132. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

haldinn föstudaginn 4. mars 2011, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Gunnar Þorkelsson, formaður, Páll Stefánsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir (í gegnum fjarfundabúnað), Svanborg Egilsdóttir, Guðmundur Geir Gunnarsson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Valur Bogason, Unnsteinn Eggertsson og varamaður hans, Jóhannes Sveinbjörnsson, boðuðu forföll.

1)      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a)      Ný og endurnýjuð

Nr Heiti Póstfang Starfsleyfi
1 NLFÍ Hótel ehf – Tímabundin starfsemi 810 Hveragerði Tímabundið leyfi
2 Fóðurstöð Suðurlands 800 Selfoss Endurnýjun
3 Ferðaþjónustan Miðási 851 Hella Nýtt leyfi
4 Skaftárhreppur v/gámasvæðis 880 Kirkjubæjarklaustur Nýtt leyfi
5 Stofnfiskur hf v/ Fiskalón 816 Þorlákshöfn Endurnýjun
6 Al bakstur ehf Selfossi 800 Selfoss Eigendaskipti
7 Mika ehf – Café Mika 801 Selfoss Nýtt leyfi
8 Orkuveita Reykjavíkur v/Hlíðarveitu – vatnsveitu 110 REYKJAVÍK Endurnýjun
9 Orkuveita Reykjavíkur v/Vatnsveitu á Nesjavöllum 801 Selfoss Endurnýjun
10 Orkuveita Reykjavíkur v/Vatnsveitu Hellisheiðarvirkjunar 816 Þorlákshöfn Endurnýjun
11 Café Varmó – Veyja ehf 900 Vestmannaeyjar Endurnýjun
12 Hörður Magnússon – sumarhús Sólvöllum (Laugarási) 810 Hveragerði Nýtt leyfi
13 Set ehf 800 Selfoss Endurnýjun
14 Sæbýli ehf 820 Eyrarbakka Nýtt leyfi
15 Petra og Ingvar slf 815 Þorlákshöfn Nýtt leyfi
16 Skátaheimilið Faxastíg – farfuglaheimili 900 Vestmannaeyjar Endurnýjun
17 Rarik ohf, aðveit. Flúðum 110 Reykjavík Nýtt leyfi
18 Rarik ohf, aðveit. Hellu 860 Hvolsvöllur Endurnýjun
19 Rarik ohf, aðveit. Hveragerði 810 Hveragerði Endurnýjun
20 Rarik ohf, aðveit. Hvolsvelli 860 Hvolsvöllur Endurnýjun
21 Rarik ohf, aðveit. Prestb.+Klaust. 880 Kirkjubæjarklaustur Endurnýjun
22 Rarik ohf, aðveit. Reykholti 801 Selfoss Nýtt leyfi
23 Rarik ohf, aðveit. Þorláksh. 815 Þorlákshöfn Endurnýjun
24 Rarik ohf, spenni Selfoss 80 Selfoss Endurnýjun
25 Ásríki ehf 860 Hvolsvöllur Eigendaskipti
26 Gistiheimilið Brenna 850 Hella Endurnýjun
27 Ferðaþjónustan Hunkubökkum ehf 880 Kirkjubæjarklaustur Endurnýjun
28 Heilsunuddstofa Hörpu 810 Hveragerði Endurnýjun
29 Kumbaravogur ehf 825 Stokkseyri Endurnýjun
30 Álfasteinn (ferðaþjónusta Þjóðólfshaga) 851 Hella Nýtt leyfi
31 Hurðalausnir (Hárgreiðslustofa) 800 Selfoss Nýtt leyfi
32 Viator v/ ferðaþjónustu 801 Selfoss Nýtt leyfi
33 Vélaverkstæði Þóris 800 Selfoss Nýtt leyfi
34 Vélsmiðja Ingvars Guðna 801 Selfoss Nýtt leyfi
35 ÖB Brugghús 801 Selfoss Eigendaskipti
36 Ískorn 801 Selfoss Nýtt leyfi
37 Vatnsból Brekkum III 871 Vík Endurnýjun
38 Matarsmiðjan Flúðum 845 Flúðum Nýtt leyfi
39 Ferðaþjónustan Miðási – Laufási Landeyjum 861 Hvolsvöllur Nýtt leyfi
40 Hótel Hvolsv.-veitingar – GS veitingar ehf. 860 Hvolsvöllur Endurnýjun
41 Lindarfiskur 871 Vík Nýtt leyfi

Öll starfsleyfi samþykkt nema starfsleyfisumsóknir nr. 14, 31, 32, 34, 36 og 41 eru samþykktar með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa og/eða byggingafulltrúa.

b)     Tóbakssöluleyfi

Nr Heiti Póstfang Starfsleyfi
1 Kaffi María – Brandur ehf 900 Vestmannaeyjar Nýtt leyfi

Lagt fram til upplýsinga

2)      Yfirlit og gangur eftirlits

a)      Ársreikningur 2010

Lagður fram ársreikningur HES 2010, undirritaður af endurskoðanda, til frekari undirskriftar nefndarmanna.

Ársreikningurinn undirritaður og vísað áfram til skoðunarmanna 

b)     Rekstraryfirlit frá áramótum

Lagt fram til upplýsinga rekstaryfirlit HES frá áramótum til 1. mars. Án athugasemda.

c)      Gangur eftirlits

Lagður fram til upplýsinga listi yfir reglubundið eftirlit með fyrirtækjum frá síðasta fundi nefndarinnar.

3)      Gjaldskrá sveitarfélaga

a)      Gjaldskrá vegna sorphirðu/sorpförgunar í Skaftárhreppi – Afgreiðsla HES lögð fram til upplýsinga.

b)     Gjaldskrá um hundahald í Skaftárhreppi – Afgreiðsla HES lögð fram til upplýsinga.

4)      Túlkun á fráveitulögum

Lögð fram tvö bréf Umhverfisráðuneytis dags. 12. janúar og 22. febrúar sl. sem svar við beiðni HES dags. 16. nóvember 2009, um túlkun á einstaka greinum laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna.

Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir túlkun ráðuneytisins og þýðingu þess en í meginatriðum ber að túlka kröfu fyrir sameiginlegt fráveitukerfi fyrir þéttleika byggðar uþb. 20 hús á 10 ha. eða 50 persónueiningar. Greinarmunur á samþykktu skipulagi eða byggð er skv. túlkun UMHVR óljós en til að lögin nái markmiðum sínum er réttara að miða við samþykkt skipulag.

5)      Mál úr eftirliti

a)      Hótel Selfoss- tilkynning um meðferð máls

Lögð fram til upplýsinga tvö bréf HES dags. 21. febrúar og 24. febrúar sl. auk tölvupósts, ásamt fylgigögnum, frá Hótel Selfoss, dags. 23. febrúar sl.

 b)     Úrvals-eldhús – tilkynning um meðferð máls og ákvörðun um beitingu þvingunaraðgerða

Lögð fram til upplýsinga tvö bréf HES dags. 22. og 28. febrúar sl. auk þess sem framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir málinu og upplýsti um niðurstöðu eftirlits frá 2. mars sl.

6)      Fiskmark

Lagt fram bréf frá Hallgrími Sigurðssyni, dags. 24. febrúar sl. sem svar við bókun og bréfi frá Heilbrigðisnefnd Suðurlands dags. 29. nóvember sl. Í því bréfi var veittur frestur til 1. mars 2011 til að verða við kröfum um úrbótum áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfis er tekin.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands ákveður að fresta útgáfu starfsleyfis og hefur í hyggju að gera stöðumat á úrbótaferlinu.

Verður málið tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

7)      Bréf til Matvælastofnunar vegna athugasemda ESA

Lagt fram til upplýsinga bréf HES dags. 15. febrúar sl., til Matvælastofnunar þar sem óskað er eftir upplýsingum frá MAST varðandi svör stofnunarinnar til ESA vegna úttektar á fiskvinnslum. Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir málinu en svör hafa ekki borist.

8)      Málefni sorpbrennslustöðva

Lögð fram til upplýsinga, bókun stjórnar SASS um málefni sorpbrennslustöðva en í bókuninni kemur fram hvatning til málsaðila að vinna að varanlegri lausn í málum sem tengjast sorphirðu og meðferð þess.   

Ennfremur lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SASS með upplýsingum um erindi til stjórnar SASS um tillögu til sunnlenskra sveitarfélag um að halda málþing um meðferð sorps. Erindið kom frá sveitar-/bæjarstjórum Hornafjarðar, Vestmannaeyja og Skaftárhrepps.

Elsa greindi einnig frá fyrirhugðum fundi með fulltrúum Umhverfisráðuneytis og Sambandi sveitarfélaga um sama mál.

Undir þessum lið var einnig lögð fram sýnatökuáætlun Umhverfisstofnar vegna díoxínmælinga í –og við núverandi sorpbrennslustöðvar.

Fleira ekki gert og fundi slítið kl. 14.30

Gunnar Þorkelsson                Sigurhanna Friðþórsdóttir      Páll Stefánsson

form.

Svanborg Egilsdóttir              Guðmundur Geir Gunnarss.   Pétur Skarphéðinsson

Elsa Ingjaldsdóttir