130. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands
130. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn föstudaginn
19. nóvember, kl. 13:30 að Austurvegi 56, Selfossi
Mætt: Gunnar Þorkelsson, formaður, Páll Stefánsson, Unnsteinn Eggertsson, Ólafur Hafsteinn Jónsson varam., Valur Bogason (í gegnum fjarfundabúnað) og Elsa Ingjaldsdóttir.
Svanborg Egilsdóttir, Guðmundur Geir Gunnarsson og Pétur Skarphéðinsson boðuðu forföll. Ennfremur Oddur Árnason, varamaður
Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu
Ný og endurnýjuð
Nr | Heiti | Póstfang | Starfsleyfi |
---|---|---|---|
1 | Lyf og heilsa, Vestmannaeyjum | 900 Vestmannaeyjar | Endurnýjun |
2 | Dvalarheimili, Hjallatún | 870 Vík | Endurnýjun |
3 | Mýrdalshreppur v/Vatnsveitu | 870 Vík | Ný starfsemi |
5 | Vatnsból Eystri-Pétursey – Sigurjón Eyjólfsson | 870 Vík | Ný starfsemi |
6 | Vatnsból Hraunkoti, Skaftárhreppi | 880 Kirkjubæjarkl. | Endurnýjun |
7 | Vatnsból Úthlíð, Skaftártungu – Hlíðarból ehf | 880 Kirkjubæjarkl. | Ný starfsemi |
8 | Árborg v/barnsk. Eyrarb | 820 Eyrarbakki | Endurnýjun |
9 | Árborg v/Bifröst skólavistun | 800 Selfoss | Endurnýjun |
10 | Árborg v/Leikskólinn Hulduheimar | 800 Selfoss | Endurnýjun |
11 | Árborg v/Vallaskóla, Sandvík | 800 Selfoss | Endurnýjun |
12 | Tjaldsvæðið Kleifar | 880 Kirkjubæjarkl. | Endurnýjun |
13 | Hveragerðisbær v/ Grunnskóla | 810 Hveragerði | Endurnýjun |
14 | Hveragerðisbær v/ Skólasel | 810 Hveragerði | Endurnýjun |
15 | Byggðasafnið í Skógum, Skógakaffi | 861 Hvolsvöllur | Endurnýjun |
16 | Europris | 800 Selfoss | Eigendaskipti |
17 | Heilsulind, Miðgarði | 800 Selfoss | Endurnýjun |
18 | Vatnsból Múla, Skaftártungu | 880 Kirkjubæjarkl. | Endurnýjun |
19 | Vínbúð Á.T.V.R. Þorlákshöfn | 815 Þorlákshöfn | Br. á húsn. |
20 | Bifreiðaverkstæði Gunnars Valdimarssonar | 880 Kirkjubæjarkl. | Endurnýjun |
21 | Framrás ehf. Bílaverkstæði | 870 Vík | Endurnýjun |
22 | G.B. Bílar – Guðlaugur G Björnsson | 800 Selfoss | Ný starfsemi |
23 | Kríumýri ehf | 801 Selfoss | Endurnýjun |
24 | Jón Ögmundsson v/alifugla Hjalla | 801 Selfoss | Endurnýjun |
25 | Volcano café – Eldkaffi ehf | 900 Vestmannaeyjar | Endurnýjun |
26 | Bændagisting, Efstadal | 801 Selfoss | Endurnýjun |
27 | Hverabakarí | 810 Hveragerði | Endurnýjun |
28 | Hamrar hf. Plastiðnaður | 810 Hveragerði | Endurnýjun |
29 | Meðferðar- og skólaheimilið Lækjarbakka | 851 Hella | Ný starfsemi |
30 | Mosfell sf | 850 Hella | Endurnýjun |
31 | Rakarastofa Björns og Kjartans | 800 Selfoss | Endurnýjun |
32 | Húsasmiðjan hf , Vestmannaeyjum | 900 Vestmannaeyjar | Endurnýjun |
33 | Tannlæknastofa Hartmanns Ásgrímssonar | 900 Vestmannaeyjar | Endurnýjun |
34 | Bílaverkstæðið Rauðalæk | 851 Hella | Endurnýjun |
35 | Gesthús Selfossi ehf | 800 Selfoss | Endurnýjun |
36 | Hestakráin | 801 Selfoss | Endurnýjun |
37 | Járnkarlinn | 815 Þorlákshöfn | Endurnýjun |
38 | Farfuglaheimilið Fljótsdal | 861 Hvolsvöllur | Endurnýjun |
39 | Ölfus v/ Áhaldahúss | 815 Þorlákshöfn | Endurnýjun |
40 | Sporttækni | 810 Hveragerði | Ný starfsemi |
41 | Gistiheimilið Fossnesi | 801 Selfoss | Br. á starfse |
42 | Síld og fiskur, Þórustaðir | 801 Selfoss | Endurnýjun |
43 | Ingileifur Jónsson matar – og skrifstofuaðstaða Ölfusi v/Suðurlandsvegar | 801 Selfoss | Ný starfsemi |
44 | Orkan Þorlákshöfn | 815 Þorlákshöfn | Endurnýjun |
45 | Fiskás, Hellu | 850 Hellu | Ný starfsemi |
Ofangreind starfsleyfi samþykkt án athugasemda.
Orkuveita Reykjavíkur v/Hellisheiðarvirkjunar
Starfsleyfi Orkuveitu Reykjavíkur er nú til endurskoðunar sbr. endurskoðunarákvæði á fjögurra ára fresti. Hefur fyrirtækinu verið sent bréf þess efnis og beðið er eftir svörum til frekari afgreiðslu málsins.
Hótel Hvolsvöllur – Hörganes ehf.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 12. nóvember sl. þar sem fram kemur að endurnýjun leyfa er háð því að eftirlits- og leyfisgjald hafi verið greitt sbr. lög nr. 93/1995 um matvæli.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur framkvæmdastjóra afgreiðslu málsins sem annars vegar felst í endurnýjun á starfsleyfi að uppfylltum skilyrðum, eða höfnunar á endurnýjun leyfis ef fyrirtækið hefur ekki orðið við framsettum kröfum.
b ) Tóbakssöluleyfi
Nr | Nafn | Póstfang | Starfsleyfi |
---|---|---|---|
1 | Olíuverslun Íslands, Selfossi | 800 Selfoss | Endurnýjun |
2 | Samkaup Strax, Laugarvatni | 840 Laugarvatni | Endurnýjun |
3 | Hótel Geysir | 801 Selfoss | Endurnýjun |
4 | Volcano café | 900 Vestmannaeyjar | Nýtt leyfi |
Reglubundið eftirlit og rekstur
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundins heilbrigðiseftirlits og fór jafnfram yfir framlagðan rekstarreikning. Kom fram að reksturinn stendur ágætlega en framlag ríkisins til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, breytir þar öllu, er því mjög líklegt að fjárhagsáætlun standist í meginatriðum.
Fiskmark
Athugsemdir vegna brota á stafsleyfisskilyrðum
Lagt fram bréf HES dags. 7. október sl. þar sem fyrirtækinu er veitt áminning vegna brota á starfsleyfisskilyrðum. Ennfremur lagt fram bréf frá Hallgrími Sigurðssyni, ódags. móttekið 19. október sl., þar sem hann mótmælir því að starfsleyfisskilyrði hafi verið brotin.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir hér með afgreiðslu HES frá 7. október sl.
Ákvörðun um endurnýjun starfsleyfis
Lagt fram bréf HES, dags. 4. október sl. þar sem Fiskmarki er tilkynnt um afgreiðslu nefndarinnar frá 1. október sl. ásamt ítarlegri upplýsingum um svör/framkvæmdaáætlun sem fyrirtækinu ber að skila áður en ákvörðun um endurnýjun starfsleyfis verður tekin.
Lögð fram tvö bréf Fiskmarks, sem svör við ofannefndu bréfi, dags. 2. október og 16. nóvember sl. ennfremur lögð fram síðasta eftirlitsskýrsla frá 16. nóvember sl. auk afrita af skoðunarskýrslum Sýnis frá 6. október sl., Aðalskoðunar frá 15. júní sl., auk eftirfylgniskýrslu frá Matvælastofnun frá 6. júlí sl.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að fresta afgreiðslu starfsleyfis til 1. mars næstkomandi á grundvelli þeirra gagna sem fyrirtækið hefur sent nefndinni vegna málsins. Starfsleyfi verður einungis afgreitt ef öll starfsleyfisskilyrði hafa verið uppfyllt og úttekt farið fram.
Mál úr eftirliti
Mýrdalshreppur v/Leikskála – áminning
Lagt fram bréf HES, dags. 11. nóvember sl. þar sem sveitarfélaginu Mýrdalshreppi er veitt áminning fyrir brot á starfsleyfiskilyrðum fyrir félagaheimilið Leikskála fyrir að verða ekki við ítrekuðum kröfum um úrbætur.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir ofangreinda afgreiðslu.
Mýrdalshreppur v/grunnskóla og tónlistarskóla – tilkynning um meðferð máls
Lagt fram bréf HES, dags. 11. nóvember sl. þar sem farið er fram á að sveitarfélagið verði við framsettum kröfum um úrbætur innan settra tímamarka. Að öðrum kosti mun þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 7/1998 verða beitt til að knýja fram úrbætur.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir ofangreinda afgreiðslu.
Hveragerðisbær v/grunnskóla – tilkynning um meðferð máls
Lagt fram bréf HES, dags. 5. nóvember sl. þar sem farið er fram á að sveitarfélagið verði við framsettum kröfum um úrbætur innan settra tímamarka. Að öðrum kosti mun þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 7/1998 verða beitt til að knýja fram úrbætur.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir ofangreinda afgreiðslu.
Hveragerðisbær v/Skólasels – Tilkynning um meðferð máls
Lagt fram bréf HES, dags. 4. nóvember sl. þar sem farið er fram á að sveitarfélagið verði við framsettum kröfum um úrbætur innan settra tímamarka. Að öðrum kosti mun þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 7/1998 verða beitt til að knýja fram úrbætur.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir ofangreinda afgreiðslu.
Tjaldsvæðið Laugarvatni- Sólstaðir ehf. – Ákvörðun um þvingunaraðgerðir
Lagt fram bréf HES, dags. 2. nóvember sl. þar sem farið er fram á að Sólstaðir ehf. fjarlægi leiktæki sem ekki uppfylla kröfur sem gerðar eru til leiktækja. Ennfremur lagt fram bréf HES, dags. í dag þar sem frestur til að fjárlægja leiktæki hefur verið framlengdur.
Framkvæmdastjóri upplýsti jafnframt um fund HES með forsvarsmönnum fyrirtækisins.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands staðfestir ofangreinda afgreiðslu vegna málsins.
Framsalssamningur við MAST
Lagður fram óundirritaður samningur milli Matvælastofnunar og Heilbrigðisnefndar Suðurlands um framsal eftirlits samkvæmt 3. mgr. 22. greinar laga nr. 93/1995 um matvæli ásamt fylgiskjölum. Fylgiskjal 1 er listi yfir þau átta fyrirtæki sem framsalinu er ætlað að ná til. Í fylgiskjali 3 koma fram forsendur fyrir framsali á verkefnum MAST til HES, fylgiskjal 4 er form eftirlitsskýrslu og síðan fylgja með drög að bréfum sem senda á viðkomandi fyrirtækjum, verði af framsali.
Formaður gerði frekari grein fyrir málinu.
Ennfremur var upplýst um úttekt ESA/ESB með HES og MAST á einu fyrirtæki á listanum þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir að hálfu ESA.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningnum f.h. nefndarinnar.
Erindi um svifryksmælingar
Lagt fram bréf, dags. 15. nóvember sl., móttekið í tölvupósti s.d., frá Helgu Þorbergsdóttur, Ólöfu Árnadóttur, Sigurgeir Má Jenssyni og Þóri B. Kolbeinssyni til nefndarinnar um að hún hlutist til um uppsetningu á svifryksmæli undir Eyjafjöllum.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfinu og framvísar málinu til stjórnar SASS en á ársþingi SASS, sem haldið var Selfossi 13. og 14. september 2010, var ályktað um nauðsyn á slíkum búnaði og SASS falið að hafa forgöngu um fjármögnun á færanlegum svifryksmæli. Í kjölfarið yrði Heilbrigðiseftirliti falin umsjón og vöktun mælinganna.
Það skal jafnframt upplýst að Umhverfisstofnun fer með vöktun loftgæða í landinu og hefur í þeim tilgangi sett um nýjan mæli á Hvolsvelli. Það er síðan í höndum sveitarfélaganna að taka ákvörðun um kaup á mæli umfram vöktun Umhverfisstofnunarinnar.
Húsnæðismál
Lagt fram minnisblað frá SASS, dags. 5. nóvember sl. um húsnæðismál að Austurvegi 56, Selfossi. Málið kynnt en engar ákvarðanir liggja fyrir.
Einnig lögð fram tillaga að viljayfirlýsingu milli Þekkingarseturs Vestmannaeyja og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna fyrirhugaðra framkvæmda/samstarfs Vestmannaeyjabæjar og Þekkingarsetursins um endurgerð og uppbyggingu á Ægisgötu 2 fyrir starfsemi og stofnanir sem nú starfa innan Þekkingarsetursins.
Málið kynnt.
Framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slítið kl. 15.00
Gunnar Þorkelsson, form
Unnsteinn Eggertsson
Páll Stefánsson
Valur Bogason
Ólafur Hafsteinn Jónsson
Elsa Ingjaldsdóttir