141. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

26. apríl 2012, kl. 13.00 að Austurvegi 65, Selfossi

Mætt: Gunnar Þorkelsson, formaður, Páll Stefánsson, Svanborg Egilsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Pétur Skarphéðinsson, Elsa Ingjaldsdóttir og Valur Bogason gegnum fjarfundabúnað

 

1)      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

1

Hótel Vestmannaeyjar 900 Vestmannaeyjar Eigendaskipti

2

Kaffi Kró 900 Vestmannaeyjar Eigendaskipti

3

Tjaldsvæði í Vík 870 Vík Endurnýjun

4

Bíliðjan ehf, verkstæði 815 Þorlákshöfn Endurnýjun

5

Dekk ehf. 900 Vestmannaeyjar Eigendaskipti

6

Leikfélag Vestmannaeyja 900 Vestmannaeyjar Nýtt leyfi

7

Hoflandsetrið hjáleiga ehf. 810 Hveragerði Eigendaskipti

8

Auðbjörg ehf (áður Atlantshumar ehf. (áður Humarvinnslan) 815 Þorlákshöfn Eigendaskipti

9

Yimsiam noodle ehf. 800 Selfoss Nýtt leyfi

10

Sjúkraþjálfun Shou 850 Hella Nýtt leyfi

11

Viðgerðir og þjónusta ehf 800 Selfoss Endurnýjun

12

Hótel Skógar ehf og Fossbúð 861 Hvolsvöllur Eigendaskipti

14

Hótel Eldhestar – Eldhestar ehf. 800 Selfoss Eigendaskipti

15

Hótel Volcano 800 Selfoss Endurnýjun

16

VISS, Vinnu- og hæfingarstöð-Selfoss 800 Selfoss Eigendaskipti

17

VISS, Vinnu- og hæfingarstöð-Þorlákshöfn 815 Þorlákshöfn Eigendaskipti

18

Hjarðarból – Grasnytjar 816 Þorlákshöfn Nýtt leyfi

19

Draugasetrið 825 Stokkseyri br. á starfsemi

20

Fangelsið Sogni 816 Þorlákshöfn Nýtt leyfi

21

Vatnsból Snæbýli I og II 880 Kirkjubæjarkl. Endurnýjun

22

Vatnsból Hæll I 801 Selfoss Endurnýjun

23

Vöruþjónustan ehf. – Hlöllabátar 800 Selfoss Eigendaskipti

24

Korngrís og kökur – Petrína Þórunn Jónsdóttir 845 Flúðir Nýtt leyfi – tímabundið

25

Garðyrkjustöðin Laugarlandi 845 Flúðir Nýtt leyfi

26

Borealis ehf. 815 Þorlákshöfn Eigendaskipti + br. á húsnæði

27

Viðhús trésmiðja ehf. 800 Selfoss Nýtt leyfi

28

Jón B. Tómasson – heimagisting 870 Vík Nýtt leyfi

29

Auðbert og Vigfús Páll ehf. 871 Vík Nýtt leyfi

30

Tæki og tól ehf. 801 Selfoss Nýtt leyfi

31

Gistiheimili Lambastöðum 801 Selfoss Nýtt leyfi

33

Vatnsból Klausturhóll sumarhúsafélag 801 Selfoss Nýtt leyfi

34

Landmótun v/Urðarvita 900 Vestmannaeyjar Nýtt leyfi

Starfsleyfisumsóknir nr. 25, 26, 31 og 33 samþykktar með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa, starfsleyfisumsókn nr. 34 frestað og HES falið að afla frekari gagna um starfsemi svæðisins, m.a. vegna efnistöku og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Varðandi umsókn Draugasetursins um breytingu á starfsleyfi vegna gistingar er umsókn frestað, þar sem húsnæðið uppfyllir ekki kröfur umbeðinnar starfsemi og starfsmönnum falið að gera fyrirtækinu frekari grein fyrir gildandi kröfum.

Aðrar starfsleyfisumsóknir samþykktar án athugasemda.

 

2)      Tóbakssöluleyfi

Nr

Heiti

Póstfang

Starfsleyfi

1

Tvisturinn ehf. 900 Vestmannaeyjar Endurnýjun

Lagt fram til upplýsinga.

 

3)      Yfirlit eftirlits

a)      Rekstaryfirlit – innheimtumál – til upplýsinga.

Lagður fram rekstrareikningur HES frá áramótum til dagsins í dag sem nefndin fór yfir. Jafnframt gerði Elsa Ingjaldsdóttir grein fyrir málum sem eru í innheimtu hjá Sjóði – Lögmönnum Suðurlandi.

 

b)      Reglubundið eftirlit – til upplýsinga.

Lagt fram til upplýsinga yfirlit yfir reglubundið eftirlit frá síðasta fundi.

 

4)      Mál úr eftirliti

a)      Olympus, líkamsræktarstöð Hvolsvelli. 

Lögð fram tvö bréf HES, dags 27. janúar og 10. apríl sl. er varðar kröfur um úrbætur til fyrirtækisins. Jafnframt lagt fram framkvæmdaáætlun og upplýsingar um úrbætur, frá fyrirtækinu, dags. 20. apríl sl.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur starfsmönnum HES að skoða fyrirtækið aftur í ljósi nýrra upplýsinga um úrbætur og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

b)      Leikskólinn Álfheimar, Selfossi.

Lagt fram bréf HES, dags. 2. apríl sl. þar sem sveitarfélaginu er veittur frestur til 1. maí til að bregðast við athugasemdum HES.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir kröfur í umræddu bréfi og felur HES að fylgja málinu eftir og beita þvingunaraðgerðum í formi dagsekta hafi úrbætur ekki verið gerðar innan tiltekins frests.

 

c)      Plastiðjan vegna brunans í Set.

Lagt fram til upplýsinga minnisblað HES vegna brunans í Set og bréf til Plastiðjunnar dags. 21. mars sl. þar sem fram kemur mat HES á notkun umbúða.

d)      Jörth ehf. 

Lagt fram bréf HES dags. 17. apríl sl. til Jörth ehf. þar sem farið er fram á að sótt verði um starfsleyfi vegna starfseminnar og merkingum vörunnar breytt. Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir afgreiðsluna.

 

e)      Undanþágur á laugargæsluákvæði.  

Lögð fram 5 bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 9. mars sl. ásamt fylgigögnum er varðar beiðnir sveitarfélaga/rekstraraðila neðangreindra sundstaða um undaþágu frá laugargæslu:

i)        Íþróttamiðstöðin Reykholti

ii)       Heilsustofnun NLFÍ

iii)     Sundlaugin Stokkseyri

iv)     Neslaug og Skeiðalaug

v)      Flúðalaug

Jafnframt lagt fram bréf HES, dags. 13. mars sl. þar sem óskað er eftir fresti til að svara ofangreindu þar til eftir umfjöllun nefndarinnar.

Í bréfum ráðuneytisins kemur fram að reglugerðarbreyting sé væntanleg og ,,verði gerð síðar í mánuðinum“, þ.e. mars sl.

Í ljósi væntanlegrar reglugerðarbreytingar samþykkir Heilbrigðisnefnd Suðurlands að veita jákvæða umsögn vegna þeirra sundstaða sem uppfylla kröfur væntanlegrar reglugerðar og felur starfsmönnum að meta slíkt.

Unnsteinn Eggertsson upplýsti nefndina um aðkomu sína á fyrri stigum málsins og sat hjá undir þessum lið.

 

5)      Fiskmark.

Lagðar fram upplýsingar úr eftirliti frá 23. apríl sl. auk þess sem Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá frekari upplýsingum varðandi eftirlit og kröfur Matvælastofnunar.

Starfsleyfi Fiskmarks rann út 18. september 2010 og hefur afgreiðslu endurnýjunar verið framlengt og frestað vegna krafna um úrbætur.

Þar sem gerðar hafa verið ákveðnar úrbætur, og verið er að vinna að öðrum úrbótum, samþykkir Heilbrigðisnefnd Suðurlands að gefa út tímabundið starfsleyfi til eins árs.

 

6)      OR v/Hellisheiði vegna endurskoðunar starfsleyfis.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur farið yfir innsend gögn, aflað frekari upplýsinga, og fundað með fulltrúum Orkuveitunnar og Umhverfisstofnunar um málið.

Það er mat Heilbrigðisnefndar Suðurlands að skilgreind afköst virkjunarinnar samkvæmt umhverfismati, séu ekki þess eðlis að það kalli á breytingu á starfsleyfisskilyrðum, hvorki efnislega, í heild, eða einstaka greinar þess.

Því er samþykkt að endurskoðun sé lokið með breytingum til samræmis við umhverfismat og afgreiðslu Skipulagsstofnunar um allt að 303 MW raforkuframleiðslu og allt að 400 MW varmaframleiðslu.

Framkvæmdastjóra falið að breyta ofangreindu í starfsleyfi fyrirtækisins.

Með vísun í 18. grein reglugerðar nr. 785/1999 er endurskoðun starfsleyfisskilyrðanna lokið.

 

7)      Frumvarp til laga um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Lagt fram til upplýsinga, umsögn HES, dags. 12. apríl sl. um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:25

 

Gunnar Þorkelsson, form.

Páll Stefánsson

Guðmundur Geir Gunnarsson

Svanborg Egilsdóttir

Unnsteinn Eggertsson

Valur Bogason

Pétur Skarphéðinsson

Elsa Ingjaldsdóttir