121. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

121. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn fimmtudaginn 24. september 2009, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Pétur Skarphéðinsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Ragnhildur Hjartardóttir og Elsa Ingjaldsdóttir.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Ný og endurnýjuð
 

Nr.
 

Nafn
 
Póstfang
 
Starfsleyfi
 

1

Litla Kaffistofan – Svínahraun ehf

801 Selfoss

Endurnýjun

2

Ræktunarsamband F & S ehf – vinnubúðir

800 Selfoss

Nýtt leyfi

3

Ræktunarsamband F & S ehf – verkstæði

800 Selfoss

Endurnýjun

4

Steini og Olli ehf

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

5

Steini og Olli ehf. v/steypustöðvar

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

6

Kornblómið, Reykholti

801 Selfoss

Nýtt leyfi

7

Krakkakot

800 Selfoss

Endurnýjun

8

Loðdýrabú Ásgerði II ehf

845 Flúðir

Nýtt leyfi

9

Vatnsveita Bláskógabyggðar, Bisk.

801 Selfoss

Endurnýjun

10

Orkuveita Rvk v/mötuneytis Nesjavallavirkjun

110 Reykjavík

Endurnýjun

11

Vatnsból Hvassafelli, Rangárþing eystra

861 Hvolsvöllur

Nýtt leyfi

12

Vatnsból Skarðshlíð

861 Hvolsvöllur

Nýtt leyfi

13

Ferðafélag Ísl.v/Hagavatn

108 Reykjavík

Endurnýjun

14

Ferðafélag Ísl.v/Hvítárnes

108 Reykjavík

Endurnýjun

15

Gljásteinn ehf v/ Fremstaver

801 Selfoss

Nýtt leyfi

16

Ferðaþjónustan Eystri Sólheimum

871 Vík

Endurnýjun

17

Garðyrkjustöðin Akur

801 Selfoss

Br. á starfsemi

18

Bifreiðaverkstæði Muggs

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

19

Embla og Askur – þjóðháttasmiðja

860 Hvolsvöllur

Nýtt leyfi

20

101 pylsur – 800 bar ehf.

800 Selfoss

Nýtt leyfi

21

Hrunamannahr. v. hreinsivirkis fráveitu

845 Flúðir

Nýtt leyfi

22

Vélhjólaklúbburinn

110 Reykjavík

Nýtt leyfi

23

Orkuveita Rvk v/Hlíðarveitu hitaveitu

110 Reykjavík

Endurnýjun

24

Orkuveita Rvk. v/ hitaveitu Þorlákshöfn

110 Reykjavík

Endurnýjun

25

Orkuveita Reykjavíkur v/ Austurveitu

110 Reykjavík

Endurnýjun

26

Fjallableikja, Hallkelshólum

801 Selfoss

Nýtt leyfi

27

Ferðaþjónustan Úthlíð

801 Selfoss

Endurnýjun

28

Snyrtistofa Lenu

820 Eyrarbakka

Br. á húsnæði

29

Umf. Selfoss v. mötuneyti

800 Selfoss

Br. á starfsemi

30

Olís v. sjálfsafgr.-bensínstöðvar Landvegamótum

851 Hella

Endurnýjun

31

Hársnyrtistofa Österby

800 Selfoss

Br. á húsnæði

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 29 og 31 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa. Umsóknir nr. 19, 20 og 28 einnig samþykktar með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu bygginganefndar. Afgreiðslu á umsókn nr. 21 frestað þar til eftir lögbundin auglýsingatíma.

b) tóbakssöluleyfi
 

Nr.
 

Nafn
 
Póstfang
 
Starfsleyfi
 

1

Litla Kaffistofan – Svínahraun ehf

801 Selfoss

Endurnýjun

2

Veitingastofan T-bær

801 Selfoss

Endurnýjun

3

Dvalarheimilið Ás

810 Hveragerði

Endurnýjun

4

Bensínsalan Klettur ehf.

900 Vestm.

Endurnýjun

5

Ferðaþjónustan Úthlíð

801 Selfoss

Endurnýjun

Lagt fram til upplýsinga

2) Drög að fjárhagsáætlun 2010.

Lagðar fram 3 tillögur að fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og gerði framkvæmdastjóri grein fyrir þeim og forsendum þeirra.

Tillaga A gerir ráð fyrir aukningu stöðugilda vegna erfiðrar verkefnastöðu HES og mannaflaskorti við reglubundið eftirlit sbr. útreikninga á greiningu ársverka við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga.

Tillaga B gerir ráð fyrir jafnri hækkun eftirlitsgjalda og framlaga sveitarfélaga. Tillaga C gerir ráð fyrir engri hækkun á gjaldskrá en auknum framlögum sveitarfélaga.

Almennar umræður urðu um málið.

Samþykkt var að vísa tillögu B til afgreiðslu aðalfundar.

3) Drög að starfsskýrslu 2009.

Lögð fram drög að starfsskýrslu 2009. Drögin samþykkt og verður starfsskýrslan send út með aðalfundargögnum sbr. ákvæði í samþykktum Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

4) Ályktun fjárhagsnefndar SASS.

Lögð fram ályktun fjárhagsnefndar SASS frá 31. ágúst sl. þar sem fram kemur að fjárhagsnefnd SAS telji nauðsynlegt að skýra hlutverk nefndarinnar (fjárhagsnefndar) í samþykktum SASS og jafnframt að setja inn sambærileg ákvæði í samþykktir annarra stofnana um sameiginlega fjárhagsnefnd. Fjárhagsnefnd SASS telur það forsendu fyrir tilgangi og störfum nefndarinnar.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur ekki þörf á breytingum á samþykktum HES en telur ekki óeðlilegt að á vegum sveitarfélaganna starfi fjárhagsnefnd milli ársþinga sem getur kallað eftir upplýsingum/gögnum frá stofnunum og þannig lagt fram tillögur/greinargerðir á ársþingi með það fyrir augum að ná sem mestu samræmi í rekstri viðkomandi stofnana.

5) Aðalfundur HES og Ársþing SASS.

Lögð fram drög að dagskrá aðalfundar HES og dagskrá ársþingsins. Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir fyrirkomulagi fundarins.

Drögin samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.30

Jón Ó. Vilhjálmsson
Pétur Skarphéðinsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Gunnar Þorkelsson
Guðmundur Geir Gunnarsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Elsa Ingjaldsdóttir