118. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

118. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 21. apríl 2009, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Viktor Pálsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Ragnhildur Hjartardóttir og Guðmundur Geir Gunnarsson boðuðu forföll. Varamenn þeirra gátu heldur ekki mætt.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Ný og endurnýjuð

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Herjan ehf

850 Hella

Ný starfsemi

2

Frost og Funi- Hveragerði

810 Hveragerði

Endurnýjun

3

Kaupás hf v/ Krónan Selfossi

800 Selfoss

Br. á starfsemi

4

Afa Skuggi ehf – hestaleiga

801 Selfoss

Ný starfsemi

5

Félagsheimilið Brúarlundur

851 hella

Endurnýjun

6

Hellirinn sumarhús á Ægissíðu við Hellu

851 Hella

Endurnýjun

7

Hellishólar ehf, Fljótshlíð

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

8

Toppsport heilsulind

800 Selfoss

Endurnýjun

9

Meistarafélag húsasmiða v/ vatnsveitu

105 Reykjavík

Ný starfsemi

10

Zentral Pizza

815 Þorlákshöfn

Ný starfsemi

11

Vatnsból Akbraut, Landsveit

851 Hella

Endurnýjun

12

Hildur Björg E Egilsdóttir

101 Reykjavík

Ný starfsemi

13

Árvélar sf co. IAV

110 Reykjavík

Ný starfsemi

14

Gaulverjar

801 Selfoss

Ný starfsemi

15

Bergmál,líknar- og vinafélag

801 Selfoss

Ný starfsemi

16

Golfskálinn Öndverðarnesi

801 Selfoss

Br. á starfsemi

17

Vínbúðin Flúðum

845 Flúðir

Ný starfsemi

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 9 og 12-17 eru samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

b) Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Tóbakssöluleyfi

1

Hellishólar

861 Hvolsvöllur

Endurnýjun

2

Kaupás v/Krónan Selfossi

800 Selfoss

Br. á starfsemi

Lagt fram til upplýsinga.

2) Gjaldskrár sveitarfélaga.

a) Gjaldskrár.

i) Gjaldskrá fyrir hirðu og meðhöndlun seyru í Grímsnes – og Grafningshreppi.

Ekki er um neina hækkun á gjaldskránni að ræða og álagning fráveitugjalda ekki hærri en raunkostnaður sveitarfélagsins. Gjaldskráin því samþykkt án athugasemda.

ii) Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Þrátt fyrir að ný gjaldskrá geri ráð fyrir 29,5% hækkun á gjöldum vegna sorphirðu og sorpeyðingar er kostnaður sveitarfélagsins mun hærri en álögð gjöld. Því er gjaldskráin samþykkt án athugasemda.

iii) Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum.

Lagt fram bréf Vestmannaeyjabæjar, dags. 19. mars sl. þar sem fram kemur frekari rökstuðningur sveitarfélagsins varðandi gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og afgreiðslu nefndarinnar þann 27. janúar sl. og bréf HES, dags. 30. janúar sl. um sama mál.

Í rökstuðningi sveitarfélagsins kemur m.a. fram að þrátt fyrir hagnað á sl. tvö ár þá hafi verið tap á rekstri sorpeyðingarstöðvarinnar tvö árin þar á undan. Ennfremur að núgildandi gjaldskrá hafi ekki hækkað frá 1. janúar 2006. 15% hækkun nú sé einnig tilkomin til að standa undir föstum kostnaði enda hafi sorpmagn minnkað amk. um 20% milli ára.

Hvað varðar álagninu á vörur sem bera úrvinnslugjald telur sveitarfélagið að úrvinnslugjald vörunnar standi ekki undir kostnaði við förgun hennar, aðallega vegna landfræðilegrar legu þess. Ennfremur telur það, með vísun í lög nr. 162/2002 að ekki sé óheimilt að leggja gjald á vörur sem bera úrvinnslugjald heldur að úrvinnslugjald skuli standa undir kostnaði sem viðkomandi vara veldur.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands fellst á ofannefndan rökstuðning og samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum.

 

3) Gangur eftirlits.

a) Rekstararyfirlit frá áramótum.

Lagt fram til upplýsinga rekstaryfirlit frá áramótum

b) Reglubundið eftirlit.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundins eftirlits frá síðasta fundi.

4) Stjórnsýslukæra vegna Hallarinnar Vestmannaeyjum.

Lögð fram stjórnsýslukæra vegna Hallarinnar, Vestmannaeyjum ásamt upplýsingum frá framkvæmdastjóra og frestveitingu til að svara.

5) Stjórnsýslukæra vegna Flugklúbbs Selfoss.

Lögð fram stjórnsýslukæra vegna Flugklúbbs Selfoss ásamt upplýsingum frá framkvæmdastjóra og frestveitingu til að svara.

6) Úrskurður UMHVR vegna starfsleyfis Lýsis.

Lagður fram úrskurður Umhverfisráðuneytisins varðandi ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um útgáfu starfsleyfis til handa Lýsi hf. v/fiskþurrkunar, Þorlákshöfn. Ákvörðun hennar um útgáfu starfsleyfis staðfest með orðalagsbreytingum á einstaka liðum í starfsleyfisskilyrðum og framkvæmdastjóra falið að breyta starfsleyfisskilyrðunum í samræmi við úrskurð og senda fyrirtækinu.

Ennfremur lagður fram tölvupóstur frá Sigurði Jónssyni, byggingafulltrúa, dags. 16. apríl sl. sem svar við tölvupósti Guðmundar Oddgeirssonar til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, með afrit á fleiri. Tölvupóstur Sigurðar fór einnig til fleiri aðila.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur þó rétt að taka tölvupóstinn fyrir þar sem í honum kemur fram að Sigurður væntir bókunar frá nefndinni um hvernig bregðast eigi við úrskurðinum. Vísar hann til þess að starfsleyfi sé í ósamræmi við skipulag vegna skilyrða um uppsetningu mengunarvarnarbúnaðar.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands vill árétta að umrætt skilyrði er fyrirvaraákvæði og alfarið á forræði sveitarfélagsins að samþykkja eða hafna uppsetningu slíks mengunarvarnarbúnaðar. Úrskurður ráðuneytisins hnykkir ennfremur á þessu en þar segir orðrétt ”Að mati ráðuneytisins má ljóst vera að umræddur fyrirvari er m.a. settur vegna leyfisveitingarvalds sveitarstjórnar (…)“.

Í ljósi þess að ákvörðun nefndarinnar um útgáfu starfsleyfisins er staðfest í úrskurðinum beinir Heilbrigðisnefnd Suðurlands þeim tilmælum til sveitarfélagsins að heimila uppsetningu umrædds mengunarvarnarbúnaðs með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi enda slíkum búnaði ætlað að draga verulega úr lyktarmengun.

7) OR v/beiðni um frest á uppsetningu mælistöðva.

Lagður fram tölvupóstur, dags. 31. mars sl., frá Ingólfi Hrólfssyni, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem beðið er um framlengingu á fresti til uppsetningar þriggja mælistöðva sem fylgjast eiga með brennisteinsvetnismengun frá fyrirtækinu.

Í ljósi þess að fara þurfti í útboð vegna verksins, töfum vegna vinnslu útboðsgagna og 2-3 mánaða afhendingartíma á umræddum tækjum fellst Heilbrigðisnefnd Suðurlands á að veita umbeðin frest til 1. október 2009 enda hefur útboðið þegar farið fram.

8) Húsnæðismál Vestmannaeyjum.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá símafundi HES, Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, Svæðisvinnumiðlunar og Páls Marvins f.h. Þekkingarsetursins, en þessar þrjár stofnanir leigja í dag húsnæði af Þekkingarsetrinu undir starfsstöðvar sínar í Vestmannaeyjum. Fór HES fram á leiðréttingu á % hlutafalli þess í sameiginlegum rekstri auk þess að endurskoðað yrði ákvæði um greiðslu á hlut 0.2 stöðugildi sem er eftir lokunartíma stofnunarinnar og einungis ætlað að þjóna annarri starfsemi í húsnæðinu.

Framkvæmdastjóra falið að leita frekari leiða varðandi starfstöð í Vestmannaeyjum.

9) Tillögur Fjárhagsnefndar vegna gjaldskráar, fjárhagsáætlunar og rekstur HES fyrir árið 2009.

Jón Vilhjálmsson gerði grein fyrir fundi formanna stofnana á hæðinni 17. apríl sl. þar sem farið var yfir tillögur fjarhagsnefndar. Ennfremur upplýst um fund formanna og framkvæmdastjóra með fjárhagsnefnd 2. apríl sl. þar sem fjárhagsnefndin lagði fram tillögur sínar og fór yfir þær.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir framlagðar tillögur fjárhagsnefndar í liðum 2-5. Nefndin frestar hins vegar afgreiðslu á lið nr. 1 í ljósi umræðu á fundi formanna stofnana sl. föstudag. Er framkvæmdastjóra falið að koma með tillögur til nefndarinnar varðandi lið 1 á næsta fund nefndarinnar.

10) Önnur mál.

a) Bráðabirgðaútreikningar H2S mælinga í Hveragerði.

Lagt fram til upplýsinga bráðabirgðaútreikningar á H2S vegna mælitækis sem hefur verið í Hveragerði undanfarið. Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir glærunnar og útskýrði.

b) Starfsmannamál.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir tíðni reglubundins eftirlits og skiptingu milli starfsmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.15

Jón Ó. Vilhjálmsson
Viktor Pálsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Elsa Ingjaldsdóttir