES, dags. 14. mars sl. til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis er varðar umsögn við undanþágu frá fjarlægðarákvæði í hollustuháttareglugerð.
f) Reiðhöllin Flúðum.
Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 13. mars sl. og varða athugasemdir úr eftirliti.
g) Hótel Geysir v/sundlaugar.
Framkvæmdastjóri greindi frá fundi með forsvarsmönnum sundlaugarinnar að Hótel Geysi vegna athugasemda HES, fyrirhuguðum framkvæmdum til úrbóta og niðurstöðu fundarins.
h) Kröfur til heitra potta.
Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 26. febrúar sl. til Mannvits hf. er varðar kröfur til nýrra og endurnýjaðra lauga skv. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
Jafnframt greind framkvæmdastjóri frá fundi með forsvarsmönnum viðkomandi fyrirtækis um sama mál.
i) Fundargerð stjórnar SHÍ.
Lögð fram til upplýsinga fundargerð stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi frá 13. febrúar sl.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.00
Gunnar Þorkelsson, form.
Svanborg Egilsdóttir
Páll Stefánsson
Pétur Skarphéðinsson
Unnsteinn Eggertsson
Elsa Ingjaldsdóttir
Sigurhanna Friðþórsdóttir
Guðmundur G. Gunnarsson