124. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

124. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn fimmtudaginn 4. febrúar 2010, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Vilhjálmsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, Viktor Pálsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Guðmundur Geir Gunnarsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Pétur Skarphéðinsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Ný og endurnýjuð

 

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Fiskbúð Suðurlands ehf

800 Selfoss

Endurnýjun

2

J.R. verktakar ehf

900 Vestmannaeyj

Endurnýjun

3

Hellugerð Agnars

900 Vestmannaeyj

Endurnýjun

4

Erta ehf – mötuneyti JÁ verk Hellisheiðavirkjun

815 Þorlákshöfn

Br. á starfse.

5

Fjallafang,

851 Hella

Endurnýjun

6

Vestmannaeyjabær v.Þjón.miðst. (áður Áhaldahús)

900 Vestmannaeyj

Endurnýjun

7

Vélaverkstæðið Þór ehf

900 Vestmannaeyj

Endurnýjun

8

Heilsuhúsið

800 Selfoss

Endurnýjun

9

Lyfja hf – Selfossi

800 Selfoss

Endurnýjun

10

Rangárþing ytra v/Miðheima matsalur og mötuneyti grunnskóla

850 Hella

Endurnýjun

11

Smiðjan- járnsmíði

850 Hella

Endurnýjun

12

Vilberg kökuhús Selfossi,- Goðaland ehf

800 Selfoss

Endurnýjun

13

Tréverk

900 Vestmannaeyj

Endurnýjun

14

Bílaverkstæði Sigurjóns

900 Vestmannaeyj

Endurnýjun

15

Krossfiskur

825 Stokkseyri

Endurnýjun

16

Sigríðarstofa við Gullfoss

801 Selfoss

Endurnýjun

17

Trévík, trésmiðja

870 Vík

Endurnýjun

18

Ölfus v/ Grunnskólinn í Þorlákshöfn

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

19

Ráðhúskaffi – VD veitingar ehf.

815 Þorlákshöfn

Eigendaskipti

20

Olíuversl.Ísl.v/Bensínst.Borg

104 Reykjvaík

Endurnýjun

21

Olíuversl.Ísl.v/Hrauneyjar

104 Reykjvaík

Endurnýjun

22

Olíuversl.Ísl.v/Litla Kaffistofan

104 Reykjvaík

Endurnýjun

23

Olíuversl.Ísl.v/ÓB Bensínst.Eyrabakka

104 Reykjvaík

Endurnýjun

24

Pylsuvagninn Selfossi

800 Selfoss

Br. á húsn.

25

Áhaldaleigan ehf

900 Vestmannaeyj

Endurnýjun

26

Blikksmiðjan Þ.H. Blikk

800 Selfoss

Endurnýjun

27

Hvolsdekk ehf

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

28

Mýrdalshreppur v/grunnskóla og tónlistarskóla

870 Vík

Endurnýjun

29

Sjúkraþjálfun Hveragerðis

810 Hveragerði

Endurnýjun

30

Tómas Þórir Jónsson

845 Flúðir

Endurnýjun

31

Týsheimili

900 Vestmannaeyj

Endurnýjun

32

Svölukot

900 Vestmannaeyj

Ný starfsemi

33

Fengur ehf.

810 Hveragerði

Ný starfsemi

34

Siggagerði

801 Selfoss

Ný starfsemi

35

Vatnsveitufélagið Suðurfall

801 Selfoss

Endurnýjun

36

Sláturfélag Suðurlands v/Fossnes

800 Selfoss

Endurnýjun

37

Sólheimar ses v/fráveitu

801 Selfoss

Ný starfsemi

38

Hrunamannahreppur v/Gámavöllur

845 Flúðir

Ný starfsemi

39

Tónlistaskóli Rangæinga v/Hvolsvöllur

860 Flúðir

Br. á húsn.

40

Fjarðarlax

815 Þorlákshöfn

Eigendaskipti

41

Jarðefnaiðnaður v/námu Merkihvoli við Fossbrekkur

851 Hella

Endurnýjun

42

Sýslumaðurinn í Vm v/Lögreglustöð fangageymslur

900 Vestmannaeyj

Ný starfsemi

43

Stjarnan ehf – Subway

800 Selfoss

Endurnýjun

44

Hitaveita Flúða

845 Flúðir

Endurnýjun

45

Hallgerður ehf. v/Hótel Rangá

851 Hella

Endurnýjun

46

Hallgerður ehf v/Hótel Skógar

861 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

47

Hallgerður ehf v/Fossbúð

861 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

48

Hallgerður ehf v/Hótel Háland

851 Hella

Eigendaskipti

49

Hallgerður ehf v/Hálendismiðstöðin, Hrauneyjum

851 Hella

Eigendaskipti

50

Íslandspóstur v/ Vestmannaeyja

900 Vestmannaeyj

Ný starfsemi

51

Íslandspóstur v/ Selfoss

800 Selfoss

Ný starfsemi

52

Íslandspóstur v/ Hella

850 Hella

Ný starfsemi

53

Íslandspóstur v/ Hvolsvöllur

860 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

54

VISS

800 Selfoss

Br. á starfs.

55

Árborg v/ Félagsmiðstöðin Zelsíus

800 Selfoss

Endurnýjun

56

Lögreglan á Selfossi v/fangageymslur

800 Selfoss

Ný starfsemi

Öll starfsleyfin samþykkt nema starfsleyfisumsóknir nr.37, 48, 49, 52, 53 samþykktar með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa og umsókn nr. 32 samþykkt með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu byggingafulltrúa.

b) tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Kaupás hf v/11-11 Vestm.eyj.Goðahraun

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

2

Kaupás hf v/Kjarval Hellu

850 Hella

Endurnýjun

3

Kaupás hf v/Kjarval Hvolsvelli

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

4

Hallgerður ehf v/ Hótel Skóga

861 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

5

Hallgerður ehf v/Hálendismiðstöðin

851 Hella

Eigendaskipti

6

Hallgerður ehf v/Hótel Rangá

851 Hella

Endurnýjun

Lagt fram til upplýsinga.

2) Samþykktir og gjaldskrár sveitarfélaga.

a) Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Árborg.

Afgreiðsla HES frá 16. desember staðfest.

b) Gjaldskrá um hundahald í Árborg.

Afgreiðsla HES frá 21. desember staðfest.

c) Gjaldskrá um kattahald í Árborg.

Afgreiðsla HES frá 21. desember staðfest.

d) Gjaldskrá um hundahald í Hveragerði.

Afgreiðsla HES frá 30. desember staðfest.

e) Gjaldskrá um kattahald í Hveragerði.

Afgreiðsla HES frá 30. desember staðfest.

f) Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð.

Afgreiðsla HES frá 27. janúar staðfest.

g) Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra. Afgreiðsla HES frá 28. janúar staðfest.

h) Samþykkt fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Hveragerði.

Afgreiðsla HES frá 21. desember staðfest.

i) Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í Hveragerði.

Afgreiðsla HES frá 21. desember staðfest.

j) Samþykkt um hundahald í Flóahreppi.

Afgreiðsla HES frá 16. desember staðfest.

k) Gjaldskrá um hundahald í Flóahreppi.

Afgreiðsla HES frá 16. desember staðfest.

l) Gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpförgunar í Hrunamannahreppi.

Afgreiðsla HES frá 16. desember staðfest.

m) Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Afgreiðsla HES frá 16. desember staðfest.

n) Gjaldskrá fyrir seyrulosun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Afgreiðsla HES frá 16. desember staðfest.

o) Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum.

Afgreiðsla HES frá 28. janúar staðfest.

3) Yfirlit 2009.

a) Rekstaryfirlit frá árinu 2009

Framkvæmdastjóri fór yfir rekstraryfirlit síðasta árs og gerði grein fyrir helstu tölum. Samkvæmt rekstrarreikningum er afkoma HES mun betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun þó svo einstaka liðir hafi farið fram úr áætlun.

Er ljóst að góður árangur hefur nást í að framfylgja endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2009.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands vill þakka starfólki fyrir þeirra framlag í þeim árangri.

b) Tölfræðileg samantekt.

Lögð fram til upplýsinga uppfærð gögn úr starfsskýrslu mv. áramót. Í þeim koma m.a. fram tölfræðilegar upplýsingar um fjölda sýna, flokkun þeirra og niðurstöður. Einnig yfirlit yfir mál, fjölda og tegund.

4) Áætlun matvælaeftirlits vegna 2010.

Lögð fram til upplýsinga áætlun um matvælaeftirlit fyrir árið 2010.

5) Eftirlitsáætlun 2010.

Lögð fram til upplýsinga áætlun um heilbrigðiseftirlit fyrir árið 2010 og skiptingu milli starfsmanna.

6) Mælingar á H2S.

Elsa greindi frá loftgæðamælingum í Hveragerði og Norðlingaholti í Reykjavík. Eru mælingar hafnar en tafir hafa orðið á birtingu þeirra á netinu vegna nauðsynlegrar forritunarvinnu. Verða mælingarnar aðgengilegar öllum á heimasíðu HES.

7) Stjórnsýslukæra vegna Hallarinnar, Vestmannaeyjum.

Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir, dags. 14. desember ásamt kæru Friðbjörns Valtýssonar vegna útgáfu nefndarinnar á starfsleyfi til handa Höllinni, Vestmannaeyjum. Óskað er umsagnar nefndarinnar á kærunni og var frestur framlengdur til 5. febrúar til að skila inn greinargerð vegna málsins.

Einnig lögð fram drög að svarbréfi Heilbrigðisnefnd Suðurlands vegna málsins. Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu í samræmi við framlögð drög og umræðu á fundinum.

8) Neysluvatnsmál.

Elsa greindi frá mælingum á sýrustigi vatns í vatnsveitu Vestmannaeyja og upplýsti um reglubundnar mælingar á því.

9) Annað.

a) Ný matvælalöggjöf og áhrif á Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

Viktor Pálsson vék af fundi undir þessum lið.

Þann 28. desember sl. voru samþykktar breytingar á matvælalöggjöf á Íslandi. Með samþykkt laga nr. 143 frá 28. desember 2009 er hafin innleiðing nýrrar löggjafar ESB um matvæli og fóður hér á landi. Breytingin felur m.a. í sér að eftirlit með kjötvinnslum og mjólkurstöðvum flyst frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga til Matvælastofnunar sem jafnframt er yfirumsjónaraðili matvælaeftirlits í landinu.

Eftirfarandi bókað:

„Heilbrigðisnefnd Suðurlands vill hvetja Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að setja sem fyrst reglugerð um framsal á eftirliti milli heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Matvælastofnunar sbr. heimildarákvæði í hinum nýju lögum. Telur nefndin að með setningu slíkrar reglugerðar náist betur markmið um skilvirkt og faglegt eftirlit, hagræðingu og hagkvæmni með hagsmuni neytenda og eftirlitsþega að leiðarljósi.

Ennfremur óskar Heilbrigðisnefnd Suðurlands eftir að Matvælastofnun feli Heilbrigðiseftirliti Suðurlands að fara áfram með eftirlitsverkefni sem með lagabreytingunni fara úr forsjá HES yfir til Matvælastofnunar, sem og eftirlit með fiskvinnslufyrirtækjum sem HES hefur hvort eð er umhverfis- og mengunarvarnareftirlit með.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur á að skipa reyndu starfsfólki sem hefur fulla faglega kunnáttu og metnað til að fara með allt matvælaeftirlit á svæðinu.“

b) Starfsmannamál.

Framkvæmdastjóri upplýsti nefndarmenn um umsækjendur vegna tímabundinnar ráðningar eftirlitsmanns og gerði frekari grein fyrir málinu. Reiknað er með að nýr starfmaður geti hafið störf 1. mars næstkomandi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00

Jón Ó. Vilhjálmsson,
Sigurður Ingi Jóhannsson
Gunnar Þorkelsson
Guðmundur G. Gunnarsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Viktor Pálsson
Pétur Skarphéðinsson
Elsa Ingjaldsdóttir