129. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands
1. október 2010, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi
Mætt: Pétur Skarphéðinsson, Gunnar Þorkelsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Svanborg Egilsdóttir, Páll Stefánsson, Unnsteinn Eggertsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Valur Bogason og varamaður hans, Sigurhanna Friðþórsdóttir boðuðu forföll.
1) Kjör formanns og varaformanns.
Pétur Skarphéðinsson setti fund og stýrði kjöri til formanns og varaformanns.
Pétur lýsti eftir framboði til formanns og gáfu bæði Gunnar Þorkelsson og Svanborg Egilsdóttir kost á sér.
Var gengið til skriflegrar atkvæðagreiðslu og var Gunnar Þorkelsson kjörinn formaður nefndarinnar og Svanborg Egilsdóttir varaformaður.
Tók nýkjörinn formaður við stjórn fundarins.
2) Kynning á starfsemi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Formaður fór yfir framlagða samantekt með almennum upplýsingum um starfsemi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands ásamt ársskýrslu og gerði frekari grein fyrir lagaumhverfi HES. Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir uppbyggingu heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, lagaumhverfi og kynnti starfsmenn og starfssvið þeirra.
3) Afgreiðsla aðalfundar 2010.
a) Aðalfundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til upplýsinga.
Umræður urðu um einstaka liði fundargerðarinnar þar sem ekki kemur fram með skýrum hætti við hvað er átt.
b) Tillaga að fjárhagsáætlun skv. afgreiðslu aðalfundar
Formaður fór yfir afgreiðslu aðalfundar á fjárhagsáætlun HES.
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir tillöguna og greindi frá breytingum á henni í samræmi við afgreiðslu aðalfundar. Í núverandi tillögu er gert ráð fyrir hækkun eftirlitsgjalda, sbr. ákvörðun um hækkun gjaldskrár, en framlög sveitarfélaga eru óbreytt frá fyrra ári. Aðrir liðir eru óbreyttir frá aðalfundi nema launaliður sem skerðist vegna óbreyttra framlaga sveitarfélaga.
Almennar umræður urðu um málið.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun.
4) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
a) Ný og endurnýjuð
Nr
|
Heiti
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
N1 hf.
|
815 Þorlákshöfn
|
Ný starfsemi
|
2
|
Vatnsveita Hrútafelli, Eyvindarhólum og Önundarhorni
|
861 Hvolsvöllur
|
Ný starfsemi
|
3
|
Reykjagarður v/Ásmundarstaða
|
851 Hella
|
Endurnýjun
|
4
|
Skíðaskálinn í Hveradölum – S.H.S.veitingar ehf.
|
801 Selfoss
|
Eigendaskipti
|
5
|
Svínabúið Ormsstöðum
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
6
|
Vatnsból Núpi 3, Rangárþingi eystra
|
861 Hvolsvöllur
|
Ný starfsemi
|
7
|
Krás ehf.
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
8
|
Snyrtistofan Ylur ehf.
|
860 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
9
|
Tannlæknastofa Heimis Hallgrímssonar
|
900 Vestmannaeyjar
|
Endurnýjun
|
10
|
Örn ehf (Elli P)
|
900 Vestmannaeyjar
|
Endurnýjun
|
11
|
Flugleiðahótel v/Hótel Edda KHÍ
|
840 Laugarvatn
|
Endurnýjun
|
12
|
Flugleiðahótel v/Hótel Edda Menntaskólanum Laugarvatni
|
840 Laugarvatn
|
Endurnýjun
|
13
|
Flugleiðahótel v/Hótel Edda Skógum
|
861 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
14
|
Húsasmiðjan hf , Vestmannaeyjum
|
900 Vestmannaeyjar
|
Endurnýjun
|
15
|
Vatnsból Brekkum I, Mýrdalshrepp
|
871 Vík
|
Endurnýjun
|
16
|
Hárgreiðslustofa Jónu Sigurbjartsdóttur
|
880 Kirkjubæjarkl.
|
Endurnýjun
|
17
|
Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf.
|
851 Hella
|
Endurnýjun
|
18
|
Cafe Thor
|
850 Hella
|
Ný starfsemi
|
19
|
Vatnsveita Austurdals, Efsti-Dalur, Böðmóðsstaðir, Bláskógabyggð
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
20
|
Dvalarheimili aldraðra Blesastöðum
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
21
|
Ferðaþjónusta Austvaðsholti
|
851 Hella
|
Endurnýjun
|
22
|
Flúðasveppir ehf.
|
845 Flúðir
|
Endurnýjun
|
23
|
Hárskör, hársnyrtistofa
|
860 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
24
|
Lundur – hjúkrunar- og dvalarheimili
|
850 Hella
|
Endurnýjun
|
25
|
Pizza 67 – Dalhraun 6 ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
Endurnýjun
|
26
|
Farfuglaheimilið Hvoli
|
880 Kirkjubæjarkl.
|
Endurnýjun
|
27
|
Mika ehf
|
845 Flúðir
|
Endurnýjun/Ný starfsemi
|
28
|
Vatnsból V-Sámsstöðum, Fljótshlíð
|
861 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
29
|
Vatnsveita Péturseyjar, Mýrdalshreppi
|
871 Vík
|
Endurnýjun
|
30
|
Bílaþjónustan S. Gestsson
|
800 Selfoss
|
Ný Starfsemi
|
31
|
Geirland ehf – ferðaþjónusta
|
880 Kirkjubæjarkl.
|
Endurnýjun
|
32
|
Hótel Hekla – Ketilhóll ehf.
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
33
|
Hótel Vík – E.Guðmundsson ehf.
|
870 Vík
|
Breyting á húsnæði
|
34
|
Íbenholt ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
Ný starfsemi
|
35
|
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
36
|
Vatnsveita Gunnbjarnarholti
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
37
|
Farfuglaheimilið Skógum
|
861 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
38
|
Gistiheimilið Húsið – Glóa ehf.
|
861 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
39
|
Hótel Lundi – Víkurdrangar ehf.
|
870 Vík
|
Endurnýjun
|
40
|
Bláskógabyggð v/ Leikskólinn Álfaborg
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
41
|
Suðurlandsvídeó ehf.
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
42
|
Höllin – SegVeyjar
|
900 Vestmannaeyjar
|
Eigendaskipti
|
43
|
Hótel Höfðabrekka – Höfðabrekka ehf
|
871 Vík
|
Endurnýjun
|
44
|
Ystiklettur ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
Endurnýjun
|
45
|
Fossdekk ehf.
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
46
|
H.M. lyftur ehf.
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
47
|
Árborg v/Barnskólinn Stokkseyri
|
825 Stokkseyri
|
Breyting á húsnæði
|
48
|
Árborg v/skólavistun Stokkseyri
|
825 Stokkseyri
|
Endurnýjun
|
49
|
Heimagisting Jóhönnu Finnbogadóttur
|
900 Vestmannaeyjar
|
Ný starfsemi
|
50
|
Straumhvarf
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
51
|
Múrarafélag Rvk. v/Sundl.Öndverðanesi
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
52
|
Járnkarlinn
|
815 Þorlákshöfn
|
Endurnýjun
|
53
|
Veiði/fiskiræktarfélag Landmannaafréttar
|
851 Hella
|
Endurnýjun
|
54
|
Hestakráin
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
55
|
Nudd- og snyrtistofa Lilju
|
810 Hveragerði
|
Endurnýjun
|
56
|
Krappi ehf.
|
860 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
57
|
Strandavöllur ehf.
|
851 Hella
|
Endurnýjun
|
58
|
Gesthús Selfossi ehf.
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
59
|
Rangarþing eystra v/ Félagsheimilið Njálsbúð
|
861 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
60
|
Rangárþing eystra v/ Félagsheimilið Goðaland
|
861 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
61
|
Rangárþing eystra v/ Félagsheimilið Heimaland
|
861 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
62
|
Rangárþing eystra v/ Tjaldsvæðið Hamragörðum
|
861 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
Með starfsleyfisumsókn nr. 42 fylgja undirritaðar verklagsreglur umsóknaraðila vegna hljóðvaka.
Ofangreind starfsleyfi samþykkt án athugasemda.
b) Tóbakssöluleyfi
Nr
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
Höllin – SegVeyjar ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
Eigendaskipti
|
2
|
Cafe Thor
|
850 Hella
|
Ný starfsemi
|
5) Reglubundið eftirlit.
a) Staða eftirlits.
Lagður fram til upplýsinga listi yfir fyrirtæki sem fengið hafa eftirliti frá síðasta fundi. Elsa Ingjaldsdóttir gerði frekari grein fyrir málinu.
b) Rekstraryfirlit.
Lagt fram til upplýsinga rekstaryfirlit HES til dagsins í dag. Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir rekstrareikninginn en tekjur hafa verið aðeins hærri en gert var ráð fyrir, gjöld eru á áætlun en gengið hefur á rekstarfé vegna bifreiðakaupa.
6) Úrskurður um eftirlit HES með fiskþurrkun Lýsis hf.
Lagður fram til upplýsinga úrskurður úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir, dags. 13. september sl., í máli Magnúsar Guðjónssonar ofl. gegn Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Kæran varðaði meinta vanrækslu í eftirliti með starfsemi Lýsis.
Í úrskurðinum er ekki fallist á kröfu kærenda um að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi vanrækt skyldur sínar.
7) Mál úr eftirliti.
a) Fiskmark.
Með bréfi, dags. 14. júní sl. var fyrirtækinu tilkynnt um að gildistími starfsleyfis Fiskmarks rynni út í haust. Var slíkt ítrekað með símtölum og eftirliti og farið fram á að ef fyrirtækið hygðist sækja um endurnýjun yrði slíkri endurnýjun að fylgja frekari upplýsingar um úrbætur og fyrirkomulag mengunarvarna.
Lögð fram bréf frá Hallgrími Sigurðssyni, f.h. Fiskmarks, dags. 21. og 24. september sl. þar sem m.a. er óskað eftir endurnýjun starfsleyfis til handa Fiskmark ehf. Ennfremur lagðir fram minnispunktar framkvæmdastjóra vegna málsins og síðasta eftirlitsskýrsla v/fyrirtækisins.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að fresta afgreiðslu umsóknar um endurnýjun starfsleyfis til næsta fundar og á þeim tíma leggi fyrirtækið fram fullnægjandi framkvæmda- og úrbótaáætlun til að uppfylla ákvæði starfsleyfisskilyrða. Skal framkvæmdaáætlunin vera tímasett.
b) Þingvellir.