148. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

haldinn föstudaginn 22. febrúar 2013, kl. 13.00 að Austurvegi 65, Selfossi

 

Mætt: Gunnar Þorkelsson formaður, Svanborg Egilsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Valur Bogason, Páll Stefánsson, Pétur Skarphéðinsson, Guðmundur Geir Gunnarsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Gengið var til dagskrár.

 1.      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

Nr Heiti

Póstnr

Heimilsfang

Starfsleyfi

Áhættumat

1

Harpa ferðaskrifstofa ehf. v/útleigu sumarhúss

260

Reykjanesb.

Nýtt

lítill, 12 ár

2

Vínbúð Á.T.V.R. Kirkjubæjarklaustri

880

Kirkjubæjarkl.

Breyting á húnsnæði

1-lítil, 12 ár

3

Golfskálinn Selfossi Svarfhólsvöllur – Golfklúbbur Selfoss

801

Selfoss

Eigendaskipti

5-miðlungs, 12 ár

4

Garðyrkjustöðin Kvistar ehf.

801

Selfoss

Nýtt

1-lítil 12 ár

5

Humar og Skel ehf.

825

Stokkseyri

Eigendaskipti

10-Miðlungs, 12 ár

6

Hömlur ehf. v/niðurrifs

101

Reykjavík

tímabundið

 

7

Árborg v/Lengd viðvera fatlaðra

800

Selfoss

br. á húsnæði

lítill, 12 ár

8

HBTS ehf. – Hamborgarabúllan

800

Selfoss

Nýtt

10-Miðlungs, 12 ár

9

Ion Hotel ehf. – Nesjavöllum

801

Selfoss

Breyting á húsn./eigendask.

skilyrt til 3ja mánaða

10

Kaktus restaurant ehf.

800

Selfoss

Eigendaskipti

skilyrt til 3ja mánaða

11

Mýrdalshreppur v/Víkurskóla

870

Vík

Breyting á starfsemi

lítill, 12 ár

12

Reykjabúið v/Auðsholt

801

Selfoss

Breyting á starfsemi

br. á st.l.skilyrðum, sama starfsl.

Starfsleyfisumsóknir afgreiddar í samræmi við áhættumat.

 

 2.      Yfirlit.

a)      Gangur eftirlits.

Lagt fram til upplýsinga yfirlit reglubundins eftirlits frá síðasta fundi ásamt málaskrá.

b)      Ársreikningur 2012.

Lagður fram ársreikningur 2012 frá endurskoðanda. Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir reikninginn og greindi frá helstu tölum.

Nefndin lýsir ánægju sinni með gott samræmi á milli fjárhagsáætlunar og niðurstöðu ársreiknings.

Samþykkt að vísa ársreikningi til skoðunarmanna HES.

 

 3.      Loftgæðamælingar – framhald síðasta fundar.

Lagt fram bréf OR dags. 15. febrúar sl. og bréf Umhverfisstofnunar, dags. í gær, bæði svarbréf við bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands þann 22. janúar sl. og varðar loftgæðamælingar fyrir árið 2012.

Í bréfi OR kemur fram að óvissa í mælingum, á H2S í andrúmslofti, varðandi ársmeðaltal sé +/- 5µg/m3.

Í bréfi UST eru reifuð möguleg grunngildi H2S í andrúmslofti en þau eru mjög óviss, alltaf þó einhver.

Eftirfarandi bókað:

,,Í ljósi fyrirliggjandi gagna og upplýsinga er það mat nefndarinnar að ekki sé forsenda til frekari athugasemda.  Heilbrigðisnefnd Suðurlands leggur áherslu á að umhverfið verði áfram vaktað með hag  íbúa að leiðarljósi.“

 

4.      Hótel Geysir – lokun sundlaugar.

Lagt fram bréf HES til fyrirtækisins, dags. 15. febrúar sl. þar sem ítrekuð er ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 15. október sl. um lokun sundlaugarinnar að Geysi.

Er fyrirtækinu gefinn stuttur frestur til að bregðast við en að öðrum kosti mun frekari þvingunaraðgerðum verða beitt.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir hér með framsettar kröfur HES og felur starfsmönnum að vinna í málinu í samræmi við valdsvið og þvingunarúrræði embættisins.

 

 5.      Beiðni um notkun rafeindagreiningartækis til sótthreinsunar á sundlaugarvatni.

Lögð fram beiðni fyrirtækisins ActivSure, dags. 5. október sl. um notkun á tæki, sem framleiðir klór með rafeindagreiningu á sundstað. Myndi tækið koma í stað notkunar á hefðbundinni klórlausn við innblöndun í baðvatn.

Jafnframt lagt fram bréf HES til fyrirtækisins um málið, dags. 10. október sl. þar sem farið var fram á svör við ákveðnum atriðum. Elsa Ingjaldsdóttir greindi auk þess frá fundi með forsvarsmönnum fyrirtækisins 31. janúar þar sem farið var yfir málið.

 

Með vísun í 17. grein reglugerðar nr. 814/2010 getur Heilbrigðisnefnd veitt leyfi til að nota aðrar aðferðir eða önnur efni en klór til sótthreinsunar á baðvatni. Hins vegar byggir umrætt tæki á framleiðslu klórs til sótthreinsunar og því ekki þörf á að veita sérstaka undanþágu vegna notkunar á klór framleiddum með rafeindagreiningu enda skal við sótthreinsunar baðvatns nota natríumhýpóklórít eða aðra viðurkennda klórgjafa.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.15

Gunnar Þorkelsson, form.                   

Svanborg Egilsdóttir                

Páll Stefánsson

Pétur Skarphéðinsson                          

Unnsteinn Eggertsson               

Elsa Ingjaldsdóttir

Valur Bogason                                        

Guðmundur G. Gunnarsson