135. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

haldinn föstudaginn  9. september 2011, kl. 13.30 að Austurvegi 56, Selfossi.

 

Mætt: Gunnar Þorkelsson, formaður, Páll Stefánsson, Svanborg Egilsdóttir, Guðmundur Geir Gunnarsson, Valur Bogason, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Unnsteinn Eggertsson boðaði forföll og varamaður hans einnig.

  Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Í upphafi fundar greindi hann frá fyrirhuguðum flutningi á starfi þar sem hann mun taka við sem héraðsdýralæknir Suðurlands en var áður héraðsdýralæknir Vestur- Skaftafellssýslu.

 1)      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

 

Nr

Heiti

Póstfang

Starfsleyfi

1

Vala MG ehf – sumarhús

801

Selfoss Nýtt leyfi

2

Dalhamar – heimagisting

900

Vestmannaeyjar Nýtt leyfi

3

Hjördís Guðrún Brynjarsd – Sjúkraþjálfun Hella

850

Hella Nýtt leyfi

4

Maria Buendia Albadalejo – Sjúkraþjálfun Hella

850

Hella Nýtt leyfi

5

Café Eyjar

900

Vestmannaeyjar Tímabundið leyfi

6

Syðstu Mörk gisting – Ásta Ólafsdóttir

800

Selfoss Nýtt leyfi

7

Gamla fjósið ehf.

861

Hvolsvöllur Nýtt leyfi

8

VR tjaldsvæði og vatnsveita í orlofshúsabyggð, Miðhúsaskógi, Bláskógabyggð

103

Reykjavík Nýtt leyfi

9

Iceblue ehf  – Skakka horn

203

Kópavogur Nýtt leyfi

10

Tían c/o Jóhann Tr. Sigurðsson

810

Hveragerði Eigendaskipti

11

Skógarhólar Þingvöllum

801

Selfoss Endurnýjun

12

Rangárþing ytra v/Sundlaugin og íþr.h. Hellu

850

Hella Endurnýjun

13

Úr sveitinni ehf.

845

Flúðir Nýtt leyfi

14

Laugaás ehf . v/kvikmyndatöku Dómadal

104

Reykjavík Tímabundið leyfi

15

Gistiheimilið Geysir – Geysir Golf Course ehf.

801

Selfoss Endurnýjun

16

Heilsu og nuddstofa Katrínar – Katrine ehf.

840

Laugarvatn Nýtt leyfi

17

Ferðaþjónusta bænda, Seli

801

Selfoss Eigendaskipti

18

REB Bakstur – Rannveig E. Bjarnadóttir

880

Kirkjubæjarklaustur Nýtt leyfi

19

Dalabúið – Breiðabakki sf

900

Vestmannaeyjar Nýtt leyfi

20

Ferðaþjónusta Stóru Mörk III

861

Hvolsvöllur Endurnýjun

21

Brekkukot,  gisti-/heilsuheimili

801

Selfoss Endurnýjun

22

Græna kannan kaffihús – Vala,matvöruverslun

801

Selfoss Endurnýjun

23

Rafal Witkowski

880

Kirkjubæjarklaustur Nýtt leyfi

24

Sesseljuhús,umhverfissetur

801

Selfoss Endurnýjun

25

Truenorth Ísland ehf

101

Reykjavík Tímabundið leyfi

26

Sólhestar ehf.

816

Þorlákshöfn Nýtt leyfi

27

Verslun Guðlaugs Pálssonar – Kirkjustræti ehf.

820

Eyrarbakki Nýtt leyfi

28

Eyjaból – gisting

900

Vestmannaeyjar Nýtt leyfi

29

Helludalur slf.

801

Selfoss Nýtt leyfi

30

Garðyrkjustöðin Akur

801

Selfoss Endurnýjun

31

Gistihúsið Hof og Kaffi Munkar – Lauren ehf.

880

Kirkjubæjarklaustur Nýtt leyfi

32

Vöndull ehf.

845

Flúðir Nýtt leyfi

33

Farfuglaheimilið Laugavatni ehf.  v/Hrísholt

840

Laugarvatn Nýtt leyfi

34

Gistiskáli Galtalækjarskógi – Váttur ehf.

210

Garðabær Nýtt leyfi

35

ISS Ísland ehf – mötuneyti Búðarhálsvirkjun

210

Garðabær Nýtt leyfi

36

Selós ehf.

800

Selfoss Endurnýjun

37

Happy hour bar/caffee – Alejandro Suarez (var áður Svarti sauðurinn)

815

Þorlákshöfn Nýtt leyfi

38

Garðyrkjustöðin Kinn

801

Selfoss Nýtt leyfi

39

Brjóstsykurgerð Svanhvítar

820

Eyrarbakki Br. Á húsnæði

40

Klausturbleikja

880

Kirkjubæjarklaustur Endurnýjun -breyting

41

Suðurlandsvideó

800

Selfoss Eigendaskipti
42 Spick & Span

800

 Selfoss Nýtt leyfi

43

Jóhann H. Hafþórsson v/ Dalbyggð 24

845

Flúðir Nýtt leyfi

44

Draumakot

900

Vestmannaeyjar Nýtt leyfi

45

Danssport

800

Selfoss Nýtt leyfi

46

Dekkjalagerinn

800

Selfoss Nýtt leyfi

47

Sólheimajökull

871

Vík Nýtt leyfi

48

Paradís

861

Hvolsvöllur Nýtt leyfi

49

Ferðafélagið Útivist v/ Strútur

851

Hella Endurnýjun

50

Ferðafélagið Útivist v/Álftavötn

851

Hella Endurnýjun

51

Ferðafélagið Útivist v/ Dalakofi

851

Hella Nýtt leyfi

 Starfsleyfisumsóknir samþykktar og HES falið að afgreiða í samræmi við kröfur og verklag þar að lútandi.

Starfsleyfisumsóknir nr. 42, 45, og 48, þó samþykktar með fyrirvara um jákvæða úttekt og nr. 44 með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu sveitarfélagsins. Varðandi umsóknir nr. 44 og 48 er HES falið að kanna forsendur afgreiðslu.

 2)      Reglubundið eftirlit.

Lögð fram til upplýsinga gögn úr málaskrá HES um reglubundið eftirliti frá síðasta fundi. Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir málið.

3)      Fiskmark.

Lagt  fram bréf Matís, sem óháðs úttektaraðila, dags. 18. ágúst sl. sem úttekt á fyrirkomulagi þurrkferils í húsnæði Fiskmarks og verklagi við þurrkun.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að fela HES að fara í sameiginlegt eftirlit með Matvælastofnun í fyrirtækið og skal niðurstaða þess eftirlits lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.  Verður þá málið tekið fyrir að nýju.

4)      Mál úr eftirliti.

a)      Úrvals – eldhús.

Lagt fram bréf HES, dags. 23. ágúst sl. þar sem tilkynnt er um meðferð máls og mögulega beitingu þvingunarúrræða, og svarbréf fyrirtækisins, dags. 5. september sl. Elsa Ingjaldsdóttir gerði jafnframt grein fyrir eftirfylgni HES frá því í dag, með fyrirtækinu.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur HES að framfylgja kröfum um úrbætur þó að teknu tilliti til svara fyrirtækisins þar sem öllum úrbótum skal vera lokið fyrir

1. desember næstkomandi.

b)     Skaftárhreppur v/sundlaugar.

Lagt fram bréf HES, dags. 25. ágúst sl. þar sem Skaftárhreppi er veitt formleg áminning vegna sundlaugar á Kirkjubæjarklaustri.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir afgreiðslu á ofannefndu bréfi og felur HES að fylgja málinu eftir.

c)      Pizza Islandia.

Lögð fram til upplýsinga, bréf HES, bæði dags. 9. ágúst sl. þar sem tilkynnt er um meðferð máls og mögulega beitingu þvingunarúrræða. Elsa Ingjaldsdóttir gerði frekari grein fyrir málinu og eftirfylgni þess ef þörf krefur.

d)     Geysir shops.

Lagt fram til upplýsinga, bréf HES dags. 5. ágúst sl. þar sem ítrekaðar eru kröfur um úrbætur og veittur frestur til úrbóta. Elsa Ingjaldsdóttir gerði frekari grein fyrir málinu og eftirfylgni þess ef þörf krefur.

e)      Rangárbakkar Hestamiðstöð Suðurlands.

Lagt fram til bréf HES, dags. 8. ágúst sl. þar sem tilkynnt er um meðferð máls og veittur frestur til að senda inn framkvæmdaáætlun á ítrekaðar úrbætur. Hefur slík áætlun ekki borist.

Í ljósi athugasemda HES og engra viðbragða frá starfsleyfishafa samþykkir Heilbrigðisnefnd Suðurlands að afturkalla starfsleyfi Rangárbakka, Hestamiðstöðvar Suðurlands ehf., sem nær til ,,gamla félagsheimilisins“ á Gaddstaðaflötum.

f)       Flosi Skaftason v/Bílaleigan Ós.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES dags. 21. júlí sl. þar sem farið er fram á frekari gögn með starfsleyfisumsókn áður en til afgreiðslu hennar kemur.

 g)      Hótel Rangá – Hallgerður ehf.

Lagt fram til upplýsinga, bréf HES dags. 19. ágúst sl. þar sem ítrekaðar eru kröfur um úrbætur og veittur frestur til úrbóta. Elsa Ingjaldsdóttir gerði jafnframt grein fyrir eftirfylgni HES frá því í dag, með fyrirtækinu. Úrbætur hafa ekki verið gerðar.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að beita fyrirtækið þvingunarúrræðum þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar.

h)     Fossbúð – Hallgerður ehf.

Lagt fram til upplýsinga, bréf HES, dags. 16. ágúst sl. þar sem tilkynnt er um meðferð máls og mögulega beitingu þvingunarúrræða. Elsa Ingjaldsdóttir greindi frekar frá málinu, tölvupósti frá eiganda fyrirtækisins og eftirfylgni HES vegna málsins.

i)        Hótel Selfoss.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir málinu en fyrirtækið hefur ítrekað fengið framlengdan frest til úrbóta á loftræstikerfi húsnæðisins. Skv. upplýsingum HES er unnið að úrbótum og mun HES fylgja þeim framkvæmdum eftir.

j)       Reykjagarður kjúklingasláturhús v/fráveitumála.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir aðgerðum HES vegna málsins, skýringum fyrirtækisins og fór yfir mögulegar þvingunaraðgerðir. Samþykkt að veita fyrirtækinu formlega áminningu skv. lögum nr. 7/1998

Jafnframt fer Heilbrigðisnefnd Suðurlands fram á að sveitarfélagið skili inn upplýsingum um fyrirhugðar fráveituframkvæmdir enda skulu þær uppfylla kröfur sem gerðar eru til slíkra mannvirkja og viðkvæms viðtaka fráveitu.

k)     Gæludýrahald á hjúkrunarheimili.

Lagt fram erindi frá Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, Hellu dags. 4. júlí sl. þar sem óskað er eftir leyfi til gæludýrahalds á hjúkrunarheimilinu. Um er að ræða leyfi til handa íbúum/sjúklingum til að halda gæludýr undir yfirumsjón aðstandenda hverju sinni.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands fer fram á nánari greinargerð frá Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi og felur HES að afla frekari upplýsinga.

l)        Samkaup Strax- Selfossi.

Lagt fram til upplýsinga, bréf HES dags. 16. ágúst sl. og 8. september sl. þar sem tilkynnt er um meðferð máls og mögulega beitingu þvingunarúrræða. Elsa Ingjaldsdóttir gerði frekari grein fyrir málinu.

5)      Aðalfundur HES 2011.

a)      Drög að dagskrá aðalfundar og ársþingsins.

Aðalfundur HES og ársþing  sveitarfélaga verður haldið 19 – 20 október nk., í Vík í Mýrdal. Lögð fram drög að dagskrá aðalfundar HES en ekki liggur fyrir dagskrá ársþingsins.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög og felur HES að vinna að framsetningu aðalafundargagna í samræmi við samþykktir þess.

b)     Drög að fjárhagsáætlun og gjaldskrá fyrir árið 2012.

Lagðar fram nokkrar tillögur að fjárhagsáætlun og urðu almennar umræður um málið

Samþykkt að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til afgreiðslu aðalfundar  sem gerir ráð fyrir 5% hækkun á gjaldskrá og framlögum sveitarfélaga og 5.5 stöðugildum.

c)      Ársskýrsla 2010.

Lögð fram ársskýrsla HES en eftir er að vinna að endalegum frágangi hennar.

6)      Annað.

a)      Túlkun Skipulagsstofnunar vegna skipulagsmála í Birtingaholti.

Lagt fram afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Hrunamannahrepps þar sem fram kemur álit stofnunarinnar að endurnýting úrgangs í Birtingaholti (starfsleyfishafi Landtak ehf. ) kalli á breytingu á aðalskipulagi.

Málið rætt.

b)     Niðurstöður úr mælingum á díoxínum í jarðvegi.

Lögð fram til upplýsinga greinargerð Umhverfisstofnunar frá 6. júlí sl. um niðurstöður úr mælingum á díoxínum í jarðvegi.  

c)      Varnarefnamælingar í grænmeti og ávöxtum.

Lagt fram til upplýsinga minnisblað HES, dags. 5. september sl. vegna mælinga á varnarefnum í grænmeti og ávöxtum.

d)     Ákvörðun Umhverfisstofnunar um álagningu dagssekta á Vestmannaeyjabæ.

Lagt fram til upplýsinga afrit af bréfi Umhverfisstofnunar til Vestmannaeyjabæjar, dags. 24. júní sl., þar sem synjað er beiðni Vestmannaeyjabæjar um frest á álagningu dagssekta.

e)      Bókun Héraðsnefndar Rangæinga.

Lögð fram beiðni Héraðsnefndar Rangæinga um fund með Heilbrigðisnefnd Suðurlands vegna húsnæðismála.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að verða við beiðninni.

 

Fleira ekki gert og fundi slítið kl. 16.10

 

Gunnar Þorkelsson, form.                  Páll Stefánsson                       Pétur Skarphéðinsson

 

Svanborg Egilsdóttir                          Valur Bogason

 

Guðmundur Geir Gunnarss.              Elsa Ingjaldsdóttir