117. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

117. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 17. mars 2009, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Viktor Pálsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Ragnhildur Hjartardóttir og Elsa Ingjaldsdóttir.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a) Ný og endurnýjuð

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Iðavellir – Suttungur ehf

810 Hveragerði

Eigendaskipti

2

Viðgerðir og þjónusta ehf

800 Selfoss

Endurnýjun

3

Hótel Hengill – Nesbúð ehf

212 Garðabær

Ný starfsemi

4

Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjum

810 Hveragerði

Endurnýjun

5

Ísaga ehf., Grímsnesi

104 Reykjavík

Endurnýjun

6

N1 Verslun , Hrísmýri 7, Selfossi.

800 Selfoss

Ný starfsemi

7

Vatnsból Ketilvöllum, Bláskógabyggð

801 Selfoss

Ný starfsemi

8

Vatnsból Miðdalskoti, Bláskógabyggð

801 Selfoss

Ný starfsemi

9

Rangárþing ytra v/Leikskólinn Heklukot

850 Hella

Br. á húsnæði

10

Skíðaskólinn í Kerlingafjöllum – Fannborg ehf., Hrunamannahreppi

170 Seltjarnarnes

Endurnýjun

11

Minniborgir ehf

801 Selfoss

Ný starfsemi

12

Vatnsból Hvammi, Ölfusi

801 Selfoss

Ný starfsemi

13

Vatnsveita Vaðnesi – Orkubú Vaðnes ehf

801 Selfoss

Ný starfsemi

14

Vesturbúð ehf

820 Eyrarbakki

Eigendaskipti

15

Formula 1 ehf

810 Hveragerði

Ný starfsemi

16

Helgafell Kiwanisklúbbur

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

17

Rangárhöllin ehf

850 Hella

Br. á starfsemi

18

Menam

800 Selfoss

Endurnýjun

19

Bíliðjan ehf

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

20

Leikskólinn Kirkjugerði

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

21

Litla Strönd – Magnús Elvar Viktorsson

900 Vestmannaeyjar

Ný starfsemi

22

Vatnsból Raufarfelli

861 Hvolsvöllur

Ný starfsemi

23

Gljásteinn ehf v/Gistiskála í Myrkholti

801 Selfoss

Ný starfsemi

24

Hveragerðisbær v/Hreinsivirki fráveitu

810 Hveragerði

Endurnýjun

25

Árborg v/Ragnar Sigurjónss. meindýraeyði

800 Selfoss

Ný starfsemi

26

Hótel Eyjar – VIP Drífandi ehf

900 Vestmannaeyjar

Br. á húsnæði

27

Zentral Pizza

815 Þorlákshöfn

Eigendaskipti

28

Árborg v/Smiðjan- Þjónustu- og nýsköpunarsmiðja

800 Selfoss

Ný starfsemi

29

Ögmundur Ólafsson ehf

870 Vík

Endurnýjun

30

Alviðra umhverfisfræðslusetur

801 Selfoss

Br. á starfsemi

31

Al bakstur ehf

810 Hveragerði

Ný starfsemi

32

Bílamálun Robba ehf.

800 Selfoss

Ný starfsemi

33

Rangárþing eystra v/ vatnsveita V Landeyjar – Tungnaveita

860 Hvolsvöllur

Endurnýjun

34

Vatnsból Stærri bæ

801 Selfoss

Endurnýjun

35

Vatnsveitan Berglind, Ölfusi

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

36

Vatnsveita Þorlákshafnar

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 23, 26, 30 og 31 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

b) Breyting á starfsleyfisskilyrðum.

i) Breyting á starfsleyfisskilyrðum Reykjagarðs.

Lögð fram breyting á starfsleyfisskilyrðum Reykjagarðs vegna Ásmundarstaða. Um er að ræða nýja grein nr. 3.9 sem tekur á tilkynningaskyldu fyrirtækisins ef upp koma sýkingar og förgun úrgangs við slíkar aðstæður.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir framlagðar breytingar og felur framkvæmdastjóra að breyta starfsleyfisskilyrðum annarra alifuglabúa til samræmis við ofangreinda afgreiðslu.

ii) Viðauki við starfsleyfisskilyrði Orkuveitu Reykjavíkur. v/Hellisheiðarvirkjunar varðandi mælinga á brennisteinsvetni.

Lögð fram breyting á starfsleyfisskilyrðum Orkuveitu Reykjavíkur er varðar nýjan viðauka við núgildandi starfsleyfisskilyrði. Í viðaukanum eru sett skilyrði um uppsetningu mælistöðva í samræmi við áðurgerðar kröfur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Ennfremur koma fram atriði er varðar upplýsingaskyldu til almennings.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að auglýsa framlagðan viðauka sbr. reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

iii) Endurnýjun starfsleyfis Orkuveitu Reykjavíkur v/ Nesjavalla.

Lögð fram endurskoðuð starfsleyfisskilyrði fyrir Orkuveitu Reykjavíkur v/Nesjavallavirkjunar en um endurnýjun er að ræða. Breytingar hafa verið gerðar á starfleyfisskilyrðunum og sett inn ítarlegri ákvæði er varða loftgæðavöktun og frárennsli.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að setja framlögð starfsleyfisskilyrði í auglýsingu sbr. reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

2) Samþykktir og gjaldskrár sveitarfélaga.

Samþykktir.

i) Samþykkt um kattahald í Árborg.

Lagt fram bréf HES, þar sem fram kemur jákvæð afgreiðsla á erindinu.

Gjaldskrár.

ii) Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð.

Lagt fram bréf HES, þar sem fram kemur jákvæð afgreiðsla á erindinu.

iii) Gjaldskrá fyrir sorphirði og meðhöndlun úrgangs í Bláskógabyggð.

Lagt fram bréf HES, þar sem fram kemur jákvæð afgreiðsla á erindinu.

iv) Gjaldskrá fyrir fráveitur og sorp í Mýrdalshreppi.

Lagt fram bréf HES, þar sem fram kemur jákvæð afgreiðsla á erindinu.

v) Gjaldskrár fyrir sorphirðu, hunda- og katthald í Rangárþingi eystra 2009.

Lagt fram bréf HES, þar sem fram kemur jákvæð afgreiðsla á erindinu.

vi) Gjaldskrár fyrir sorphirðu/sorpförgun og hundahalds í Skaftárhreppi.

Lagt fram bréf HES, þar sem fram kemur jákvæð afgreiðsla á erindinu.

vii) Breyting á gjaldskrá vegna sorphirðu í Árborg.

Lagt fram bréf HES, þar sem fram kemur jákvæð afgreiðsla á erindinu.

viii) Gjaldskrá fyrir fráveitu og rotþróargjald í Mýrdalshreppi.

Lagt til að gjaldskráin verði samþykkt án athugasemda.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir framlagðar afgreiðslur.

3) Gangur eftirlits.

a) Rekstararyfirlit frá áramótum.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir rekstrareikning HES frá áramótum. Kom fram að sveitarfélögin hafa greitt framlög samkvæmt álagningu síðasta árs en fjárhagsnefnd skipuð á aðalfundi hefur ekki enn skilað af sér áliti um gjaldskrá og eftirlitsgjöld til fyrirtækja. Beðið er með alla innheimtu þar til fjárhagsnefnd hefur skilað af sér.

b) Reglubundið eftirlit.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir gang reglubundins eftirlits og málaskrá HES.

4) Uppsögn leigusamnings í Vestmannaeyjum.

Lagt fram bréf samstarfsnefndar HÍ og Vestmannaeyjabæjar um uppsögn leigusamnings við HES og tilboð að nýjum samningi sem felur í sér 22% hækkun. Elsa greindi einnig frá upplýsingum varðandi leigukostnað Atvinnuþróunarfélagsins í sama húsnæði auk þjónustu og annarra upplýsinga.

Almennar umræður urðu um málið og samþykkt að kanna frekari kosti í stöðunni.

Ennfremur fjallað um eftirlitshlutfall starfsmanna og fjölda fyrirtækja á hvern starfsmann eftir staðsetningu. Kom fram að hlutfall fjölda fyrirtækja á stöðugildi út í Vestmannaeyjum er minna en að jafnaði annars staðar á starfssvæðinu.

Framkvæmdastjóra falið að leggja fram kostnað pr. eftirlitsferð á hvern starfsmann fyrir næsta fund nefndarinnar. Nefndin ítrekar einnig í ljósi fjárhagsmálefna HES að nauðsynlegt sé að dreifa vinnuálagi jafnt á starfsmenn og þannig gera þeim kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum.

5) Yfirlit matvælaeftirlits 2008 og eftirlitsverkefni 2009.

Lagt fram til upplýsinga yfirlit matvælaeftirlits og eftirlitsverkefni ársins 2009 í matvælaeftirliti.

6) Ársreikningur 2008.

Lagður fram ársreikningur HES fyrir árið 2008 frá endurskoðanda.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir ársreikninginn fyrir sitt leiti og vísar honum til formlegar afgreiðslu næsta aðalfundar.

7) Önnur mál.

a) Umsögn HES við matvælafrumvarpið.

Undir þessum lið vék Viktor Pálsson af fundi.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 2. mars sl. til nefndasviðs alþingis sem umsögn embættisins við matvælafrumvarpinu.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands tekur undir allt það sem fram kemur í umsögn Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um matvælafrumvarpið og ítrekar að aukin skörun og kostnaður í eftirliti sé ekki af hinu góða.

b) Lýsi v/lýsisvinnslu.

Lagt fram bréf HES, dags. 13. mars sl. til Lýsis v/lýsisvinnslu og varðar fráveitumál. Í bréfinu er m.a. veittur frestur til úrbóta vegna fráveitu fyrirtækisins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.50

Jón Ó. Vilhjálmsson
Viktor Pálsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Guðmundur G. Gunnarsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Elsa Ingjaldsdóttir