140. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

9. mars 2012, kl. 13.00 að Austurvegi 65, Selfossi

Mætt: Gunnar Þorkelsson, formaður, Páll Stefánsson, Svanborg Egilsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

 

1)      Húsnæðismál – drög að samningi við Auðhumlu og endurskoðaður samningur við SASS.

Lögð fram endurskoðuð kostnaðarskipting frá SASS vegna þjónustu að Austurvegi 56 auk leigusamnings við Auðhumlu vegna húsnæðis að Austurvegi 65.

Farið yfir framlögð gögn og borið saman við fjárhagsáætlun en húsnæðistilfærslan mun ekki hafa neikvæð áhrif á fjárhagsáætlun HES 2012.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að ganga frá fyrirliggjandi leigusamningi við Auðhumlu og felur framkvæmdastjóra að skrifa undir f. h. nefndarinnar.

 

2)      Yfirlit matvælaeftirlits – skýrsla til MAST.

Lögð fram til upplýsinga.

 

3)      Mál úr eftirliti.

a)      Sundlaugin Laugaskarði.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 6. febrúar er varðar eftirlit í sundlauginni Laugaskarði, m.a vegna bilunar í klórdælubúnaði.

b)      Loftgæðamælingar.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá vinnu vegna samanburðamælinga sem verið er að gera í Hveragerði við loftgæðamælistöðina. Hún fór einnig yfir aðferðarfræðina við útlestur gagna, kvörðun og hugmyndir um birtingu yfirfarinna gagna.

Almennar umræður urðu um málið.

Jafnframt var framkvæmdastjóra falið að hafa samband við Umhverfisstofnun vegna svifryksmælinga í Skaftárhreppi m.a. vegna erindis frá íbúum Fljótshverfis. Nefndin leggur áherslu á að loftgæði verði könnuð á fleiri stöðum á áhrifasvæði eldgossins.

 

 4)      Beiðni um umsögn v/undanþágu.

Lögð fram beiðni Umhverfisráðuneytis dags. 5. mars sl. um umsögn á erindi Hveragerðisbæjar vegna undanþágubeiðni frá ákvæðum hollustuháttareglugerðar.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að veita jákvæða umsögn vegna beiðninnar.

 

5)      Önnur mál.

a)      Norræn matvælaeftirlitsráðstefna.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði stuttlega grein fyrir nýlokinni ráðstefnu í Finnlandi sem var bæði fróðleg og upplýsandi fyrir íslensku þátttakendurna.

b)      Umsögn HES um frumvarp til laga um umhverfisábyrgð.

Lagt fram til upplýsinga.

c)      Frumvarp til laga um efnavörur.

Lagt fram til upplýsinga.

d)      Frumvarp um breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Lagðir fram minnispunktar HES og málið kynnt.

e)      Frumvarp til laga um loftslagsmál.

Frestur útrunnin án vitneskju HES, þ.a.l er ekki möguleiki á að gera athugasemdir en málið varðar m.a jarðvarmavirkjanir á Suðurlandi.

f)       Beiðni um styrk.

Lagður fram tölvupóstur frá Þresti Þorsteinssyni, f.h. HÍ og Veðurstofu Íslands, með beiðni um styrkveitingu til kaupa á svifryksmælum.

Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.40

Gunnar Þorkelsson

Páll Stefánsson

Guðmundur Geir Gunnarsson

Svanborg Egilsdóttir

Unnsteinn Eggertsson

Pétur Skarphéðinsson

Elsa Ingjaldsdóttir